Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2007 Júlí

30.07.2007 13:22

Sumarfrí í Danmörku

Hæ öll.

Þá er fjölskyldan komin heim frá Danaveldi og rétt að rekja ferðasöguna (svona í grófum dráttum)...

Við fórum út á miðvikudagsmorgni og vöknuðum kl. 5 um nóttina/morguninn (eftir því hvort þið eruð A eða B manneskjur ). Silja María var í banastuði og vissi greinilega að eitthvað mikið spennandi væri framundan. Óskar frændi skutlaði okkur til Keflavíkur og allt gekk í ljómanum í Leifsstöð. Fórum í flugvélina og fengum auka sæti fyrir Silju. Henni fannst svona líka rosalega gaman í flugvélinni og hló og lék sér alla leiðina.... einu skiptin sem hún grét eitthvað var þegar við foreldrarnir vorum að reyna fá hana til að fara sofa. Komum til Köben í rjómablíðu, logn og sól. Tókum leigubíl á hótelið okkar sem var í Fredriksberg og Silja María enn vakandi. Hótelið var mjög snyrtilegt og fínt en svona helst til lítið herbergið okkar, en það var aldrei planið að hanga á herberginu... ó nei. Fórum beint út og tókum lestina á Kongsens Nytorv þar sem við hittum Herborgu, Bjössa og Ingu Bríeti. Inga Bríet var víst búin að spyrja mikið um Silju og þær féllust í faðma þegar þær hittust... hlupu um allt og léku sér.

Síðan tókum við ferðamannapakkann á þetta... H&M, Fields og Magasín tekin í gegn og kortin straujuð duglega... Fórum í Tívolí og dýragarðinn og tókum haug af myndum.

Áttum semsagt yndislega viku í landi Bauna þar sem Silja María heillaði alla upp úr skónum með því að segja "Hej" í tíma og ótíma... brosti blítt í áttina að fólki og uppskar mörg bros og "Hej" tilbaka... væri synd að segja annað en að hún væri lítið Sjarmatröll (Copyright Bubbi Morthens ehf. / Idol.is)

Búið að setja inn 3 myndaalbúm úr ferðinni. Eitt úr Tívolí, eitt úr dýragarðinum og eitt "almennt" Danmerkuralbúm ... vonum að myndirnar sýni hvað það var gaman hjá okkur.

14.07.2007 15:06

Pabbi og Silja María í Húsdýragarðinum

Hæ hæ

Það er heilmikið að frétta af fjölskyldunni í Perlukórnum. Silja María fór með ömmu (Maju) sinni og afa (Rúnari) í sumarbústað  í Fellskoti frá 1. júlí til 5. júli og fannst rosalega gaman. Hún fór með þeim í dýragarðinn í Slakka, í sund, bíltúra, göngutúra, á Flúðir og fl. Þann 5. júlí fór hún svo í bústaðinn til hinnar ömmu sinnar og afa (sem var rétt hjá) og var þar helgina 5. júlí til 8. júlí meðan mamma og pabbi fóru í brúðkaup í varmahlíð. Silju Maríu finnst rosalega gaman að vera í sveitinni og finnst dýrin rosa spennandi. Við foreldrarnir fengum að kynnast því þegar við fórum með hana í fyrsta skipti í húsdýragarðin. Hún var svo spennt að hún titraði hehehe.... Henni var nú samt ekkert um það þegar haninn galaði við hliðina á henni . Ég er komin í sumarfrí svo að við mæðgurnar erum búnar að spóka okkur í verðurblíðunni. Við erum búinar að fara á laugaveginn, sund, garðinn hjá ömmu og afa á Víkurbakkanum (amma er líka í sumarfríi), göngutúra og fl. skemmtilegt. Silja María elskar að vera úti og ekki annað hægt þegar verðrið er svona gott. Silja er alltaf að læra eitthvað nýtt er komin á það tímabil að það er hægt að segja henni að gera eitthvað og þá gerir hún það. Ég ætlaði að kenna henni að senda fingurkoss og sýndi henni það einu sinni og hún bara gerði það strax og núna sendir hún fingurkossa til allra hehehe... Hún er líka alltaf að læra ný orð og liggur við að það komi nýtt orð á hverjum degi. Það er alveg æðislegt að fylgjast með henni og hún vekur lukku hvar sem hún kemur . Svo erum við að fara til Danmörku næstu viku og hlökkum við mikið til að fara með prinsessuna til útlanda. Herborg og Bjössi eru úti núna og Herborg sendi mér sms um daginn og sagði að Inga Bríet hefði verið að spyrja um Silju Maríu (ótrúlega krúttlegt). Þær eiga eftir að skemmta sér vel saman.

Nýjar myndir komnar inn

Bless í bili...

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni