Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Mataræði

 

Þegar við mamma vorum á fæðingardeildinni var ég rosalega löt við að sjúga brjóstið og gafst alltaf upp. Mikið var reynt að halda mér við efnið en ég er mjög óþolinmóð lítil snáta. Ég byrjaði því að fá ábót með brjóstamjólkinni þegar ég var 2ja daga og fékk alltaf ábót á meðna við mamma vorum á spítalanum eða þangað til ég var 5 daga. Ég gubbaði reyndar soldið mikið af henni en mömmu og pabba var sagt að það væri bara eðlilegt.

 

Eftir að við komum heim af spítalanum var ég ágætlega dugleg að sjúga en virtist ekki ver að fá nóg. Ég var voðalega lengi í einu að fá mér að drekka og oft marga klukkutíma. Mömmu og pabba var ekki farið að lítast á blikuna og byrjuðu að gefa mér ábót aftur þegar ég var 2ja vikna. Þau prófuðu að gefa mér soya mjólk og fór hún miklu betur í mig. Þar sem ég var svo löt að sjúga ákvað mamma að pumpa mjólkinni í pela og gefa mér svo. Þá fór allt að ganga miklu betur. Ég fékk því bæði soya mjólk og brjóstamjólk þangað til ég var 3ja mánaða. Þá nennti mamma þessu ekki lengur (enda mikið vesen fyrir hana) og ég fékk eingöngu þurrmjólk.

 

Þrem dögum áður en ég varð 4 mánaða fékk ég graut (pabbi gat ekki beðið lengur hehe ). Hann var rosalega góður og fíla ég hann í botn. Mamma reyndi líka að troða í mig ávaxtamauki en ég var ekki eins hrifin af því. Mér finnst stappaður banani ágætur en þó aðeins í litlu magni. Ég er aðeins hrifnari af grænmetismauki en samt getur það verið soldið klígjulegt stundum. Núna er ég 4 mánaða og 2 vikna og fæ alltaf graut í kvöldmat og oftast eitthvað mauk í hádeginu.

 

Nú er ég 7 mánaða og 2 vikna og er farin að borða ansi fjölbreytt fæði. Uppáhalds maturinn minni er grænmetislasagnia og kæfa með brauði . Þegar ég var 6 mánaða byrjuðu mamma og pabbi að gefa mér stoðmjólk og gekk það mjög vel. Ég mótmælti eiginlega ekki neitt og núna drekk ég rúmlega hálfan lítra af mjólk á dag úr pela. Ég er líka orðin mjög flínk að drekka úr glasi og fæ stundum eplasafa eða vatn. Ég borða líka kjöt og hef smakkað nautakjöt, kjúkling og kalkún. Ég hef líka smakkað á flestum mat sem mamma og pabbi borða og má þar einnig nefna súkkulaði, kleinur og kökur hmmmm... hehe...

 

Þegar ég fór í 8 mánaða skoðun sýndu mamma og pabbi hjúkkunni þurrkublettina sem ég er með og hélt hún að þetta gæti verið eitthvað fæðuofnæmi . Mamma og pabbi máttu ekki gefa mér tómata (þar fór lasagnaeaið mitt), kiwi, safa, ekki byrja að gefa mér fisk og egg og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. þau fengu eitthvað krem til að bara á mig í nokkra daga og þá fóru þurrkublettirnir alveg. Ég er núna alveg að verða 9 mánaða og hef ekki fengið að smakka neitt af þessu aftur. Það er kannski spurning um að prófa að gefa mér lasagnae og sjá hvort þurrkurinn komi aftur! Mamma er farin að minnka pelagjöfina og gefa mér meira úr stútglasi þar sem ég er orðin svo flínk og get líka stundum drukkið sjálf. Svo get ég líka drukkið úr venjulegu glasi með smá hjálp . Mér finnst rúsínur og cheerios mjög gott á milli mála og svo er ég alveg farin að fíla vel þroskaða banana. Kæfubrauð er enn í miklu uppáhaldi og skyrið finnst mér mjög gott. Ég er farin að fá grautinn minn á morgnana og oftast eitthvað úr kjötflokknum á kvöldin. Stundum fæ ég líka lifrapylsu sem mér finnst mjög góð.


2010 er ég fjögurra ára gömul og finnst allur matur góður. Ég er rosalega duglega að smakka allt og finnst allur venjulegur heimilismatur góður. Ég segi alltaf að mér finnist fiskur bestur og bið oft um hann. Ég er ekki með neitt fæðuóþol eða ofnæmi en finnst þó pitsur ekkert sérstakar og borða þær ekki ef ég kemst hjá því.

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45872
Samtals gestir: 13527
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 10:19:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar