Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2006 Júlí

23.07.2006 21:34

Myndir Myndir

 
Fullt af myndum af snúllunni í júlí ;)

18.07.2006 15:39

HÆ.....

Silja María skvísa var í skoðun í gær. Hún er orðin 4775g og 56cm (hélt reyndar að hún væri orðin þyngri). Það kemur alltaf soldið upp úr henni þegar hún er búin að drekka  en fylgir samt alveg vaxtarkúrvunni þannig að við höfum engar áhyggjur af því. Amma Lella gaf henni leikteppi um daginn og er Silja María mjög lukkuleg með það. Henni finnst mjög skemmtilegt að liggja á því og hlusta á hljóðin og koma við dótið . Annars er hún alltaf eins og engill og lætur hafa lítið fyrir sér, heppnir foreldrar .

12.07.2006 12:56

2ja mánaða afmæli :O)

Hæ hó

Þá er skvísan orðin 2ja mánaða og dafnar vel. Hún er komin í nýtt rúm (gamla rimlarúmið mitt) og sefur eins og engill. Hún er algjör svefnburka (eins og pabbi sinn) og ég þarf að vekja hana á morgnana til að gefa henni að drekka. Hún er að sofna um miðnætti og hefur verið að vakna um 6 til að drekka. Þrjár síðustu nætur hefur hún hins vegar sofið til 10 og þá hef ég vakið hana. Ekki er því annað hægt að segja en að hún sofi vel í gamla rúminu hennar mömmu sinnar .

Svo er hún byrjuð að tala rosalega mikið. Ef maður talar "barnamál" við hana á móti æsist hún öll upp og það kjaftar á henni hver tuska (frekar fyndið). Hún brosir voðalega mikið og er oftast mjög hress (nema þegar hún fær ekki að drekka á sömu sekúndu og hún verður svöng).

Hún er að fatta að það er gaman í baði. Við erum með sæti í balanum sem hún liggur í og þá getur hún buslað soldið með fótunum.

Hún fer í vigtun 17. júlí og hlakka ég mjög mikið til að vita hvað hún er orðin þung. Kannski fáum við að lengdarmæla hana í leiðinni.

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni