Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Um mig

 

Ég heiti Silja María Kjartansdóttir og er keisaraynja. Ég fæddist þann 12. maí 2006 kl: 02:42. Fæðing mín var svona eiginlega plönuð en ég kom aðeins fyrr en ég átti að koma. Mamma og pabbi vorum ný búin að fá sér einkaþjálfara og voru að æfa á fullu til þess að vera flott í brúðkaupinu sínu þegar mamma varð ólétt. Mamma var farin að finna fyrir svima og yfirliðstilfinningu þegar hún var að taka á því í ræktinni og ákvað því að taka óléttupróf og athuga hvort ég væri skýringin á þessum slappleika. Eftir þrjú óléttupróf voru mamma og pabbi sannfærð um að ég væri á leiðinni eftir 9 mánuði . Mamma var reyndar komin 4 vikur þegar þau vissu af mér og fór hún því að taka aðeins minna á því í ræktinni

 

 

Mamma pantaði tíma í snemmsónar þann 23. september 2005. Þá var mamma komin 8 vikur á leið. Ég leit  svona út og var aðeins 1,5cm að lengd.

 

 

 

 

 

Mamma fór líka í svokallaða hnakkaþykktarmælingu þegar hún var komin 12 vikur á leið. Það var 17. október 2005. Þá leit ég svona út og var 8,8cm að lengd. En þá er mælt frá rassi og upp fyrir höfuð. Mamma fór líka í blóðprufu og allt leit mjög vel út.

 

 

 

 

 

Þann 16. desember 2005 fór mamma í 20 vikna sónar. Þá leit ég svona út og var 13,6cm frá rassi og uppúr. Það fyrsta sem pabbi sagði þegar við gegnum inn í sónarherbergið var "við ætlum ekki að fá að vita kynið". En mamma og pabbi voru ekki sammála hvort þau vildu vita kynið eða ekki. Mömmu langaði að vita hvort ég væri stelpa eða strákur en pabba ekki. Það endaði þannig að við fengum ljósmóðurina til að skrifa fyrir okkur á miða og setja í innsiglað umslag. Pabbi sagði við mömmu að ef henni tækist að sannfæra hann um að vita kynið mætti hún opna umslagið. Mamma hins vegar reyndi það aldrei því þau voru svo viss um að ég væri stelpa hvort eða var . Allt leit rosalega vel út og ekki var að hafa neinar áhyggjur.

 

 

 

 Mamma byrjaði ekki að finna fyrir mér fyrr en í byrjun janúar. Þá fór ég að sparka og láta öllum illum látum. Oftast fann mamma samt ekki mikil spörk heldur meira svona eins og nudd því hún var með framstæða fylgju. Mest var ég að hreyfa mig á morgnana og svo kannski líka á kvöldin þegar mamma slakaði á.

 

Mamma var í mæðraeftirliti á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Fyrsta ljósmóðirin hét Gígja en hún hætti svo um miðja meðgöngu og sú sem tók við hét Helga. Þær voru báðar mjög fínar. Ég var ofsalega góð við mömmu fyrstu mánuðina og hún fann eiginlega ekkert fyrir mér, engin ógleði eða neitt . Pabbi var voða duglegur að fara með mömmu í mæðraskoðun en hann mætti í alla tímana.

 

Frá 20 viku stækkaði ég ört og bumban á mömmu með. Þegar mamma var komin 5-6 mánuði á leið prófaði hún meðgöngujóga með Herborgu vinkonu sinni. Það var mjög fínt bæði fyrir mig og mömmu. En þegar Herborg átti Ingu Bríeti í febrúar nennti mamma ekki að fara ein í jóga hehe.....

 

Ég var alveg búin að skorða mig á 32. viku. Það er frekar snemmt en algengast með fyrsta barn. Mamma var líka byrjuð að finna fyrir samdráttum á 36. viku og hélt ljósmóðirin jafnvel að ég kæmi eitthvað fyrr en áæltlað var.

 

Meðgangan gekk rosalega vel fyrir utan svolítinn bjúg á fótunum hennar mömmu frá 35. viku því hún vildi ekki hlýða ljósmóðurinni og liggja heima með fætur upp í loft. Mamma fékk enga grindargliðnum, enga bakverki, blóðþrýstingurinn og þvagið voru alltaf í lagi þannig að hún gat eiginlega ekki kvartað undan neinu.

 

Mamma og pabbi fluttu í nýja íbúð í endan apríl en áætluð fæðing mín var 7. maí. Allt var því sett á fullt við að flytja svo allt yrði tilbúið þegar ég kæmi í heiminn. Þar sem mamma var svona tiltölulega hraust (þó hún væri orðin soldið þreytt) hjálpaði hún til við að mála og þrífa í íbúðinni. Hún hélt jafnvel að ég kæmi þá eitthvað fyrr en allt kom fyrir ekki.

 

Ég lét bíða eftir mér í 5 daga en ég fæddist 12. maí. Þegar ég fæddist var húðin á mér alveg slétt og fín því ég var tekin með keisara. Ég var 49,5cm og 3235g. Augun mín voru dökk blá og var ég með örlítið skolleitt hár. Ef vel er að gáð sést að eyrun mín eru ekki alveg eins. Mamma segir að ég sé með eitt frá henni og eitt frá pabba . Ég er með storkabit aftan á hálsinum en það fer víst með aldrinum. Ég er með tvö ör á höfðinu eftir að blóðprufurnar voru teknar þegar mamma var að eiga mig. Þau sjást samt voðalega lítið og allt fallega hárið sem ég á eftir að fá á eftir að hylja þau.

 

Ég er rosalega yndisleg, dugleg og hraust lítil prinsessa og mamma og pabbi elska mig út af lífinu.

 

 

 

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar