Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


13.04.2010 20:29

1. árs afmælissnúður :)

Þessi litli engill varð eins árs í dag :)

Í tilefni dagsins bakaði mamma köku og amma Maja, amma Lella og afi Billi komu í stutt kaffi en ærleg afmælisveisla verður haldin síðar.

Ársæll er allur að braggast - farinn að borða allan mat og vel af honum. Hann er búin með lyfjaskammtinn sinn og nú er bara að bíða og sjá hvort hann sé búinn að hrista þetta af sér. Hlaupabólan er í rénum og stefnir í að við megum setja hann aftur til dagmömmunar 19. apríl, við vonum að hann þurfi ekki að fara aftur í aðlögun enda búinn að vera heima þá í tæpan mánuð.

Eins árs skoðuninni var frestað um mánuð sökum þess sem á undan hefur gengið og læknirinn vildi ekki að hann fengi sprauturnar fyrr en hann væri örugglega orðinn hress.

07.04.2010 22:55

Veikindi á veikindi ofan...

Það hefur nú aldeilis margt gerst í lífi fjölskyldunnar í Perlukór síðan ég bloggaði síðast, þ.e. aðallega hjá Ársæli Erni. Hann er búinn að vera mikið lasinn litli kúturinn. Eins og ég talaði um í síðasta bloggi var Ársæll búinn að þyngjast lítið frá því að hann var 8 mánaða. Hann var veikur nánast allan janúar og byrjaði þá að fá niðurgang. Hann var alltaf búinn að vera með niðurgang af og til en ég var ekkert að kippa mér upp við það neitt sérstaklega því hann var alltaf svo hress. Þegar ég fór með hann í 11 mánaða vigtunina var niðurgangurinn aðeins farinn að aukast og var hann að skila af sér allt að 10 kúkableyjum á dag!(líka á nóttunni) Enda var hann ekkert búinn að þyngjast. Ég talað við lækninn okkar og hann ráðlagði okkur að taka út allar mjólkurvörur til að athuga hvort hann væri nokkuð með mjólkuróþol. Svo áttum við líka að skila þvagprufu því hann var alltaf að fá svona 38,3 til 38,5 stiga hita seinni partinn sem gæti bent til þvagfærasýkingar. Við settum hann á soyamjólk en ekkert breyttist. Þetta var á fimmtudegi.

Á fimmtudagskvöldið var hann kominn með háan hita, næstum 40°C. Hann var smeð vona háan hita alla helgina þannig að við hringdum upp á barnaspítala á sunnudags morgun og okkur var sagt að koma með hann. Þar var tekin blóðprufa, þvagprufa og saurinn var stigsaður fyrir blóði. Ekkert kom út úr þessu og við vorum bara send heim með þeim skilaboðum um að hann væri bara með einhvern vírus. Fengum samt tíma hjá Úlfi Agnarssyni barnameltingarsérfræðingi viku seinna eða 22. mars. Á þessari viku jukust kúkableyjurnar og hann var orðinn ansi slappur, hættur að brosa, hættur að leika sér og vildi bara vera í fangi. Við hittum svo Úlf og hann vildi senda okkur í aðra blóðprufu og láta okkur skila inn 5 saursýnum í ræktun. Ársæll var líka vigtaður og kom þá í ljós að hann var að léttast. Ekkert kom út úr þessum sýnum og læknirinn vissi eiginlega ekkert hvað hann átti að segja okkur. Það voru engar bakteríur sem voru að pirra hann, ekkert óþol, ónæmiskerfið virtist vera í lagi og hreinlega bara ekkert að drengnum. Við áttum að bíða og sjá fram yfir páska og fengum tíma hjá Úlfi aftur eftir páska. Einnig áttum við að halda honum frá dagmömmunni í amk 2 vikur.

Á þriðjudeginum fyrir páska byrjaði drengurinn að kasta upp sem ekki bætti ástandið. Hann hvorki borðaði né drakk, var orðinn mjög slappur, sýndi nánast engin svipbrigði og lá bara. Á miðvikudagskvöldið var hann enn að kasta upp og okkur var ekki orðið sama og hringdum upp á Hring. Okkur var skipað að koma með hann og endaði það með því að hann var með næringu í æð alla nóttina. Enn á ný voru teknar blóðprufur en ekkert kom út úr þeim. Okkur var sagt að fylgjast vel með honum og pína ofan í hann vökva. Ef hann færi ekki að taka við sér þá ættum við að koma með hann aftur. Ástandi skánaði lítið og við vorum bara orðin mjög hrædd um litla kútinn okkar og fórum með hann aftur á Hring að kvöldi föstudagsins langa. Þá hafði hann lést um 320g á tveimur sólarhringum. Þar sem deildarlæknarnir voru ekki til staðar var það sérfræðingur sem skoðaði hann og í fyrsta skipti kom einhver læknir með kenningu um hvað væri að barninu. Ársæll var líka búinn að vera með hósta og slím og vildi læknirinn meina að slímið væri að fara svona illa í hann, alla vega núna, gæti hafa byrjað með einhverjum vírus. Svo kom líka í ljós að hann var með byrjandi eyrnabólgu. Læknirinn sendi okkur heim með sýklalyf sem á að vinna á ýmsum kvillum enda var hann líka bara að skjóta út í bláinn, en það er meira en nokkur annar læknir hefur gert. Og viti menn drengurinn skánaði aðeins, þ.e. hóstinn og slímið og hægðirna urðu aðeins meira solid. Nú er hann búinn að vera á sýklalyfunum í 5 daga og á að vera í 5 daga í viðbót. Hann er langt frá því að vera góður, enn að kúka nokkrum sinnum á dag, komin með sveppasýkingu á bleyjusvæðið út af niðurgangnum, sveppasýkingu í munninn út af lyfjunum (sem hann fékk annað lyf við) , útbrot  sem eru líklega líka vegna lyfjanna og í ofanálag er hann með hlaupabólu sem systir hans smitaði hann af, úffffff... Ef hann verður enn með mikinn niðurgang eftir að hann er búinn á sýklalyfjakúrnum á að testa hann fyrir annarri bakteríu sem nefnist Clostridium difficile og kemur oft þegar um langvarandi niðurgang er að ræða.



Þannig að litli kútur er ekki hress, alveg að verða 1. árs. Hann er samt farinn að borða mjög vel og er farinn að taka gleði sína á ný. Hann má ekki fara til dagmömmunnar fyrr en í fyrsta lagi 19. apríl ef hann verður orðinn nógu hress. Við erum farin að gefa honum allar mjólkurvörur aftur þar sem hann er ekki með mjólkuróþol.

Annars er allt gott að frétta af öðrum fjölskyldumeðlimum. Silja fékk hlaupabólu og var heima í viku. Sem betur fer var hún mjög væg og fékk bara 1 bólu í andlitið. Ég er náttúrulega búin að vera mikið frá vinnu vegna Ársæls og Kjartan eitthvað líka. Silja er búinn að vera soldið hjá ömmum sínum og öfum og hefur fengið alla þá athygli sem hún vill þar.

Nú vonum við bara að snúðurinn hætti þessu kúkastandi og fari að þyngjast all verulega svo að við getum haldið ærlega afmælisveislu fyrir piltinn.

Nýjar myndir koma inn fljótlega...


15.02.2010 20:41

Er ekki komin tími á uppfærslu...





Þá er komið að því að mamman á heimilinu fari aftur út á vinnumarkaðinn. Ársæll er búinn að vera í aðlögun hjá Önnu dagmömmu og gengur það svona ágætlega. Hann var reyndar bara hálfan daginn í síðustu viku og til 14:30 í dag en ætlar að vera allan daginn á morgun. Eftir að hann byrjaði í aðlöguninni er hann orðinn soldið mömmusjúkur. Ég má ekki fara úr augsýn og á helst bara að halda á honum. Ég byrja að vinna 17. feb og vona að morgundagurinn gangi vel hjá Önnu.

Ársæll er orðinn rosa duglegur og stendur upp við hvað sem er. Hann er líka aðeins byrjaður að labba meðfram. Hann er mjög varkár og snjall við að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum hehehe... Hann er aðeins byrjaður að opna skápa og skúffur en ég vona að hann verði eins og systir sín og láti þetta allt vera (bjartsýn mamma) :)

Ársæll er aðeins byrjaður að myndast við að segja orð. Hann segir datt og dudda. Svo sýnir hann hvað hann er stór, vinkar bless, réttir hendurnar út ef maður á að taka hann og setur hendurnar fyrir andlilitð og þá á maður að segja "hvar er Ársæll" hehe..

Silju Maríu og Ársæli Erni finnst rosa gaman að leika saman, þ.e. Silju finnst gaman að leika með hann hehe... Ársæli finnst reyndar ekkert skemmtilegra en að að vera inni í herbergi þegar Silja er búin að sturta úr bangsakörfunni og raða í kringum hann ;)

Janúar er búinn að vera soldill veikindamánuður. Systkinin fengu bæði augnsýkingu og ég endaði með að fara þrisvar með Silju til læknis. Þau þurftu bæði að fá sterkari dropa en venjulegt er. Svo kom kvef, hósti, hiti og þess háttar skemmtilegheit.

Ársæll var í 10 mánaða skoðun í morgun og hefur aðeins þyngst um 100g (er 8160g) síðan í 8 mánaða skoðun. Hjúkkan sagði samt að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af en vildi samt að ég kæmi með hann í 11 mánaða vigtun. Hann er náttúrulega byrjaður að hreyfa sig töluvert meira og svo var hann líka veikur nær allan janúar og borðaði lítið.

Nýjar myndir komnar inn...




08.01.2010 20:13

Gleðilegt nýtt ár :)

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla ;) Soldið langt síðan ég bloggaði síðast og margt búið að gerast síðan þá. Desember var fljótur að líða og jól og áramót tekin með trompi. Pakkaflóðið var mikð kræsingar í hverja máltíð. Ákveðin ung stúlka var mjög spennt og spurði á hverjum degi "hvenær koma jólin". Spennan náði hámarki á aðfangadag og þá fékk daman að fara í prinsessuskóna sína, jólakjólinn og fá krullur í hárið. 



Við fórum til tengdó í mat á aðfangadag og fengum humar, hreindýr og ris a la mande og opnuðum flóð af pökkum í góðu yfirlæti. Síðan héldum við í Nýhöfnina og opnuðum annað eins magn af pökkum þar. Ársæll var alsæll með umbúðirnar af pökkunum en Silja átti ekki til orð og "Váaði" yfir öllu sem hún opnaði ;). Áður en haldið var í Nýhöfnina voru börnin klædd í náttföt og reynt að taka mynd af þeim saman við jólatréið hjá ömmu og afa á Kvisthaganum.



Á gamlársdag vorum við í nýhöfninni ásamt Erlu, Tedda, Ásrúnu Evu, Maríu Dröfn, langafa og langömmu. Þar var því margt um manninn og borðuðum við humarsúpu, nautalund, og eftirrétt. Ársæll fór bara að sofa á sínum tíma kl 20 og svaf af sér allar sprengingar. Silja var í essinu sínu og tók þátt í gleðinni. Við fórum á brennu þar sem Silja var með stjörnuljós og blys og var bara ekkert hrædd við neitt. Dugleg stelpa ;) Hún fór svo aftur út með pabba sínum á miðnætti og horfði á alla flugeldana. 


Ársæll er komin með 6 tennur, fjórar uppi og tvær niðri. Hann er byrjaður að skríða og sýna hvað hann er stór. Bíð bara eftir því þegar hann segir mamma hehehe....

Fullt af myndum komnar inn.....



08.12.2009 08:57

Montrass :)



Ársæll Örn bara stækkar og stækkar og allt er að gerast rosa hratt núna. Hann er farinn að sitja mjög vel og hættur að vera með stuðning við bakið. Hann er líka farinn að velta sér út um allt og má maður varla líta af honum ;). Hann er rosa montinn með tennurnar sínar tvær og gerir í því að sýna þær (og nota þær) hehehe... Hann er farinn að bíta saman og gera svona hljóð sem honum finnst svaka sport :). Okkur foreldrunum finnst eins og hann sé farinn að babbla einhver orð en við eru náttúrlega soldið hlutdræg. Hann sagði t.d. pabbi í gær og hann segir stundum hæ og dudda hehehe...en ekki hefur hann sagt mamma :/. Hann er mjög dulgegur að leika sér á leikteppinu og ekki verra þegar systir hans nennir að leika við hann.

Undibúningur jólanna er í fullum gangi og börnin voða spennt. Silja er fyrst núna að fatta þetta allt saman með jólasveinana. Ársæll er náttúrulega hrifnastur af öllum ljósunum en Silja fyrir að setja skóinn út í glugga. Við hlökkum til að sjá hvernig Ársæll bregst við öllu pakkaflóðinu en honum finnst ekkert skemmtilegra en að tæta blöð ;).

Við náðum okkur í einhverja ælupest um daginn. Ársæll byrjaði og er reyndar enn eitthvað slappur í maganum næstum viku seinna. Ég fékk sem betur fer bara sólarhringspest en Kjartan er enn slappur í maganum eins og Ársæll. Silja hefur alveg sloppið sem betur fer 7, 9, 13.

Nýtt myndaalbúm og nokkur myndbönd eru komin inn....


17.11.2009 22:48

Familían



Erum búin að fá myndirnar úr myndatökunni og eru þær vægast sagt mjög flottar ;). Hérna kemur ein fyrir óþolinmóða en restin kemur ekki á netið fyrr en eftir jól....



16.11.2009 20:58

Systkinafréttir


Það er að frétta að Ársæll er komin með tvær tennur í neðri og er alveg svakalega montinn með þær. Ef maður lætur klingja í þeim æsist hann allur upp ;). Hann er búinn að sofa frekar illa greyið í næstum 2 vikur vegna tanntökunnar en þetta er allt að lagast núna. Ársæll er líka orðinn rosa duglegur að sitja en er nú ekki farinn að gera mikið meira en það heheh... Hann er farinn að borða ansi mikið og set ég upplýsingar um það í flokkinn "mataræðið".

Ársæll og Silja eru komin saman í herbergi og gengur það alveg rosalega vel. Silja María er rosalega glöð að fá að hafa bróður sinn hjá sér enda dýrkar hún hann út af lífinu :). Ef hann fer að gráta er Silja fyrst að rúminu hans til að rétta honum dudduna og hún er meira að segja það tillitsöm að hún leggur bækurnar frá sér og slekkur ljósið ef hún er enn vakandi þegar Ársæll fer að sofa. Mamma og pabbi eru auðvitað mjög stolt af stóru prinsessunni sinni :O).

Silja er orðin allt önnur eftir aðgerðina, er orðin miklu rólegri og heyrir greinilega betur. Hún er búin að þroskast mikið undanfarið og það jaðrar við að hún sé komin á gelgjuna stundum hehehe...

Við fjölskyldan fórum í myndatöku á laugardaginn hjá Soffíu frænku Kjartans í Hljómskálagarðinum. Það gekk bara mjög vel nema að Ársæll var í frekar litlu stuði fyrir fyrirsætuleik. Það var mjög fallegt veður og bjart og ég vona að við fáum einhverjar góðar myndir :).

Nýtt myndaalbúm komið inn...


29.10.2009 15:14

Mataræði og myndir..



Setti inn myndir af börnunum fyrir nokkrum dögum og er að vinna í því að bæta við flokkana hér til hliðar. Einn nýr flokkur kominn undir Ársæl en það er "mataræðið". Annars er allt gott að frétta og enginn veikur á þessu heimili 7,9,13!

Ársæll bara stækkar og stækkar og hann nálgast það óðfluga að vera ekki ungabarn lengur ;) Hann er alltaf að læra eitthvað nýtt og það nýjasta er að stinga tungunni út og frussa. Sérstakalega gaman þegar maður er að gefa honum að borða hehehe...

Þegar ég var lítil bjó ég oft til orð ef ég vissi ekki hvað orðið yfir hlutinn eða athöfnina væri. Silja María gerir þetta líka og man ég t.d. eftir orðunum "að presta" (skíra), "að byssa" (skjóta) og "að marka" (skora) :) Örugglega eitthvað fleira sem hún hefur búið til sem ég man ekki í augnablikinu.

Læt eina mynd úr nýjasta albúminu fylgja með...


17.10.2009 11:41

Kirtlataka

Af okkur er helst það að frétta að Silja María fór í háls- og nefkirtlatöku og fékk líka rör í eyrun. Þetta var allt gert 6. október síðastliðin. Hálskirtlarnir voru víst á stærð við golfkúlur og eyrun á henni stútfull af vökva og slími.

Við mættum með hana á Handlæknastöðina í Glæsibæ þar sem þetta var allt saman gert. Hún var rosalega róleg yfir þessu enda foreldrarnir búnir að útskýra fyrir henni hvað stæði til að gera. Hún var svolítið pirruð þegar hún vaknaði, já eða heilmikið pirruð og tók ekki í mál að borða ís - en hún mátti ekki fara fyrr en hún var byrjuð að borða. Á endanum tókst það og við fengum að fara heim. Fyrstu orð Silju Maríu þegar hún steig út úr húsi eftir aðgerðina voru "það er soldill hávaði hérna" sem við foreldrarnir tókum sem merki um að rörin væru að hjálpa til :o)

Silja María hefur ekki farið á leikskólann síðan aðgerðin var framkvæmd og er búin að vera rosalega dugleg og góð að leika sér heima með mömmu sinni og Ársæli Erni. Hann gerir ekki annað en að borða og stækka og gaman að segja frá því að hann fór í skoðun á föstudaginn var. Hann fékk sprautu og kveinkaði sér ekki einu sinni yfir því - hann er soddan jaxl að hann brosti bara. Pilturinn er núna rétt tæp 7,5 kg og mældist 68,5 cm en Silja María var 7.190gr og 68,0 cm í sinni 6 mánaða skoðun :)

Ársæll er heldur rólegri en systir sín en hún var farin að velta sér á alla kanta, komin með tvær tennur, byrjuð að sitja sjálf og farin að draga sig áfram á höndunum þegar hún var 6 mánaða - hann lætur sér nægja að velta sér yfir á magann og bregða svo upp brosi sem gæti brætt ísjaka.

Nýjar myndir koma inn fljótlega

29.09.2009 13:16

Ný myndbönd..

Jæja þá er ég búin að setja inn nokkur ný myndbönd af Ársæli og má sjá eitt hér að ofan af honum að kafa. Ætla líka að finna myndbönd sem við tókum af Silju þegar hún var lítil og setja inn. Annars er allt gott að frétta af okkur. Ársæll er að byrja á framhaldsnámskeiði í sundi í dag og Silja er alsæl í fimleikunum. Silja er reyndar að fara í háls- og nefkirtlatöku í byrjun okt og einnig á að setja rör í eyrun á henni til að losa út vökva. Við tókum eftir því að hún var byrjuð að heyra illa og er það út af vökvasöfnun í báðum eyrum. Hún hefur samt sem betur fer ekki fengið eyrnabólgu. Svo er hún víst með háls- og nefkirtla á stærð við golfkúlur þannig að það á að fjarlægja þá líka. Þetta verður heljarinnar aðgerð en henni á eftir að líða betur á eftir :o).

Ég er búin að uppfæra vaxtarritið hans Ársæls og setja inn í flokkinn "Í fyrsta sinn". Svo er fæðingarsagan og "Um mig" aaaaalllveg að fara að koma hehehe..

Nýjar myndir koma inn fljótlega, í kvöld eða á morgun.


14.09.2009 12:11

Matargat ;O)

Ársæll Örn er algjört matargat og klára alltaf grautinn sinn alveg sama hvað við setjum mikið í skálina. Hann er líka búinn að þyngjast töluvert frá síðustu skoðun (mér finnst það allavega) og hlakka ég til að heyra nýjustu tölur í skoðuninni á morgun.



Silja María er búin að vera lasin en hún fékk svokallaðn Ristil (veit ekki af hverju þetta heitir það). Ristill er vírus sem er endurvakning á hlaupabóluveirunni. Við vitum samt ekki til þess að hún hafi fengið halupabólu en læknirinn sagði að það geti vel verið að hún hafi fengið vægt tilfelli þegar hún var lítil og við ekki tekið eftir því. Vírusinn sýkir sem sagt taugaenda í baki og myndar litlar bólur á afmörkuðu svæði sem springa og mynda sár. Vökvinn úr sárunum getur smitað þá hlaupabólu sem ekki hafa fengið hana þannig að hún hefur ekkert mátt fara á leikskólann. Hún er nú samt búin að vera mjög hress og ekki fengið hita. Það eru víst 1 af hverjum 4 sem fá þetta eftir hlaupbólu en bara mismunandi mikið. Algengast er að vírusinn taki sig aðeins 1x upp á lífsleiðinni svo að vonandi á hún ekki eftir að fá þetta aftur :O). Hún er búin að vera rosa dugleg að taka meðalið sitt en hún þarf að fá 10ml 4x á dag í viku! Leikskólinn má ekki gefa meðöl þannig að hún verður heima þar til skammturinn er búinn.

Annars var Silja að byrja í fimleikum og er rosalega ánægð og dugleg. Tókum nokkrar myndir sem koma inn síðar. Hún er í krílahóp í Gerplu og verður í allan vetur ;)

Nýjar myndir komnar inn....

Já gleymdi, Ársæll er byrjaður að velta sér á magann og ég náði ákkúrat video af því þegar hann gerði það í fyrsta skipti ;). Núna gerir hann ekki annað en að snú sér og svo verður hann svo pirraður af því að hann getur ekki snúið sér til baka hehehe...


24.08.2009 11:30

Fréttir og fleira ;)

Sumarfríð búið og allir komnir í sínu eðlilegu rútínu. Silja var mjög spennt að byrja aftur á leikskólanum og hitta alla vinina, enda orðin hundleið á því að hanga alltaf með mömmu og pabba hehehe...

Ársæll er byrjaður að fá graut á kvöldin áður en hann fer að sofa og finnst það bara æði ;). Virkar líka vel fyrir mömmuna þar sem hann sefur þá oftast alla nóttina, frá ca. 21 til 07. Ársæll er líka byrjaður í sundi og stendur sig vel. Við erum búin að fara í 2 tíma og í næsta tíma á hann að fara í kaf, spennó hehehe....Kjartan hefur farið með hann ofaní en ég og Silja horft á. Við ætlum að reyna að fá pössun fyrir Silju í næsta tíma svo ég geti verið með í köfuninni :).

Við fjölskyldan fórum auðvitað í Latabæjarhlaupið eins og flestir. Kjartan og Silja María fóru líka í 3km skemmtiskokkið og má sjá mynd af feðginunum hér á fleygiferð ;)



Smá gullmolar frá Silju Maríu:

Silja og Ársæll voru bæði að fara í bað. Silja spyr "er ég að fara í bað?" já segi ég "og Ársæll líka?" já segi ég. Þá segir Silja "erum við skítuga fjölskyldan?" hehehe...

Þegar Silja er að tala um rigningu þá segir hún alltaf grátandi rigning í stað grenjandi rigning heheh..

Nýjar myndir komnar inn og myndir úr sundinu koma inn síðar í vikunni :)


11.08.2009 21:02

Gullmolar ;)

Silja María er búin að vera ansi öflug í sumarfríinu og eitt kvöldið var hún mjög óþekk að fara að sofa. Morguninn eftir segir pabbi hennar við hana "Þú varst mjög óþekk að fara að sofa í gær Silja María, hvað eigum við mamma þín eiginlega að gera við þig"? Þá segir Silja " Ég verð bara að fara til læknis og læknirinn segir að ég sé óþekk og gefur mér bara sprautu" hehehehe....

Sama morgun þá erum við öll uppi í hjónarúmi og Silja eins og vanalega á fullu. Kjartan spyr hana hvort hún geti verið kyrr í 1 mínútu. Silja hélt það nú og lagðist á grúfu. Kjartan byrjaði að telja og þegar hann var að komast í 45 sek (sem ég kalla nú bara nokkuð gott) þá segir hún "ohhh ég er orðin svo þreytt á að liggja kyrr" og byrjar aftur að hamast hehehhehe...


Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 8
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 45127
Samtals gestir: 13267
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 08:18:08


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni