Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2008 Júlí

28.07.2008 00:23

Sumarskvísan 2008



Henti inn nokkrum myndum úr sumarfríinu. Það eru myndir frá bústaðnum og nokkrar myndir af Silju Maríu í dansham. Hún tekur sig til daman og fer í ham og dansar út í eitt. Minnir mjög á "So you think you can dance" hehehe... enda hefur hún mjög gaman að horfa á þann þátt og herma eftir .

22.07.2008 00:27

Sumarfrí og afslöppun



Familían er komin í langþráð sumarfrí og byrjuðum við á því að eyða viku upp í sumarbústað. Við fengum góða gesti í heimsókn, Herborg, Bjössi, Inga Bríet og Kristinn Tjörvi voru hjá okkur í eina nótt og svo komu Erla, Teddi og Ásrún Eva og voru hjá okkur í tvær nætur. Það varð því ekki mikið um "skoðunarferðir" um næsta nágrenni en við skelltum okkur þó í dýragarðinn í Slakka. Það vakti auðvitað mikla lukku hjá yngri kynslóðinni en Silja María og Inga Bríet sýndu einnig góða takta í mínígolfi . Við fengum hið fínasta veður og vorum mikið úti við. Útispilið Kubb var vinsælt og einnig var borðspilið "Ticket to ride" spilað nokkrum sinnum og "Buzz". Við erum ekki búin að plana restina af sumarfríinu en ætlum líklega að ferðast eitthvað innanlands.

Við skelltum okkur í fjallgöngu um daginn á Keili. Við reyndar gegnum bara að fjallinu þar sem við vorum með Silju Maríu með okkur og hún náttúrulega vildi líka labba sjálf . Það tók okkur um 3 klst að ganga að fjallinu og til baka og ég get sagt ykkur að það er ekki auðvelt hehehe... En þetta var góður göngutúr og fengum við rosa gott veður. Myndin hér að ofan er tekin rétt áður en við brunuðum í bæinn.

Set inn nýtt myndalabúm sem er frá lok júní til byrjun júlí...

16.07.2008 13:12

Sól og stuð í sveitinni :o)


Klukkan 11 í morgun var 18 stiga hiti, sól og blíða í bústaðnum og í tilefni þess skelltu Silja og mamma sér í pottinn... Pabbi var snöggur til og smellti mynd með símanum af skvísunni sinni til að deila með ykkur.

04.07.2008 23:42

Fréttir fréttir...



Þá er búið að skíra litlu frænku og hlaut hún það fallega nafn "Ásrún Eva". Það er alveg út í loftið skv. foreldrunum en "rún" vísar kannski smá til Rúnars afa. Athöfnin var haldin hjá ömmu Maju og afa Rúnari sl. sunnudag og gekk mjög vel fyrir sig. Silja María var reyndar orðin veik og sofnaði strax eftir athöfnina og svaf alla veisluna. Ég er líka búin að vera lasin og pabbinn hálf slappur. En allir að koma til núna sem betur fer.

Á myndinni má sjá frænkurnar í eins náttfötum sem mömmurnar keyptu í verslunarferðinni til Boston fyrir jólin . Silja María er rosalega góð stróra frænka og vill knúsa og kyssa Ásrúnu Evu öllum stundum. Hún er voða dugleg að rétta henni snuðið og vill helst gera allt eins og hún. Þær verða góðar saman í framtíðinni .

Annars er allt gott að frétta. Við förum fljótlega að fara í sumarfrí og ætlum held ég bara að ferðast eitthvað innanlands. Annars er ekkert ákveðið, held að við látum veðrið bara ráða ferðinni.

Er búin að setja inn 2 ný myndaalbúm.....

Bless í bili..


  • 1
Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45872
Samtals gestir: 13527
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 10:19:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni