Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Fæðing


Ég byrjaði að finna fyrir verkjum um kl 16 á fimmtudeginum 11. maí en vissi ekki hvort ég væri að fara af stað eða ekki því ég var búin að vera með verki og samdrætti síðan á 37. viku. En svo urðu verkirnir svo reglulegir að ég hringdi í Kjartan (sem var í skólanum) og bað hann að koma heim, það var um kl 18. Þá voru um 5 mín á milli samdrátta. Við fórum upp á fæðingardeild um rúmlega átta og þá voru bara um 2 mín á milli. Þetta gekk allt voða vel og fljótt fyrir sig og þegar ég var komin með 9 í útvíkkun byrjaði ég að fá rembingsþörf. Ljósan sagði að allt liti rosalega vel út. Ég var mest allan tíman í baði í hreiðrinu og ætlaði að eiga þar. Þegar rembingurinn byrjaði þykknaði leghálsinn eitthvað upp á 2cm svæði þannig að kollurinn komst ekki lengra niður í grindina alveg sama hvað ég remdist mikið. Undir lokin var þetta orðið frekar óbærilegt bæði fyrir mig og litlu prinsessuna en ég fékk engin verkjalyf annað en að vera í baðinu sem mér fannst hjálpa mikið við að slaka á. Fékk reyndar líka nálastungur í bakið sem virkaði ekki neitt fyrir mig og voru nálarnar teknar eiginlega strax úr aftur. Vegna þess að ég var búin að rembast svo lengi var farið að athuga betur hvernig liltu snúllunni liði. Þá var elektróða var sett á kollinn á henni til að fylgjast betur með hjartslættinum hennar, en hann datt stundum alveg niður þegar ég remdist. Það þótti lækninum ekki nógu gott og ákveðið var að taka blóðprufu úr kollinum á henni til að mæla ph gildi og athuga súrefnismettunina. Teknar voru 2 prufur og var ph lækkandi þannig ekki var um annað að ræða en að fara í keisara. Þetta var nú samt ekki alveg bráðakeisari þannig að Kjartan fékk að vera inni hjá mér. Þá var mér sagt að reyna að hætta að rembast og anda mig í gegnum rembinginn. Það var mjög erfitt þar sem rembingsþörfin var svo sterk. Mér var rúllað inn á skurðstofu þar sem ég fékk mænudeyfingu, og þvílíkur léttir heheh....Svo var skorið og rifið upp til að ná litlu snúllunni út. Það tók 2 mín og tók um 20 mín að sauma mig saman. Þá var hún fædd kl 02:42. Mér fannst svolítið leiðlinlegt að þetta skyldi enda með keisara því ég var svo nálægt því að geta átt eðlilega. En allt er gott sem endar vel. Ef allt hefði gengið að óskum hefði hún líklega fæðst milli 12 og 01.

Það var ótrúlega skrítið að sjá síðan snúlluna í fyrsta skipti. Henni var rétt sveiflað yfir tjaldið og læknirinn sagði þetta er stelpa. Maður náði varla að líta upp því henni var kippt beint til baka og hún skoðuð. Kjartan fékk hana svo í fangið og ég fékk að halda á henni meðan verið var að sauma mig saman.

Svo var hún tekin aftur og vigtuð og mæld. Þá tók ljósmóðirin eftir því að hún átti eitthvað erfitt með andardrátt og vildi senda hana á vökudeildina. Þar var tekin blóðprufa og kom í ljós að blóðsykurinn hjá henni var mjög hár sem er víst eðlilegt eftir svona púl. Hún var nú samt ekki lengi að ná sér stelpan og var komin aftur í fang foreldra sinna um 11/2 klst. síðar.

En já við vorum 5 daga á spítalanum sem var svo sem allt í lagi út af því að brjóstagjöfin fór ekkert allt of vel af stað en gengur bara vel núna. Ég átti pínu erfitt með gang en þetta kom allt til og það var mikill munur milli daga. Það tekur víst um 6 vikur að ná sér eftir keisara.

 

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45726
Samtals gestir: 13519
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:55:17


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar