Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Flokkur: Blogg

09.03.2007 09:25

Nýjustu fréttir

Hæ hó

Daman fór í skoðun í gær og var öll hin kátasta. Hún sýndi lækninum öll trixin sem hún kann og lék á alls oddi, reyndi m.a. að borða hlustunarpípuna hans . Hún mældist 72,5cm og 8330g sem er bara nokkuð gott og er hún alveg að ná kúrfunni sinni í þyngd. Ælurnar hennar hafa minnkað mikið okkur foreldrunum og henni til mikillar ánægju. Silja María er ansi dugleg að hreyfa sig og getur vart verið kyrr í nokkrar sekúndur. Hún er farin að labba meðfram öllu og ýta hlutum á undan sér og labba með. Hún er búin að uppgötva DVD safnið og finnst mjög gaman að tæta þar . Hún er orðin ansi flínk við að opna skápa og skúffur og höfum við foreldrarnir bara notast við heimatilbúnar barnalæsingar eins og límband hehehe....

Myndavélin er enn í viðgerð og ég veit ekki hvenar hún verður tilbúin. Verðum helst að fá lánaða myndavél einhverstaðar hmmm...

Silja María er búin að vera í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum þegar ég er í vinnunni og líkar henni það mjög vel. Við vorum að fá að vita það að Silja kemst ekki að hjá dagmömmunni í vor eins og var búið að segja okkur heldur ekki fyrr en í haust . Veit því ekki hvernig þetta mál fer en við erum búin að hringja í nokkrar dagmömmur  sem mælt var með og alls staðar er biðlistinn langur...... Kannski verð ég bara að hætta að vinna og vera heima með Silju í sumar hehehe....

bæ í bili

01.03.2007 10:33

Til hamingju með afmælið Óskar frændi ;O)

Hann Óskar stóri frændi minn á afmæli í dag og er orðinn 17 ára . Innilega til hamingju með daginn og vonandi fæ ég að fara með þér í bíltúr fljótlega .

Knús og kossar

Silja María

23.02.2007 08:18

Til hamingju með afmælið afi ;O)

Afi Rúnar á afmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn .

Sjáumst í kvöld.......

Knús og kossar

Silja María

19.02.2007 08:16

Til hamingjum með afmælið Inga :)

Inga Bríet stórvinkona mín á 1 árs afmæli í dag

Innilega til hamingju með daginn og hafðu það sem allra best í dag

Sjáumst svo næstu helgi í afmælisveislu

Knús og kossar

Silja María

13.02.2007 15:08

Fréttir...

Þá er daman orðin 9 mánaða og einum degi betur. Ég átti að fara með hana í vigtun í gær en steingleymdi því. Hún er alveg að þyngjast og ælurnar hennar hafa minnkað þannig að ég fékk bara tíma fyrir hana í 10 mánaða skoðun þann 8. mars. Silja María er orðin rosalega dugleg og er farin að standa upp við hvaða tækifæri sem gefst og er farin að fikra sig áfram á milli staða, t.d. frá sófaborðinu að sófanum. Hún kann að segja mamma, dadda, datt og eitthvað fleira sem við foreldrarnir erum ekki farin að skilja enn þá .  Svo er hún að fá 2 tennur í viðbót í efrigóm, sitthvoru megin við framtennurnar. Sem sagt komin með 7 tennur skvísan. Ég er svo að byrja að vinna 15. febrúar og verður Sillja María í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum þangað til pláss losnar hjá dagmömmunni. Það verða örugglega viðbrigði en svona er gangur lífsins....

Myndavélin okkar er orðin biluð aftur þannig að hún verður að fara í viðgerð og ekki veit ég hversu langan tíma það tekur. Það verða því engar myndir þar til við fáum hana aftur .

31.01.2007 11:06

smá update!

hæhæ

Er að reyna að setja teljara sem telur niður í afmælið hennar Silju Maríu en það er ekki alveg að virka hehehe... Kann ekki að taka það út þannig að þetta verður bara að vera svona þangað til Kjartan kemur heim .

Silja María stóð upp tvisvar í rúminu sínu í dag og var mjög montin með sjálfa sig, brosti og skríkti hehe..

Er líka búin að setja link inn á Gumma og Hulduson. Síðan er reyndar læst en hægt er að skoða mynd af prinsinum á forsíðunni.

bæb

 

29.01.2007 12:32

Allt að gerast :O)

Hæhæ

Það er mikið að gerast hjá Silju Maríu þessa dagana. Hún er komin með tvær nýjar tennur, uppi hægra megin og tönn númer þrjú niðri vinstra megin. Daman sem sagt komin með fimm tennur . Hún er farin að geta sest sjálf upp úr hvaða stellingu sem er og svo er hún líka farin að standa upp . Eins og einhverjir vita vorum við Kjartan í London yfir helgina og það er greinilegt að sú stutta hefur haft það mjög gott hjá ömmu sinni og afa. Við keyptum eitthvað af fötum á skvísuna, en aðallega eitthvað fyrir sumarið. Svo keyptum við handa henni litla babyborn dúkku fyrir eins árs og var hún rosa glöð með hana. Tók nokkrar myndir af henni með dúkkuna og reyni að setja þær inn fljótlega (eins og allar hinar myndirnar síðan í desember hehehe....)

Silja María eingnaðist nýjan leikfélaga um helgina en Gummi og Hulda eignuðust yndislegan dreng þann 26. janúar og óskum við þeim innilega til hamingju .

Ekkert fleira í bili......

bæb

 

16.01.2007 15:42

Nýjustu tölur :)

Silja María var í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru þessar: Hún er orðin 7590g og 69cm. Hún er í léttari kantinum en það er líklega út af ælunum hennar. Svo er hún byrjuð að hreyfa sig mikið þannig að hún þyngdist ekki nema um 400g síðan í 6 mánaða skoðuninni. Vanalega er svo ekki skoðun fyrr en við 10 mánaða aldurinn en hún á að mæta í vigtun þegar hún er 9 mánaða til að fylgjast með þyngdinni. Okkur var bent á að við gætum talað við meltingarsérfræðing ef við vildum en ekkert nauðsynlegt þar sem hún er enn innan marka. Vonandi að hún verði búin að þyngjast meira þegar við förum með hana eftir mánuð. Svo er hún með einhverja þurrkubletti á líkamanum sem gæti verið út af einhverju sem hún er að borða. Við þurfum því að passa hvað við gefum henni. Hún má t.d. ekki borða tómata (þar fer lasagnae sem henni finnst mjög gott), kíwi, fisk, egg, safa og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Við erum byrjuð að gefa Silju skyr og það er eitt  af hennar uppáhalds. Hjúkkan á heilsugæslunni var nú ekki ánægð með það, fannst hún of ung til að byrja í skyrinu !!!!

Jæja, bless í bili.......

07.01.2007 11:59

Ný tönnsla ;)

Vildi bara láta ykkur vita að Silja María er búin að fá tönn númer þrjú . Hún er vinstra megin uppi. Hún er búin að vera soldið pirruð síðustu daga og er þetta vonandi ástæðan hehehe... Tönnin hægra megin fylgir svo örugglega fast á eftir . Einnig er vert að minnast á það að sú stutta er orðin ansi kræf. Ég var að baða hana í gær og hún ætlaði bara að standa upp. Hún greip í brúnina á balanum og gerði sig líklega til að standa. Það tókst svona til hálfs hehe...Hún er mjög handsterk og er örugglega ekki langt í að hún fari að standa í fæturna við hvaða tækifæri sem gefst.

07.11.2006 08:07

Nýtt myndaalbúm

Jæja gott fólk... myndaæðið á Leirubakkanum heldur áfram og við Kristín búin að setja inn fyrsta myndaalbúm nóvembermánaðar (Enda ekki seinna vænna kominn 7. nóv ).

Myndirnar tala sínu máli...

 

Að lokum er það spurning um smá óformlega könnun... ef að barnið þitt segir "a*fruss*bbb*meira fruss*iiííí" meinar það ekki alveg örugglega pabbi? Jafnvel þótt að á heilli kvöldstund þá endurtaki það ekki orðið? Þótt að pabbinn sitji og segi aftur og aftur (og aftur og aftur) "Pabbi" við það?

 

Endilega viðrið ykkar skoðanir um málið?

31.10.2006 11:57

Myndir !!!

Halló

Síðasta októbermyndaalbúmið er komið inn og líka eitt video af skvísunni þar sem hún var í miklu stuði. Það er svolítið stórt og ekki fyrir alla að hlaða inn en við ætlum að reyna að hafa þau minni í framtíðinni :)

09.10.2006 23:27

Fréttir af dömunni

Hæ hó

Þá er daman búin að fara í skoðun og fékk mjög góða einkunn. Hún er orðin 6830g (búin að þyngjast um 3600g) og 65cm (búin að stækka um heila 15,5cm). Hjúkrunarkonan trúði ekki að hún væri orðin svona löng og vildi mæla hana aftur, en 65cm voru það. Hún fékk líka sprautu (sömu og síðast) og var rosalega dugleg og grét ekki neitt. Hún varð reyndar soldið viðkvæm seinna í dag og þurfti ekki mikið til svo hún færi að gráta. Mömmu tókst nú alltaf að hugga hana. Svo þegar hún átti að fara að sofa kl 20 þá grét hún bara. Ég tók hana þá fram og hún sat í fanginu hjá mér í klukkutíma og hún kjaftaði allan tíman. Hún var orðin mjög þreytt og komin með bauga niður á kinnar. Ég gaf henni því annan pela og þá steinsofnaði hún í fanginu hjá mér. Hún er búin að rumska þrisvar síðan þá og fara að gráta sem er mjög óvenjulegt. Litla skinnið er greinilega eitthvað eftir sig eftir sprautuna en ég vona bara að hún verði orðin hress á morgun þegar vinir hennar koma í heimsókn. Anna Silla frænka ætlar að koma með Kolku Rún, Herborg ætlar að koma með Ingu Bríeti og Maja ætlar að koma með Hring. Það verður örugglega rosa fjör og bókað eitthvað af myndum teknar.

Við vorum að fá okkur nýja myndavél sem er vatnsheld og er með fullt af fleiri snilldar fítusum. Þannig að í sundinu á morgun verða teknar fullt af köfunarmyndum og fl.

bæjó...

06.10.2006 09:41

Tönnsla

Þá eru það heldur betur fréttir..

Haldiði ekki að hún Silja María sé að fá tönn. Ég var eitthvað að þreifa upp í henni í gær og fann að það var eitthvað hart vinstra megin í neðri góm. Svo í morgun prufaði ég að setja skeið upp í hana og þá heyrðist lítið sætt "kling" . Það er mikið að gerast hjá dömunni núna og þannig að ég fer örugglega að skrifa meira. Hún fer í skoðun á mánduaginn en ekki 19. eins og hélt. Fleiri fréttir þá......

04.10.2006 10:49

Silja María ÖSKURAPI

Hæ hæ

Verð bara að koma þessu að...

 

Þega við Silja mættum í sundið í gær byrjaði hún að öskra af lífs og sálar kröftum. Þetta var frekar hátt og bergmálaði um allt hús. Hópurinn á undan var að reyna að syngja lokalagið en Silja öskraði svo mikið að það heyrðist ekkert í þeim. Ég hélt hún ætlaði aldrei að hætta en sem betur fer hætti hún þegar okkar tími byrjaði hehe.... Hún er stundum að æra mömmu sína og pabba en það er alltaf að heyrast hærra og hærra í henni. Kannski hún verði bara söngkona hehe..

Svo tók hún upp á því að vakna kl 05:20 í morgun. Ég vaknaði við að hún var að babla eitthvað við sjálfan sig og hélt ég hefði sofið yfir mig í ræktina. En nei mín var bara vöknuð. Ég fór á fætur og reyndi að stinga snuddunni upp í hana og breiða sængina yfir hana og láta hana fara að sofa aftur. Ég fór svo í ræktina rétt fyrir sex. Þegar ég kom heim var hún komin uppí til pabba síns og var enn vakandi. Þá hafði hún vakið hann kl 06 og heimtað að fá að borða. Ég vona nú að þetta sé einsdæmi og hún sofi til 08 eins og hún hefur alltaf gert .

Ég er búin að uppfæra "um mig" endilega kíkið...

 

29.09.2006 23:29

Uppfærsla og fréttir

Hæ hæ

Jæja er loksins búin að uppfæra "skírnin mín", "mataræði" og "í fyrsta skipti". Ætla einnig að skrifa eitthvað í "fjölskyldan mín" fljótlega.

Annars er allt gott að frétta af litlu skvísunni. Hún alltaf kát og glöð og lætur lítið fara fyrir sér þessi engill. Hún er á framhaldsnámskeiði í sundi og stendur sig eins og hetja. Henni hefur mikið farið fram síðan á síðasta námskeiði, kafar eins og hún hafi aldrei gert annað, tekur sundtök með fótunum og margt fleira skemmtilegt. Hún sefur allar nætur enn þá (7, 9, 13) eða frá 20-08 og vona ég að það breytist ekki í bráð. Þetta fyrirkomulag hentar mjög vel fyrir mig þar sem ég er byrjuð að fara í ræktina kl 06 á morgnana og er þá komin heim áður en hún vaknar .

Prinsessan fékk sér læknisskoðun í dag en við fórum í heimsókn til Drífu frænku sem er barnalæknir. Hún fékk auðvitað topp einkunn og gæti ekki verið hraustari . Annars fer hún ekki í þyngdar og lengdarmælingu fyrr en 19. október minnir mig og þá fær hún sprautu númer 2 líka .

Þar til næst......

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45872
Samtals gestir: 13527
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 10:19:56


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni