Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2008 Apríl

14.04.2008 20:17

Af klósettferðum og herbergismálum


Silja María er farin að láta okkur stundum vita þegar hún þarf að pissa. Við höfum ekkert verið að þjálfa hana en henni finnst klósettið mjög spennandi. Við keyptum Dórusetu í USA og finnst Silju hún vera mjög flott ;O). Við erum búin að setja hana nokkrum sinnum á klósettið en hún hefur bara tvisvar sinnum pissað. En þetta kemur bara með tímanum og á örugglega ekki eftir að vera vandamál miðað við hvað hún er spennt fyrir þessu.

Silja María er nýbyrjuð á því að vilja sjá í bleyjuna þegar hún er búin að kúka. Ég var nú ekkert allt of til í að sýna henni bleyjuna og sagði bara að þetta væri ullabjakk og hún ætti ekkert að sjá þetta. Þegar ég var búin að skipta á henni og var að setja kúkableyjun í poka segir Silja "Oj  skítur"  og bendir á bleyjuna hehehe.... Í kvöld bað hún svo aftur um að sjá bleyjuna og ákvað pabbi hennar að sýna henni kúkinn . Hún lítur í bleyjuna og eina sem heyrist frá henni er "Úff" heheh...

Það er þegar orðið ljóst hver stjórnar heimilinu. Silja er farin að siða okkur foreldrana til. Hún bannaði pabba sínum að vera úti á sokkunum um daginn og svo segir hún mjög ákveðin og bendir á okkur "Mamma, má ekki kasta" eða "Pabbi, má ekki ýta" og svo frv.

Þá erum við loksins búin að taka herbergið hennar Silju Maríu í gegn. Hún fékk nýtt rúm í fyrirfram afmælisgjöf frá ömmum sínum og öfum og við keyptum eitt og annað sem vantaði í herbergið hennar. Við ákváðum svo að mála tvo veggi græna og fá smá lit í herbergið. Silja er mjög dugleg að sofa í rúminu sínu og hefur það ekki verið neitt vandamál þó að hún geti farið sjálf fram úr. Fyrsta kvöldið kom hún nokkrum sinnum fram en var þó alltaf til í að fara inn í rúm aftur. Næsta kvöld fór hún tvisvar fram úr en var bara inni hjá sér að leika . Síðan þá hefur hún ekkert komið fram. Þegar hún fer í rúmið lesum við annað hvort fyrir hana eða að hún fær að skoða bækur í hálftíma og svo fer hún bara að sofa. Algjört draumabarn hehehe...

Nýtt myndaalbúm komið inn. Það er samt eitthvað vesen í gangi og það eiga að vera 80 myndir í albúminu en það koma bara 30 myndir inn. Læt vita þegar það kemst í lag....

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni