Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2008 Nóvember

24.11.2008 11:49

Til hamingju pabbi ;O)


Hann pabbi minn á afmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn emoticon. Risaaaaknússss og 1000 kossar pabbi minn í tilefni dagsins...


19.11.2008 11:06

Lítill prins á leiðinni ;O)


Eins og flestir vita er Silja María að verða stórasystir í apríl og fengum við að vita í sónar í gær að það verður strákur emoticon. Silja talaði alltaf um stelpuna í bumbunni en þegar við sögðum henni í gær að þetta væri strákur var hún alveg sátt og talaði ekki um annað en litla bróður sinn, litla krúttið. Hún var líka mjög spennt fyrir sónarmyndunum og var með þær í umslagi allan daginn og vildi helst ekki sleppa þeim, hún var með litla bróður í umslaginu hehehe... Ég leyfði henni að velja eina mynd sem hún mátti eiga. Hún var ekki lengi að því og setti hana á myndatöfluna sína þar sem hún er með nokkrar myndir af sér og fleirum. Svo í morgun vildi hún taka myndina með sér í leikskólann emoticon. Hún fékk lítinn glæran poka og setti myndina í og ætlaði svo að geyma hana í bílnum. Þegar við fórum í 12 vikna sónarinn og vorum að sýna henni myndirnar var hún ekki eins spennt en spurði hvort barnið kæmi í pósti af því að myndirnar voru í umslagi hehehehe... Hún er greinilega orðin spenntari með að eignast lítið systkini og efast ég ekki um að hún eigi eftir að verða góð og stjórnsöm stórasystir....

Silja María byrjar í aðlögun á Kór 1. des. Við erum búin að sýna henni leikskólann og alltaf þegar við keyrum fram hjá segir hún " mamma þarna er nýji leikskólinn minn". Þannig að hún veit að hún er að fara á annan leikskóla en ég veit ekki alveg hvort hún gerir sér grein fyrir að hún þurfi að hætta á Urðarhóli, það kemur í ljós.

Annars erum við bara að komast í jólaskap á þessu heimili, búin að kaupa allar jólagjafir og jólakortaframleiðslan hafin. Jólaserían fer svo líklega út á næstu dögum og bakstur að hefjast emoticon.

Kjartan verður á rjúpu alla helgina, fer á fimmtudag, svo að við verðum bara tvær í kotinu. Ætli helgin fari ekki í búðarráp, tiltekt og kannski smá bakstur þar sem húsbóndinn á nú afmæli á mánudag.

Sónarmyndirnar af prinsinum koma inn fljótlega (þegar Kjartan nennir að skanna þær inn hehe..)

06.11.2008 20:13

Skvísan flytur...



Vorum að fá það staðfest í vikunni að Silja María er komin með leikskólapláss á Kór sem er hérna rétt fyrir neðan okkur (í Baugakór). Vorum eiginlega búin að gleyma að við hefðum sótt um flutning en við gerðum það um leið og hún byrjaði á Urðarhóli þar sem hann er ekki í hverfinu okkar. Silju Maríu líkar mjög vel á Urðarhóli og okkur foreldrunum finnst hann frábær leikskóli þannig að við vorum pínu treg að taka ákvörðun um hvort við ætluðum að þyggja plássið á Kór eða ekki. Við fórum yfir alla kosti og galla og fórum að skoða Kór í dag og komumst að þeirri niðurstöðu að það yrði líklega best fyrir alla að taka plássið á Kór emoticon . Það er náttúrulega mjög hentugt að hafa leikskólann í næsta nágrenni og svo á Silja örugglega eftir að eignast vini í hverfinu. Líka þegar ég fer í fæðingarorlof verður munur að geta labbað út og sótt hana. Kór er heilsuleikskóli eins og Urðarhóll þannig að stefnan er sú sama og umgjörðin eins. Silja fer á deild sem heitir Tryggðarlundur og þar eru bara börn fædd 2006. Okkur leist mjög vel á deildina og starfsfólkið. Hún byrjar líklega í aðlögun 24. nóvember (eða 1.des).



Fleiri myndir á leiðinni inn emoticon .

  • 1
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45807
Samtals gestir: 13522
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:15:14


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni