Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2007 September

19.09.2007 10:18

Nýjar myndir ;)


Nýjar myndir eru komnar inn. Röðin á þeim er eitthvað smá í rugli en ég laga það við tækifæri :). Ef einhver er ekki búin að fá lykilorðið að myndasíðunni þá endilega sendið inn beiðni.

Læt hér fylgja með eina mynd þar sem Silja María liggur í fatboyinum sem pabbi hennar keypti handa henni að horfa á Baby TV. Henni finnst lang skemmtilegast að horfa á lögin og syngja með .

05.09.2007 22:54

Smá langloka af Silju Maríu ;)

Silja María er farin að tala ansi mikið þó að hún sé ekki farin að mynda setningar. Hún er farin að geta sagt flest nöfn í fjölskyldunni eins og Kjartan (tatan), Kristín (distín), Afi (avi), Amma, Teddi, Erla (edla), Óskar (ókkar), Siggi (iggi), Lella og auðvitað mamma og pabbi. Hún er meira að segja farin að nota pabba orðið mikið og segir varla lengur mamma hehehe...

Silja María er orðin rosalega dugleg að syngja. Hún syngur voða mikið í bílnum og þá heyrist í henni "ba búm, ba búm, tralla lalla lalla la" eða "oja oja ahaha" og þá bæti ég við og syng restina af laginu. Hún er líka farin að þekkja hrynjandann í mörgum lögum og þó að hún kunni ekki textann þá raular hún með og syngur með orðum sem hún þekkir eins og krakkar (gakkar) mamma, þramma (þamma) og kreik (geik) úr laginu "Allir krakkar" og vel, stél (dél), haf (hav) úr "Litlu andar ungunum". Hún kann líka Stubbalagið og syngur með Lala og Pó (bó). Ef ég syng "Höfuð, herðar, hné og tær", þá tekur hún utan um höfuðið og beygir sig svo niður og tekur í tærnar sem er bara krúttlegt. Svo þegar lagið er búið segir hún veiiii og klappar saman höndunum.

Um daginn lærði hún að segja meiddi. Hún klemmdi sig á einum putta þannig að það blæddi smá og ég náttúrulega sagði "má mamma sjá meiddið?" og ég skoðaði það og þurrkaði blóðið. Ef hún meiðir sig eitthvað núna og ég spyr hvort ég megi sjá meiddið þá hættir hún alltaf að gráta og sýnir mér puttan og segir meiddí heheh...

Vinsælasta orðið þessa dagana er Nei. Ef maður spyr hana að einhverju segir hún oftast nei en meinar í flestum tilfellum já. Stundum segir hún nei nei nei, sem er frekar fyndið, en ég sagði það stundum við hana þegar hún var yngri ef hún mátti ekki eitthvað. Stundum segir hún haa með voða saklausum svip sérstaklega ef verið er að segja við hana að hún megi ekki eitthvað.

Silju Maríu kítlar soldið og segi ég stundum gúllí gúllí þegar ég kítla hana aðeins. Hún er nú farin að taka upp á þessu líka og ef hún sér tásur eða bert hold þá kemur hún hlaupandi og segir gúllí gúllí gúllí. Hún gerist meira að segja svo gróf að lyfta upp bolnum hjá manni, potar í magann, segja bumba og svo gúllí gúllí hehehe...

Silja er farin að skija flest allt sem sagt er við hana. Hún þekkir flest dýrin og getur sagt bra bra (baba),voffi og kisa (disa). Hún þekkir líka allt á andlitinu og getur sagt auga (auja). Þegar hún sér klukku þá segir hún tikk takk (tik tak) en það var afi Rúnar sem kenndi henni það. Hún er farin að láta okkur vita þegar hún er búin að kúka. Þá kemur hún og tekur í bleyjuna og segir kúka. Hún kann að segja hæ, bæ og halló en notar það svona við sína hentisemi. Svo finnst henni mjög gaman að fara í bað. Ef ég segi "viltu koma í bað" þá segir hún bað bað (ba ba) og hleypur inn á bað og þá er ekki aftur snúið.

Önnur orð sem hún er farin að segja eru; taka (daka) þegar þegar hún vill láta taka sig, sitja (dita) þegar hún vill sitja eða fara í barnastólinn sinn, dudda þegar hún vill snuðið sitt, datt þegar eitthvað dettur hjá henni eða að hún kastar því í gólfið, labba þegar hún vill fara úr barnastólnum eða t.d. úr kerrunni, hérna (hénna) þegar hún er að rétta manni eitthvað, ljósið (ósi), loka (oka), laga (laja) og fram (fam) þegar hún vill fá okkur fram úr rúminu hehehe..

Svo er reyndar eitt orð sem hún notar mikið og það er nammi. Það þýðir matur og þá kallar hún nammí nammí og hleypur inn í eldhús og bendir á ísskápinn. Þá á maður að gefa henni að borða og það helst á sömu sekúndu.

Jæja ég held að þetta sé nóg í bili. Ég er örugglega að gleyma einhverjum orðum en Silja María er rosaleg dugleg að tala og er alltaf að koma eitthvað nýtt frá henni. Hún er líka orðin mjög dugleg að herma eftir manni

  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45665
Samtals gestir: 13514
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:56:47


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni