Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Mataræði

Ég er rosalega duglegur að drekka mjólkina hennar mömmu og var eingöngu á brjósti til 4 mánaða. Þá byrjuðu mamma og pabbi að gefa mér smá graut á kvöldin. Mér fannst það sko ekki leiðinlegt og hámaði í mig og mamma þurfti að stoppa mig af ;). Þá byrjaði ég að sofa alla nóttina og var orðinn ansi góður með það. En um 5 mánaða byrjaði ég að vakna aftur og fá mér að drekka hjá mömmu minni. Ég var orðinn soldið þyrstur á nóttunni og var farinn að fá mér ansi oft að drekka. Drakk kl 20:30 áður en ég fór að sofa kl 21, svo aftur um 00 og líka tvisvar yfir nóttina. Mamma var orðin ansi þreytt á þessu brölti hjá mér og þegar ég varð 6 mánaða fór ég að fá graut í hádeginu og á kvöldin. Einnig byrjaði mamma líka að mauka fyrir mig kartöflur sem ég reyndar kúgaðist soldið yfir fyrst ehehe.. en fannst samt mjög góðar. Mamma byrjaði líka að kynna mig fyrir stoðmjólk og setti út á grautinn minn. Mér finnst gulrótarmauk samt best og borða það með bestu lyst. Núna þegar ég er 6 1/2 mánaða fer ég að sofa kl 20:30 og vakna stundum um miðnætti til að drekka en stundum sef ég til svona 04 og fæ mér að drekka þá. Svo vakna ég á milli 07 og 08 sem mömmu finnst fínt því þá vaknar hún líka til að hjálpa Silju systur að taka sig til fyrir leikskólann :) Ég hef líka smakkað banana og eplamauk en var ekki eins hrifinn af því. Það kemur vonandi með tímanum ;)

Nú þegar ég er 7 mánaða fæ ég alltaf 2 máltíðir á dag, í hádeginu og á kvöldin. Mamma er rosa duglega að mauka fyrir mig sætar kartöflur, bokkolí, blómkál, gulrætur, sveskjur og banana. Einnig fæ ég hirsigraut og hafragraut. Mér finnst stoðmjólkin ekkert spennandi en mamma heldur áfram að reyna að koma henni í mig :) Svo hef ég líka prufað epli í fæðuneti og fannst það mjög gott. Næst ætlar mamma að gefa mér melónu eða peru í netið.


Ég hætti á brjósti um miðjan janúar en þá var ég eiginlega búinn að missa áhugann. Í staðinn fékk ég stoðmjólk í pela sem mér finnst best volg.

Um miðjan febrúar 2010, þegar ég var 10 mánaða, hafði ég þyngst lítið og verið með mikinn niðurgang og ráðlagði heimilislæknirinn mömmu og pabba að taka mig af allri mjólkurvöru. Þetta var gert til að athuga hvort um mjólkuróþol væri að ræða. Í staðinn fékk ég soja afurðir sem ég borðaði með bestu lyst. Ekkert breyttist aftur á móti og ég var settur aftur á mjólkurvörur fjórum vikum seinna.


Ég er duglegur að borða þegar ég er ekki lasinn og en ég hef oft verið lasinn og því lystarlítill. En þegar ég er frískur þá finnst mér allur matur góður og ég er duglegur að borða og smakka allt.


Nú er ég 15 mánaða og orðinn frískur. Ég borða allt sem kalla má mat og vel af honum en það mætti kalla mig matargat. Ég er ekki með ofnæmi eða óþol fyrir neinum mat en það væri komið í ljós núna þar sem ég hef smakkað allt undir sólinni. Ég er enn að fá pela á morgnanna þegar ég vakana og á kvöldin áður en ég fer að sofa. Ég er duglegur að gera sjálfur, kvarta reyndar ef reynt er að mata mig þar sem ég er stór strákur og vil gera eins og systir mín.

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45872
Samtals gestir: 13527
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 10:19:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar