Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2009 Apríl

17.04.2009 22:59

Vísitölufjölskyldan ;)




Þá erum við mæðginin loksins komin heim í faðm fjölskyldunnar. Prinsinn var tekinn með keisara kl: 20:39 mánudaginn 13. apríl. Þessi dagur hefur verið viðburðaríkur í fjölskyldunni en við Kjartan byrjuðum saman þennan dag fyrir 5 árum síðan og fyrir 4 árum bað hann mín og ég sagði já emoticon . Einnig á Andrea Ösp stórfrænka í DK afmæli þennan dag.

Pilturinn var aðeins stærri en við áttum vona á en hann var 3950g (16 merkur) og 54cm, veit ekki alveg hvaðan þessi stærð kemur en þess má geta að systir hans var aðeins tæp 13 merkur og 49,5cm. Hann er samt rosalega fíngerður og nettur og alveg yndislegur í alla staði emoticon . Hann er voða vær og sefur mest allan sólarhringinn. Hann gleypti smá skítugt legvatn þegar verið var að ná í hann og fékk sýkingu í annað lungað. Hann var því á vökudeildinni í 3 daga til eftirlits og sýklalyfjagjafar.

Ég hef það annars bara mjög fínt og líður miklu betur núna en eftir síðasta keisara. Veit ekki hvað það er en ég finn miklu minna til í skurðinum og get gert miklu meira. Vona því að ég eigi eftir að jafna mig fljótlega.

Silja María er í skýjunum með litla bróður og er alltaf að kyssa hann og knúsa, stundum heldur til of mikið hehehe.... Hún vill alltaf vera að sýna honum hitt og þetta og segja honum frá því sem hún er að gera, skilur kannski ekki alveg hvað hann er lítill.

Ég á svo eftir að setja inn flokkana "um mig" og " fæðingin mín" fljótlega.

Nýjar myndir komnar inn.....


14.04.2009 21:08

Örfrétt

Litli kútur og Kristín eru enn upp á spítala og verða þar næstu daga, vonandi fá þau að koma heim á fimmtudaginn en það gæti dregist fram á föstudaginn...þannig að þið sem viljið sjá piltinn verðið að láta myndirnar sem ég var að setja inn duga emoticon

Annars langar mig að þakka ykkur fyrir allar fallegu kveðjurnar algjört æði að finna hvað maður á marga góða vini emoticon

Lofa að við skrifum langa ritgerð um fæðinguna, aðdraganda hennar og afrakstur von bráðar

07.04.2009 22:17

Fyrir forvitna...

Kristín er enn ólétt og sá stutti virðist ekkert vera að flýta sér í heiminn...

Þar af leiðir vil ég benda öllum sem voru búnir að veðja á dagsetningar fyrir 8. apríl vinsamlega að gefa sig fram svo þeir geti millifært á framtíðarreikning þess stutta...

Einnig vil ég benda þeim sem vilja hafa áhrif á nafnið að hægt verður að leggja inn á sama reikning upphæð að eigin vali ásamt tillögu að nafni sem skýringu millifærslu og mun það nafn með hæsta innleggið verða valið þegar að skírnardegi kemur.

Kveðja,
Kjartan
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni