Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


13.12.2006 18:25

Silja María Jólaprinsessa

Hún Silja María var að ljósmyndafyrirsætast og okkur Kristínu langaði að deila með ykkur einni sætri mynd af jólaprinsessunni.

07.12.2006 10:36

Nýjar myndir...

Komnar inn nýjar myndir enda ekki seinna vænna . Á myndinni hér að ofan er Silja María að horfa á stubbana. Henni finnst þeir geðveikt fyndnir eins og sést á myndinni. Fleiri myndir í albúminu.....

 

06.12.2006 10:21

Takk fyrir myndina amma Lella

hæ hó

Það er bara allt gott að frétta af Silju Maríu. Hún er orðin ansi hreyfanleg og farin að fara út um allt. Hún snýr sér og ýtir sér aftur á bak og er fljót að því þannig að maður má ekki taka augun af henni. Hún var í myndatöku í gær og var alveg yndisleg, gerði allt sem ljósmyndarinn vildi hehehe...Svo er það nýjasta, þessi svipur eins og sést á myndinni hér að ofan, algjört rassgat . Hún er alltaf hress og kát og er farin að segja allskonar hljóð en ekki mamma . Alltaf þegar hún fær að borða segir hún namm namm, ótrúlega sætt. Hún er algjört matargat. Svo höldum við að hún geti sýnt okkur hvað hún er stór. Alla vega þegar við segjum "hvað ertu stór" þá setur hún hendurnar saman og lyftir þeim upp hehehe..Svo var síðasti sundtíminn í gær fyrir jól og nýtt námskeið byrjar í janúar, spurning hvort maður skelli sér á það. Við ætlum að reyna að fara með hana eitthvað í sund um jólin  með Ingu Bríeti og halda því við sem hún er búin að læra.

Erum búin að taka fullt af myndum og næsta albúm verður því stórt. Kemur inn fljótlega......

Svo er stóri dagurinn hjá mér á morgun. Hlakka mjög mikið til að klára þetta svo ég geti komist í jólaskap og farið að gera jólalegt heima og baka .

Það var ekki fleira í bili...

bæb

27.11.2006 11:57

Silja Stóra :)

Silja María er orðin rosalega dugleg að sitja eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Hún er líka búin að þróa með sér tungutrix hehe... Hún getur snúið upp á tunguna í sér . Hvorki ég né pabbi hennar getum þetta en komumst að því að Erla frænka hefur greinilega verið að kenna henni þetta og eru nokkrar myndir til af þessu. Hún er líka byrjuð að fara út um allt á teppinu sínu sem nær yfir hálft stofugólfið og er oftar en ekki komin út af því. Hún er strax byrjuð að tæta úr hillunum hjá okkur og komst í playstation tölvuna hans pabba síns um daginn og fannst það mjög spennandi .

Tvö ný myndaalbúm komin inn...

bæb

22.11.2006 14:02

Silja María undrabarn ;)

Jæja þá eru það nýjustu fréttir að Silja María er byrjuð að lesa...

Nei bara smá djók hehehe....hún er bara svo fyndin með þessa bók. Ótrúlegt hvað þessir stubbar eru alltaf vinsælir, hún skríkir alltaf þegar hún sér þá, voðalega fyndnir . En daman var í skoðun í morgun og er orðin 68cm og 7190g. Hún er búin að vera með niðurgang í nokkra daga og oft á dag þannig að hún hefur ekki þyngst mikið . Hún kvartar ekkert yfir þessu litli engillinn en er orðin ansi rauð á bossanum. Svo er enn þá að koma upp úr henni en við eigum víst ekki að hafa áhyggjur, þetta er bara eitthvað tímabil sem gegnur vonandi fljótlega yfir. Svo fékk hún sprautu og fór smá að gráta en var fljót að jafna sig. Silja María er mikið búin að vera í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum svo að ég nái að klára þetta blessaða lokaverkefni. Á að skila í næstu viku og get ekki beðið. Þá er bara vörnin eftir 7. des og þá er þetta sem betur fer búið og mamman getur aftur farið að knúsa litlu stelpuna sína.....

Nýjar myndir komnar inn

bæb

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45773
Samtals gestir: 13521
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 08:35:44


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni