Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Barnasjúkdómar

Mislingabróðir: Ég fékk mislingabróðir á jóladag 2006 en þá byrjaði ég að fá útbrot. Mamma og pabbi hringdu á læknavaktina og fengu sjúkdómsgreiningu í gegnum síma. Þau þurftu ekki að fara með mig til læknis því ég fékk nánast engan hita (nokkrar kommur) og þetta pirraði mig ekki neitt. Útbrotin jukust og náðu hámarki 2 dögum seinna. Ég fékk útbrot á bak, maga, rass, læri, háls og í hársvörðinn. Ég fann ekki mikið fyrir þessu og var bara eins og ég átti að mér, glöð og kát. Útbrotin voru svo farin 30. des.

  

Ristill: Ég fékk svokallaðan Ristil (veit ekki af hverju þetta heitir það) í byrjun september 2009. Ristill er vírus sem er endurvakning á hlaupabóluveirunni. Mamma og pabbi vitssu samt ekki til þess að ég hafi fengið hlaupabólu fyrir þetta en læknirinn sagði að það geti vel verið að ég hafi fengið vægt tilfelli þegar hún var lítil og við ekki tekið eftir því. Vírusinn sýkir sem sagt taugaenda í baki og myndar litlar bólur á afmörkuðu svæði sem springa og mynda sár. Vökvinn úr sárunum getur smitað þá hlaupabólu sem ekki hafa fengið hana þannig að ég mátti ekki fara á leikskólann á meðan þessu stóð. Það eru víst 1 af hverjum 4 sem fá þetta eftir hlaupbólu en bara mismunandi mikið. Algengast er að vírusinn taki sig aðeins 1x upp á lífsleiðinni svo að vonandi á ég ekki eftir að fá þetta aftur :O). Ég var samt frekar hress og ekki með hita og var dugleg að taka inn meðalið mitt, 10 ml fjórum sinnum á dag í viku.


Kirtlataka og rör: Ég fór í háls- og nefkirtlatöku og fékk líka rör í eyrun. Þetta var allt gert 6. október 2009. Hálskirtlarnir voru víst á stærð við golfkúlur og eyrun stútfull af vökva og slími. Við mættum á Handlæknastöðina í Glæsibæ þar sem þetta var allt saman gert. Ég var rosalega róleg yfir þessu enda foreldrarnir búnir að útskýra fyrir mér hvað stæði til að gera. Ég var svolítið pirruð þegar ég vaknaði, já eða heilmikið pirruð og tók ekki í mál að borða ís - en ég mátti ekki fara fyrr en ég var byrjuð að borða. Á endanum tókst það og við fengum að fara heim. Fyrstu orð mín þegar ég steig út úr húsi eftir aðgerðina voru "það er soldill hávaði hérna" sem mamma og pabbi tóku sem merki um að rörin væru að hjálpa til :o)


Hlaupabóla: Ég fékk hlaupabólu í lok mars 2010. Ég hafði verið á leikskólanum og við pabbi vorum að horfa saman á sjónvarpið þegar honum finnst ég vera klóra mér soldið mikið. Þá hafði hlaupabóla verið að ganga á leikskólanum en mamma og pabbi héldu að ég hefði verið búin að fá hlaupabólu áður (án einkenna) þar sem ég hef fengið ristil. Svo virðist ekki vera, eða ég óheppin og hef fengið hana tvisvar. Hlaupabólan var reyndar mjög væg og ég fékk bara eina bólu í andlitið. Bólurnar voru aðallega í hársverði, baki og útlimum. Þetta gekk yfir á viku og var auðvelt þar sem mig klæjaði ekkert sérstaklega í bólurnar.

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45665
Samtals gestir: 13514
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:56:47


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar