Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2006 Júní

30.06.2006 12:53

Á leiðinni út í vagn að lúlla

Silja María var mjög ánægð þegar við sögðum henni að hún hefði eignast nýjan vin í gær. Maja og Bjössi eignuðust lítinn dreng 5 vikum fyrir tíman. Móður og barni heilsast samt vel eftir aðstæðum og koma vonandi fljótlega heim. Innilega til hamingju með snúðinn elsku fjölskylda og við hlökkum til að koma og knúsa hann .

 

21.06.2006 11:10

Búin í 6 vikna skoðun

   


Prinsessan verður 6 vikna á föstudaginn og var í 6 vikna skoðuninni í dag.  Hún er heldur betur búin að vaxa og dafna og er núna orðin 55,5 cm og 4335 gr.  Hún var rosalega dugleg, róleg og grét ekki neitt þó að læknirinn væri að fikta í henni, hún brosti og bara og pissaði á borðið. 

Læknirinn athugaði að allt væri á sínum stað, hlustaði hana, kíkti í eyrun og munninn og hrósaði henni í hástert, ekki að ég sé að monta mig eða neitt þannig en hann sagði að hún væri hin fínasta stúlka og fengi hæstu einkunn

Silja María er alltaf að koma okkur á óvart en hún er byrjuð að hjala við foreldra sína, heldur næstum því alveg haus og gerði tilraun áðan til að setjast upp!!! Gekk ekki alveg, en hún reyndi þrisvar þrátt fyrir það.

Svo skráðum við Silju María í ungbarnasund með vinkonu sinni, Ingu Bríeti, en þær stöllur stinga sér til sunds þann 15. ágúst

Ég stefni á það að setja inn mynd af henni daglega... EF þið verðið dugleg við að kommenta og/eða skrifa í gestabókina
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45807
Samtals gestir: 13522
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:15:14


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni