Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 Júní

21.06.2009 23:00

Sætustu systkinin



Ársæll Örn krúttari dafnar vel og lætur lítið hafa fyrir sér. Hann fór í 9 vikna skoðun í síðustu viku og er orðinn 60cm og 5335g. Hann er voðalega brosmildur og finnst honum mjög gaman ef einhver er að spjalla við hann. Hann er líka farinn að hjala mikið og taka mjög vel eftir.

Á 17. júní skelltum við okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn meða ömmu Maju, afa Rúnari og Sigga frænda. Það var rosa gaman enda frábært veður og hæfilega margir. Við borðuðm síðan saman í Nýhöfninni.

Kristín, Silja María og amma Maja tóku þátt í Kvennahlaupinu í Garðabæ og hlupu 2km. Silja var rosalega dugleg og hljóp næstum alla leiðina. Hér fyrir neðan er linkur á mynd sem birtist á síðu Sjóvá af Silju Maríu og ömmu Maju.

Myndin á Sjóvá.is

Einn gullmoli að lokum. Amma Lella var að spyrja Silju Maríu hvort dúkkan hennar ætti ekki nafn. Hún hefur hingað til ekki vilja gefa dúkkunum sínum nöfn og heita þær bara dúkka. Þá svaraði sú stutta "það er ekki búið að presta hana" hehehe...

Læt hér eina mynd af systkinunum fylgja með og má segja að hún sé lýsandi fyrir samskipti þeirra systkina - einnig eru nýjar myndir komnar í myndaalbúm....


11.06.2009 23:01

Skírn, fréttir, myndir og fl.



Það er í fréttum að litli kútur er búin að fara í 6 vikna skoðun (þó hann hafi ekki verið nema 5 vikna og 2ja daga) og er hann orðin 57cm og 4730g. Það er bara mjög fínt skv. hjúkkunni og dafnar hann vel. Það þurfti að brenna fyrir opið í naflanum hjá honun og tók hann því með stakri ró. Ég hef líka tekið eftir að hann er með lítnn spékopp vinstra megin og er það ótrúlega krúttlegt þegar hann brosir.

Eins og flestir vita þá skírðum við 31. maí og má allar upplýsingar um hana finna hér til hliðar. Pilturinn fékk nafnið Ársæll Örn og er því alnafni afa síns. Afinn var auðvitað voða stoltur með það. Skírnin heppnaðist vel í alla staði og viljum við þakka öllum fyrir piltinn og komuna.

Silja María er orðin stór stelpa og í tilefni af því þá hætti hún með snuð á 3ja ára afmælisdaginn sinn. Hún er nú löngu hætt að nota snuð á daginn en hefur fram að þessu fegnið að sofa með það á nóttunni. Við vorum búin að undirbúa hana og hún samþykkti að henda duddunni í ruslið á afmælisdaginn. Þegar svo að því kom þá var hún nú ekki alveg á því að hún væri orðin stór. Við tók smá bardagi fyrsta kvöldið en eftir það hefur hún ekkert beðið um dudduna. Dugleg stelpa ;).

Silja fór á fimleikanámskeið hjá Björk með Kolku Rún frænku sinni og stóð sig rosalega vel. Myndir frá því má finna í maí albúmi. Við erum einnig búin að setja hana á biðlista hjá Gerplu þar sem það er nær okkur en hann er víst rosa langur. Vonandi kemst hún á eitthvað námskeið í haust.

Fullt af myndum úr skírninni komnar inn...


09.06.2009 18:18

Nýtt lúkk

Sæl öll.

Eins og flestir taka eftir þá hefur útlitið á síðunni breyst "aðeins".

Endilega bendið okkur á það sem betur má fara en við eigum eftir að skrifa inn meira texta um Ársæl (sbr. það sem komið er inn hjá Silju), setja inn skírnarmyndirnar, uppfæra ættartréið ofl.

Allir linkar sem vísuðu á heimasíðu lítilla krútta má finna undir "Litlir vinir" á hlið síðunnar.... ítreka - allar ábendingar vel þegnar ;o)

Kristín mun henda inn fréttum og myndum í vikunni.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni