Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 Ágúst

24.08.2009 11:30

Fréttir og fleira ;)

Sumarfríð búið og allir komnir í sínu eðlilegu rútínu. Silja var mjög spennt að byrja aftur á leikskólanum og hitta alla vinina, enda orðin hundleið á því að hanga alltaf með mömmu og pabba hehehe...

Ársæll er byrjaður að fá graut á kvöldin áður en hann fer að sofa og finnst það bara æði ;). Virkar líka vel fyrir mömmuna þar sem hann sefur þá oftast alla nóttina, frá ca. 21 til 07. Ársæll er líka byrjaður í sundi og stendur sig vel. Við erum búin að fara í 2 tíma og í næsta tíma á hann að fara í kaf, spennó hehehe....Kjartan hefur farið með hann ofaní en ég og Silja horft á. Við ætlum að reyna að fá pössun fyrir Silju í næsta tíma svo ég geti verið með í köfuninni :).

Við fjölskyldan fórum auðvitað í Latabæjarhlaupið eins og flestir. Kjartan og Silja María fóru líka í 3km skemmtiskokkið og má sjá mynd af feðginunum hér á fleygiferð ;)



Smá gullmolar frá Silju Maríu:

Silja og Ársæll voru bæði að fara í bað. Silja spyr "er ég að fara í bað?" já segi ég "og Ársæll líka?" já segi ég. Þá segir Silja "erum við skítuga fjölskyldan?" hehehe...

Þegar Silja er að tala um rigningu þá segir hún alltaf grátandi rigning í stað grenjandi rigning heheh..

Nýjar myndir komnar inn og myndir úr sundinu koma inn síðar í vikunni :)


11.08.2009 21:02

Gullmolar ;)

Silja María er búin að vera ansi öflug í sumarfríinu og eitt kvöldið var hún mjög óþekk að fara að sofa. Morguninn eftir segir pabbi hennar við hana "Þú varst mjög óþekk að fara að sofa í gær Silja María, hvað eigum við mamma þín eiginlega að gera við þig"? Þá segir Silja " Ég verð bara að fara til læknis og læknirinn segir að ég sé óþekk og gefur mér bara sprautu" hehehehe....

Sama morgun þá erum við öll uppi í hjónarúmi og Silja eins og vanalega á fullu. Kjartan spyr hana hvort hún geti verið kyrr í 1 mínútu. Silja hélt það nú og lagðist á grúfu. Kjartan byrjaði að telja og þegar hann var að komast í 45 sek (sem ég kalla nú bara nokkuð gott) þá segir hún "ohhh ég er orðin svo þreytt á að liggja kyrr" og byrjar aftur að hamast hehehhehe...


06.08.2009 22:38

Sól og sæla..

Fjölskyldan er enn í sumarfríi og nýtur þess í botn. Við byrjuðum á því að fara upp í bústað og vorum þar í góðu yfirlæti og veðurblíðu. Fengum góða gesti og elduðum góðan mat. Annar erum við nú bara búin að vera í Reykjavíkinni og nágrenni. Silja er búin að prófa boltaland í IKEA, Veröldina okkar í Smáralind og Ævintýraland í Kringlunni ehehhehe en hún er mikill orkubolti og þurfa foreldrarnir stundum smá pásu ;)

Ársæll dafnar vel og verður 4ra mánaða í næstu viku. Þá byrjar hann einnig í ungbarnasundi og hlökkum við mikið til þess. Það er ótrúlegt hvað mikið breytist við 3ja mánaða aldurinn. Hann er farinn að fylgjast rosalega vel með öllu sem er að gerast í kringum sig, grípa í hluti og skoða, hlusta á mann, velta sér á hliðina og 2x hefur hann farið að skelli hlægja.

Smá gullmoli frá Silju Maríu:
Silja var að syngja í bílnum og þar á meðal "Í leikskóla er gaman". Hún byrjaði ííííií leik leik leik skóla skóla skóla er er er gam gam gam gaman og svo sagði hún, mamma lagið er bilað og byrjað að syngja annað lag hehehe..

Nýjar myndir komnar inn....


  • 1
Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45610
Samtals gestir: 13510
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 05:43:45


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni