Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2008 Mars

24.03.2008 21:55

Páskahelgi



Allt gott að frétta af fjölskyldunni. Við erum búin að hafa það mjög gott um páskana. Fórum í fermingu á skírdag, upp í bústað á föstudaginn langa og vorum þar í góðu yfirlæti með ömmu Lellu og afa Billa fram á laugardag. Þá fórum við á Þingvelli til Herborgar og Bjössa og gistum þar eina nótt. Allir fengu páskaegg og fullt af góðum mat. Silja María og Inga Bríet voru rosa góðar að leika sér saman og Silja var einkar hrifin af Björnssyni ;O). Á Páskadag fórum við aftur í bæinn til ömmu Maju og afa Rúnars og vorum þar í mat ásamt restinni af fjölskyldunni. Spiluðum fram eftir og Silja María gisti hjá ömmu og afa.

Nýtt myndaalbúm komið inn...

Bless í bili..

17.03.2008 21:42

Leikskólastelpa

Það er að frétta að Silja María er búin að vera í aðlögun á leikskólanum Urðarhóli. Hún byrjaði á þriðjudag í síðustu viku en var svo veik á miðvikudag og fimmtudag. Hún mætti aftur á föstudag og sagði við mig þegar við keyrðum upp að leikskólanum "vei mamma vei" . Ég mætti svo með hana í morgun og hún arkaði þarna um eins og hún hefði hvergi annars staðar verið. Deildin hennar heitir Skýjahóll og vill svo til að Iðunn Ösp sem var með henni hjá Boggu dagmömmu er á sömu deild. Í dag vorum við í ávaxtastund, íþróttum og útiveru. Amma Lella kom svo og sótti skvísuna svo að ég gæti farið í vinnuna. Á morgun á hún að vera án foreldra til hádegis og held ég að það eigi eftir að ganga vel.
 
Við fengum aðeins pláss til 14:30 til að byrja með en vonandi á það eftir að breytast fjótlega. Amma Lella ætlar að reyna að aðstoða okkur og sækja Silju Maríu og vera með hana þangað til foreldranir koma heim úr vinnu.

09.03.2008 15:25

Dásamleg Flórídaferð að baki....



Þá er fjölskyldan í Perlukórnum komin aftur í góða veðrið á Íslandi. Við vorum tvær vikur í kanaveldi ásamt ömmu Lellu og afa Billa og það verður að segjast að þetta sé besta frí sem við höfum farið í. Flogið var til Boston frá Keflavík þar sem snjóstormur tók á móti okkur og á tímabili var tvísýnt um að við myndum lenda. Þetta hafðist nú allt á endum og við eyddum fyrstu nóttinni okkar vel þreytt á Hilton hótelinu á flugvellinum í Boston. Silja María var rosalega dugleg í flugvélinni - eiginlega of dugleg, því hún fór ekki að sofa fyrr en vélin lenti, okkur foreldrunum til mikillar gleði og hamingju.

Daginn eftir var flogið til Orlando og gekk sú flugferð rosalega vel. Silja svaf alla leiðina í fanginu á mömmu sinni og vildi ekki taka það í mál þegar við reyndum að skipta.

Í Orlando gistum við á The Florida Mall hotel. Það var ekkert rosalega leiðinlegt að hafa verslunarmiðstöð á jarðhæð og mældum við gangana alla dagana sem við vorum þar.

Við fluttum svo í einbýlishúsið okkar. Með sex svefnherbergjum, sundlaug, pool borði ofl  það var æðislegt!

Fórum í Disney World, Universal, outlettin og minigolf... og gerðum þessa almennu túristahluti (drukkum bjór og lágum í sólbaði).

Myndirnar eru komnar inn og tala sínu máli.
  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45665
Samtals gestir: 13514
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:56:47


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni