Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Skírn

 

Ég var skírður þann 31. maí 2009 heima hjá ömmu Maju og afa Rúnari að Nýhöfn 1 í Garðabæ. Þá var ég tæplega 7 vikna gamall. Eins og flestir vita er hefð fyrir þessum degi í fjölskyldunni og mörg stórafmæli þetta árið. Óskar langafi varð 85 ára og amma Maja og afi Rúnar áttu 30 ára brúðkaupsafmæli.


Í ár bar 31. maí upp á sunnudag, Hvítasunnudag. Mamma og pabbi ákváðu að hafa skírnina mína aðeins minni í sniðum en þegar sysir mín var skírð og buðu bara allra nánustu ættingjum og vinum. Alls voru 38 á boðslistanum en 33 mættu. Athöfnin byrjaði kl 14:00 og var það Sigurður Grétar Helgason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju sem skírði mig. Mamma og pabbi vissu að ég væri strákur og var því fljótlega ákveðið að ég ætti að heita í höfuðið á afa Billa en þar sem að vinir og vandamenn eru ansi forvitnir þá þóttumst við ekki hafa ákveðið nafnið fyrr en á síðustu stundu.  Afinn var náttúrulega rosalega stoltur að fá alnafna. Skírnarvottar voru afi Billi og afi Rúnar, Pabbi hélt á mér undir skírn og var ég voðalega góður nánast allan tíman en lét aðeins heyra í mér rétt áður en presturinn skírði mig. Ég var í sama skírnarkjól og Silja systir en það er kjóllinn sem Magnús, afi pabba, skírðist í ásamt mörgum öðrum í fjölskyldu pabba. Skírnaskálin sem var notuð er um 130 ára gömul rosalega falleg silfurskál sem langalangamma Ida átti. Athöfnin var stutt og laggóð og heppnaðist vel í alla staði. Ég sofnaði svo í skírnarkjólnum inni í rúmi hjá ömmu og afa.

Mamma og pabbi buðu upp á mikið af góðum veitingum eins og rosalega góða skírnartertu og fleira. Ég fékk líka rosalega mikið af flottum gjöfum eins silfuríkon sem afi Magnús átti, föt, pening, myndaramma ofl.

Þar sem gestabókin gleymdist aftur (gleymdist líka hjá Silju systir) verður gestalistinn birtur hér að neðan.

Þeir sem komu í skírnina mína:

Mamma
Pabbi
Silja María
Rúnar Óskarsson
María Antonsdóttir
Ársæll Örn Kjartansson
Sesselja Magnúsdóttir
Erla Dröfn Rúnarsdóttir
Theódór Ragnar Gíslason
Ásrún Eva Theódórsdóttir
Óskar Kristinn Rúnarsson
Sigurður Rúnar Rúnarsson
Kristín Björk Birgisdóttir
Ásdís María Ársælsdóttir
Þórhallur Axel Þrastarson
Kristín María Þrastardóttir
Axel örn Ársælsson
Stanley Örn Axelsson
Birnir Steinn Axelsson
Styrmir Logi Axelsson
Óskar Kristinn Ólafsson
Arnheiður Jónsdóttir
Anton Svanur Guðmundsson
Herborg Harpa Ingvarsdóttir
Björn Kristinsson
Inga Bríet Björnsdóttir
Kristinn Tjörvi Björnsson
María Hafsteinsdóttir
Björn Ingimundarson
Magnús Ari Björnsson
Hringur Björnsson
Árný Jónína Guðmundsdóttir

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45807
Samtals gestir: 13522
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:15:14


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar