Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2010 Janúar

08.01.2010 20:13

Gleðilegt nýtt ár :)

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla ;) Soldið langt síðan ég bloggaði síðast og margt búið að gerast síðan þá. Desember var fljótur að líða og jól og áramót tekin með trompi. Pakkaflóðið var mikð kræsingar í hverja máltíð. Ákveðin ung stúlka var mjög spennt og spurði á hverjum degi "hvenær koma jólin". Spennan náði hámarki á aðfangadag og þá fékk daman að fara í prinsessuskóna sína, jólakjólinn og fá krullur í hárið. 



Við fórum til tengdó í mat á aðfangadag og fengum humar, hreindýr og ris a la mande og opnuðum flóð af pökkum í góðu yfirlæti. Síðan héldum við í Nýhöfnina og opnuðum annað eins magn af pökkum þar. Ársæll var alsæll með umbúðirnar af pökkunum en Silja átti ekki til orð og "Váaði" yfir öllu sem hún opnaði ;). Áður en haldið var í Nýhöfnina voru börnin klædd í náttföt og reynt að taka mynd af þeim saman við jólatréið hjá ömmu og afa á Kvisthaganum.



Á gamlársdag vorum við í nýhöfninni ásamt Erlu, Tedda, Ásrúnu Evu, Maríu Dröfn, langafa og langömmu. Þar var því margt um manninn og borðuðum við humarsúpu, nautalund, og eftirrétt. Ársæll fór bara að sofa á sínum tíma kl 20 og svaf af sér allar sprengingar. Silja var í essinu sínu og tók þátt í gleðinni. Við fórum á brennu þar sem Silja var með stjörnuljós og blys og var bara ekkert hrædd við neitt. Dugleg stelpa ;) Hún fór svo aftur út með pabba sínum á miðnætti og horfði á alla flugeldana. 


Ársæll er komin með 6 tennur, fjórar uppi og tvær niðri. Hann er byrjaður að skríða og sýna hvað hann er stór. Bíð bara eftir því þegar hann segir mamma hehehe....

Fullt af myndum komnar inn.....



  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni