Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2007 Nóvember

24.11.2007 17:14

Til hamingju pabbi :)

Hann pabbi minn á afmæli í dag og langar mig að óska honum innilega til hamingju með daginn. Ég og mamma bökuðum súkkulaðiköku handa honum í tilefni dagsins.

Knús og kossar

Silja María

21.11.2007 12:37

Duglegust...


Silja María var í 18 mánaða skoðun í morgun og var hún rosalega dugleg. Hún var 9930g og 82cm. Hún er nú frekar í léttari kantinum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún er líka alltaf á ferðinni og situr sjaldan kyrr. Silja gerði flest allt sem hjúkkan og læknirinn báðu hana um og svo söng hún og hljóp um allt. "Greinilegt að allt er í lagi hjá þessu barni" eins og læknirinn orðaði það. Hann mælti með því að við myndum svo láta kíkja í eyrun á henni eftir ca 6 vikur bara til að ath hvort það væri ekki allt í lagi út af því að hún var með byrjandi eyrnabólgu á öðru eyra þegar hún fékk sýklalyfin. Silja María fékk líka sprautu og var það nún lítið mál fyrir dömuna. Eitt "Á" og málið var dautt hehehe..... Hún gæti fengið hita og útbrot af sprautunni eftir 5-12 daga en við náttúrulega vona að svo verði ekki .

12.11.2007 20:40

Fugl í frystinum og Silja María komin á lyf....

Jæja þá er Kjartan komin heim úr veiðiferðinni og við búin að skipta um vakt. Var ekkert smá fegin að komast í vinnuna í morgun þó að ég sé eiginlega orðin lasin sjálf  . Silja María er enn lasin og fór ég með hana á læknavaktina á Smáratorgi seinnipartinn í gær því hún var enn með hita. Þar kíkti læknir í eyrun á henni, hálsinn og hlustaði hana. Hann sagði að ekkert væri að henni fyrir utan augnsýkinguna sem hún er enn með og sagði að þetta ætti lagast á næstu dögum og hitinn ætti að fara lækkandi. Í gærkvköldi rauk hitinn svo aftur upp í tæplega 39°C en var samt aðeins lægri en hann hafði verið. Hún var svo hitalaus í morgun en enn með augnsýkinguna. Ég fór í vinnuna og þar var mér sagt af reyndari mömmu að það þýddi ekkert að fara með barn á læknavaktina heldur ætti ég bara að panta tíma á vaktinni hjá barnalæknunum í Dómus. Við gerðum það og fórum með hana áðan, en þá var hún komin með 38, 5 stiga hita aftur. Þar skoðaði læknir hana og sá að hún var með vökva í báðum eyrum (sem er víst eðlilegt þegar börn eru kvefuð) og að byrja að fá bólgur í annað eyrað. Svo var hún hlustuð og viti menn hún var komin með í lungun. Lækninum fannst hún anda svo grunnt og vera móð þannig að hann vildi setja hann á astmalyf. Silja þarf því núna að fá sýklalyf 3 sinnum á dag og púst 4 sinnum. Við kviðum soldið fyrir því að gefa henni pústið af því að það þarf að setja það bæði yfir munn og nef og svo þarf hún að anda þrisvar að sér. Pabbi hennar var svo sniðugur að sýna henni hvernig hún ætti að gera og þá vildi hún endilega prófa og þetta gekk líka alveg eins og í sögu . Svo fannst henni sýklalyfið bara gott á bragðið heheheh....
En alla vega kennir þetta manni að fara bara beint til barnalæknis með ltila gríslinga....

Kjartan fer líklega aftur á veiðar næstu helgi og vona ég bara að Silja verði orðin góð (annars fær hann ekki að fara hehehe...)

Annars er Silja María 11/2 árs í dag sem þýðir að við foreldrarnir eigum 2 ára brúðkaupsafmæli . Við þökkum kærlega allar kveðjurnar.

09.11.2007 20:40

Algjör skyrgámur...



Silja María er alveg sólgin í skyr og borðar það daglega. Henni finnst bláberjar skyr.is best en stundum breyti ég til og gef henni jarðaberja eða vanillu. Eins og sést þá kemur ekkert annað til greina en að borða sjálf og er hún mjög sátt við það. Svo þegar hún er búin að fá nóg þá er sullað aðeins við mikla gleði heimasætunnar en ekki alveg eins mikla gleði foreldranna .

Silja María er búin að vera veik síðan á þriðjudag. Þá sótti ég hana til dagmömmunnar og var hún komin með sýkingu í bæði augun. Ég hringdi á heilsugæsluna og þeir vildu að ég kæmi með hana. Læknirinn kíkti á hana og sagði að þetta væri bara augnsýking sem færi á nokkrum dögum, hún væri ekki með neitt í eyrunum og ekki með hita. Ég fékk eitthvað krem til að setja í augn hennar tvisvar á dag. Á þriðjudagskvöldið var hún komin með smá hita þannig að ég var ekkert að setja hana til dagmömmunnar á miðvikudag og var heima með hana. Hún fékk svo hósta og mikið nefrennsli með þessu. Hún er búin að vera rokkandi í hita síðan á þriðjudag og er yfirleitt nánast hitalaus á morgnana en fær svo 39 stiga hita á kvöldin. Hún er annars voða hress og lætur veikindin ekki mikið á sig fá. Hún lítur mjög laslega út þar sem hún er enn með sýkingu í augnum. Hana langar mikið að fara út  og ég er líka að verða geðveik á inniverunni. En það lítur ekki út fyrir að við getum farið út um helgina. Kjartan fór til Siglufjarðar í gær að skjóta rjúpur og er núna á leiðinni á Mývatn. Hann er ekki væntanlegur heim fyrr en á sunnudaginn.

Annars er komið inn nýtt myndaalbúm ykkur til skemmtunar 

  • 1
Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45850
Samtals gestir: 13525
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:58:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni