Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 Janúar

13.01.2009 16:28

Myndir myndir...

Loksins komnar inn einhverjar myndir eftir langan tíma. Setti inn 3 ný albúm með myndum af skvísunni og fjölskyldunni. Ekki neinar bumbumyndir komnar enn þá en koma vonandi einhverntíman emoticon  Annars er skvísan lasin og búin að vera síðan á sunnudag. Hún er með hita, ljótan hósta og hor og verður örugglega heima á morgun líka. Hún er orðin ansi leið á því að hanga inni greyið og líka foreldrarnir.


07.01.2009 22:28

Gleðilegt nýtt ár



Vegna fjölda áskoranna þá höfum við sest niður í Perlukórnum og tekið saman hvað hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn - hérna er brot af því :o)

Silja María fór með pabba sínum í bíó í fyrsta skipti í desember. Um var að ræða hópferð með vinnunni hans Kjartans á Madagascar 2 og fengu þau feðginin sér popp og Svala og nutu THX hljómgæðanna. Silja var svo spennt að Kjartan þurfti að fara með hana á klósettið fjórum sinnum. Einu sinni rétt fyrir hlé, tvisvar í hléinu og að lokum þegar 1 mínúta var eftir af myndinni. Hún var svo rosalega ánægð með þetta allt saman að hún má ekki sjá ljón, gíraffa, flóð- eða sebrahest án þess að kalla "Madagascar!", og eitt af uppáhalds lögunum hennar núna er þegar pabbi hennar syngur "ég fíl'að dilla dilla" - það vekur mikla kátínu hjá henni og hún syngur "ég fíla fíla dilla" á móti.

Silja var ekki lengi að fatta þetta með skóinn og gluggann og fékk líka fullt af flottu dóti frá Jólasveininum. Það kom þó fyrir einu sinni að jólaspenningurinn fór alveg með hana og hún var soldið óþekk við að fara að sofa - en þá sögðum við henni einmitt að Jólasveinninn myndi fara framhjá glugganum ef hún myndi ekki vera sofandi upp í rúmi á ákveðnum tíma. Sú stutta þráaðist við og viti menn, hann kom ekki þá nóttina. Við vorum hálf fegin að hann skildi sleppa því að koma frekar en að koma með kartöflu, því við erum hrædd um að henni finnist kartöflur svo góðar að það sé bara í fínasta lagi að fá svoleiðis í skóinn ;o) Hún kippti sér ekkert upp við það að fá ekkert í skóinn, heldur sætti sig við að hún hafði farið of seint að sofa og ekki hlýtt mömmu og pabba og því hafði Jólasveinninn ekki komið - þetta lofar góðu fyrir foreldrana. Hún hafði einu sinni á undan því verið mjög tæp á að fara að sofa á réttum tíma, og við töldum að einn lítill súkkulaði moli myndi vera "smá" í skóinn...en svo reyndist ekki, hún var hæstánægð með litla súkkulaðið sitt, sem kenndi okkur foreldrunum að hlutirnir þurfa ekki að vera rosa stórir og dýrir til að gleðja lítil hjörtu.

Alveg dásamlegt hvað maður lærir mikið af litlu börnunum sínum.

Þær æðislegu fréttir eru líka að Silja María er alhætt með bleyju. Hún hætti að vera með bleyju á daginn í ágúst en var alltaf með á nóttinni, svo í kringum jólin þá var hún búin að vera þurr svo lengi að við kipptum henni af og viti menn... Silja er orðin "stór stelpa".

Svo er hún búin að læra fullt af frösum af okkur og spara ekki hrósið ef henni finnst eitthvað vel gert. Þegar maður klárar matinn af disknum þá heyrist of "Alveg búin(n), flott hjá þér! Dugleg(ur)!" og þegar maður sinnir hinum ýmsu húsverkum má oft heyra í bakgrunni, "frábært hjá þér", en þá er sú stutta búin að vera fylgjast með manni og er greinilega sátt við afraksturinn. Hún er líka rosa dugleg að þakka fyrir sig og er mjög nösk í að vita hvenær hún á að vera "stór" (þegar hún vill gera eitthvað sjálf) og hvenær hún er "lítil" (þegar hún vill láta gera hlutina fyrir sig).

Við erum að vinna í að setja inn nýjar myndir og munum svo (ef þið eruð dugleg að skrifa athugasemdir) koma með fleiri mola úr lífi fjölskyldunnar von bráðar. Læt hér fylgja með mynd sem var tekin af sætustu skvísu bæjarins á aðfangadag emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45773
Samtals gestir: 13521
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 08:35:44


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni