Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


24.08.2009 11:30

Fréttir og fleira ;)

Sumarfríð búið og allir komnir í sínu eðlilegu rútínu. Silja var mjög spennt að byrja aftur á leikskólanum og hitta alla vinina, enda orðin hundleið á því að hanga alltaf með mömmu og pabba hehehe...

Ársæll er byrjaður að fá graut á kvöldin áður en hann fer að sofa og finnst það bara æði ;). Virkar líka vel fyrir mömmuna þar sem hann sefur þá oftast alla nóttina, frá ca. 21 til 07. Ársæll er líka byrjaður í sundi og stendur sig vel. Við erum búin að fara í 2 tíma og í næsta tíma á hann að fara í kaf, spennó hehehe....Kjartan hefur farið með hann ofaní en ég og Silja horft á. Við ætlum að reyna að fá pössun fyrir Silju í næsta tíma svo ég geti verið með í köfuninni :).

Við fjölskyldan fórum auðvitað í Latabæjarhlaupið eins og flestir. Kjartan og Silja María fóru líka í 3km skemmtiskokkið og má sjá mynd af feðginunum hér á fleygiferð ;)



Smá gullmolar frá Silju Maríu:

Silja og Ársæll voru bæði að fara í bað. Silja spyr "er ég að fara í bað?" já segi ég "og Ársæll líka?" já segi ég. Þá segir Silja "erum við skítuga fjölskyldan?" hehehe...

Þegar Silja er að tala um rigningu þá segir hún alltaf grátandi rigning í stað grenjandi rigning heheh..

Nýjar myndir komnar inn og myndir úr sundinu koma inn síðar í vikunni :)


Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45665
Samtals gestir: 13514
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:56:47


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni