Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 September

29.09.2009 13:16

Ný myndbönd..

Jæja þá er ég búin að setja inn nokkur ný myndbönd af Ársæli og má sjá eitt hér að ofan af honum að kafa. Ætla líka að finna myndbönd sem við tókum af Silju þegar hún var lítil og setja inn. Annars er allt gott að frétta af okkur. Ársæll er að byrja á framhaldsnámskeiði í sundi í dag og Silja er alsæl í fimleikunum. Silja er reyndar að fara í háls- og nefkirtlatöku í byrjun okt og einnig á að setja rör í eyrun á henni til að losa út vökva. Við tókum eftir því að hún var byrjuð að heyra illa og er það út af vökvasöfnun í báðum eyrum. Hún hefur samt sem betur fer ekki fengið eyrnabólgu. Svo er hún víst með háls- og nefkirtla á stærð við golfkúlur þannig að það á að fjarlægja þá líka. Þetta verður heljarinnar aðgerð en henni á eftir að líða betur á eftir :o).

Ég er búin að uppfæra vaxtarritið hans Ársæls og setja inn í flokkinn "Í fyrsta sinn". Svo er fæðingarsagan og "Um mig" aaaaalllveg að fara að koma hehehe..

Nýjar myndir koma inn fljótlega, í kvöld eða á morgun.


14.09.2009 12:11

Matargat ;O)

Ársæll Örn er algjört matargat og klára alltaf grautinn sinn alveg sama hvað við setjum mikið í skálina. Hann er líka búinn að þyngjast töluvert frá síðustu skoðun (mér finnst það allavega) og hlakka ég til að heyra nýjustu tölur í skoðuninni á morgun.



Silja María er búin að vera lasin en hún fékk svokallaðn Ristil (veit ekki af hverju þetta heitir það). Ristill er vírus sem er endurvakning á hlaupabóluveirunni. Við vitum samt ekki til þess að hún hafi fengið halupabólu en læknirinn sagði að það geti vel verið að hún hafi fengið vægt tilfelli þegar hún var lítil og við ekki tekið eftir því. Vírusinn sýkir sem sagt taugaenda í baki og myndar litlar bólur á afmörkuðu svæði sem springa og mynda sár. Vökvinn úr sárunum getur smitað þá hlaupabólu sem ekki hafa fengið hana þannig að hún hefur ekkert mátt fara á leikskólann. Hún er nú samt búin að vera mjög hress og ekki fengið hita. Það eru víst 1 af hverjum 4 sem fá þetta eftir hlaupbólu en bara mismunandi mikið. Algengast er að vírusinn taki sig aðeins 1x upp á lífsleiðinni svo að vonandi á hún ekki eftir að fá þetta aftur :O). Hún er búin að vera rosa dugleg að taka meðalið sitt en hún þarf að fá 10ml 4x á dag í viku! Leikskólinn má ekki gefa meðöl þannig að hún verður heima þar til skammturinn er búinn.

Annars var Silja að byrja í fimleikum og er rosalega ánægð og dugleg. Tókum nokkrar myndir sem koma inn síðar. Hún er í krílahóp í Gerplu og verður í allan vetur ;)

Nýjar myndir komnar inn....

Já gleymdi, Ársæll er byrjaður að velta sér á magann og ég náði ákkúrat video af því þegar hann gerði það í fyrsta skipti ;). Núna gerir hann ekki annað en að snú sér og svo verður hann svo pirraður af því að hann getur ekki snúið sér til baka hehehe...


  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni