Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 Júlí

07.07.2009 20:10

Nýjar myndir

Við vorum að setja inn nýjar myndir af fjölskyldunni.

Annars er það að frétta að Silja María er frá og með síðasta föstudegi hætt að sofa á daginn í leikskólanum en það er stórkostlegur munur á því að koma henni í háttinn síðan að lúrinn var "tekinn af henni".

Svo vorum við Kristín og Ársæll Örn að rúnta niður í bæ á föstudaginn og lendum í því að það er keyrt á okkur emoticon  Bíllinn er í smá hönk (þarf að skipta um innri og ytri stuðara, ljós ofl.) og ég fékk hnykk á bakið sem er að pirra mig núna en Kristín slapp alveg. Ársæll Örn er aftur á móti mesti nagli í heimi því hann svaf bara í gegnum öll herlegheitin - en bíllinn sem lenti á okkur var á c.a. 50 km/klst. Við kölluðum til sjúkrabíl til öryggis (hann er nú bara 2,5 mánaða) og þeir staðfestu það sem við Kristín höfum alltaf vitað, Ársæll Örn er flottastur!

Við Kristín fórum í afmæli til Herborgar á laugardaginn var og komu þau Rúnar og María til að passa krílin okkar - það gekk svona sæmilega vel, en Ársæll er ekkert yfir sig hrifinn af pelanum, finnst náttúrulegu umbúðirnar miklu meira heillandi, lái honum hver sem vill. Næsta laugardag verður svo haldið í brúðkaup hjá Jóni Arnari og Jónu og er hann Ársæll Örn í stífri pelaþjálfun þessa dagana. Hann fer svo í þriggja mánaða skoðun í næstu viku og bíðum við spennt eftir nýjustu tölum.

Svo er fjölskyldan á leið í sumarfrí bráðlega en það verður líklega ekki farið langt að þessu sinni sökum alls og alls... vil ekki breyta þessu í kreppuvælsblogg en það er sennilega skynsamlegast að vera túristi í Reykjavík í sumar - er að panta köreisí gott veður hjá Veðurgunum, koma svo allir.. hugsa það með mér :o)

Meiri fréttir síðar.


  • 1
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45807
Samtals gestir: 13522
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:15:14


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni