Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2008 Febrúar

16.02.2008 23:22

Púsluspil....

Kjartan er búinn að eignast nokkra nýja vini í stjórnsýslunni í Kópavogi, en hann er búinn að hringja daglega í bæði yfirmenn dagmæðra og innritunarfulltrúana og miðað við hvernig gengur að koma Silju Maríu að, þá er ekki líklegt að hann fari á jólakortalistann hjá öðrum hvorum þeirra. Við erum búin að tala við Helgu Margréti sem sér um leikskólamál í Kópavogi og segir hún að lítið sé hægt að gera fyrir okkur og finnst okkur það ferlega fúlt. Það er skrítið að ekki sé til neitt "backup" þegar svona mál kemur upp. Við erum einnig búin að senda bréf til yfirmanns hennar og hann segist vera að kíkja á málið, hvað sem það þýðir.

Þá er komið að því að púsla saman næstu viku. Síðasta vika gekk bara ágætlega fyrir sig. Allir eru búnir að vera rosalega hjálpsamir að passa Silju Maríu. Erla frænka tók hálfan dag, svo fór hún upp í bústað með ömmu Lellu og afa Billa í tvo daga og Óskar frændi og Kristín tóku einn dag. En auðvitað gengur þetta ekki til lengdar og við verðum að fá lausn á okkar málum.
Þá er bara að koma saman næstu viku en svo erum við að fara út. Þegar við komum heim kemur í ljós hvort annað okkar verði bara að hætta að vinna???

Á mánudaginn ætlum við og aðrir foreldara sem voru með börn hjá Boggu erum svo að fara að hitta Gunnar bæjarstjóra á mánudag til að fá eitthvað gert í okkar málum og þá kemur svo sannarlega í ljós hvort það sé gott að búa í Kópavogi .

10.02.2008 13:07

Fréttir....



Silja María hefur alltaf verið hörð af sér og vælir ekki að ástæðulausu. Hún er lítið fyrir að láta hugga sig ef hún meiðir sig, hún vill láta kyssa á báttið og þá er allt búið. Núna hefur hún tekið upp á því að peppa sjálfa sig upp. Þegar hún meiðir sig segir hún við sjálfa sig "allt búið, allt búið, allt búið" og hættir að gráta. Svo þegar hún er í baði og ég ætla að fara að skola sjampóið úr hárinu á henni með sturtuhausnum þá stendur hún í miðju baðinu, horfir niður og segir "dugleg, dugleg, dugleg" á meðan ég skola .

Það er mikið sport að tala í símann núna og getur hún blaðrað eins og mesta kjaftakelling. Þegar síminn hringir vill hún tala alveg sama hver er á línunni.

Það er líka voða spennandi að liggja í baðinu og busla. Þá fara eyrun á kaf og hún heyrir ekkert sem maður er að segja við hana. Svo reynir hún að tala við mann og talar þá rosa hátt, frekar fyndið....

Nýjar myndir komnar í myndaalbúm...

08.02.2008 19:37

Leiðinlegar fréttir...


Við fengum þær leiðinlegu fréttir í gærkvöldi að dagmamman hennar Silju, hún Bogga, er mikið veik og verður frá í einhvern tíma. Það lítur út fyrir að Silja María fari ekki til hennar aftur en við vonum að hún fái flýtimeðferð að komast inn á leikskóla. Silja María veit auðvitað ekkert hvað er að gerast og talaði hún nokkrum sinnum um það í dag að fara til Boggu og leika við Össur, Styrmi, Iðunni og Kristínu.

Við óskum Boggu góðs bata og vonum að hún nái sér sem fyrst.....

  • 1
Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45872
Samtals gestir: 13527
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 10:19:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni