Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


06.08.2009 22:38

Sól og sæla..

Fjölskyldan er enn í sumarfríi og nýtur þess í botn. Við byrjuðum á því að fara upp í bústað og vorum þar í góðu yfirlæti og veðurblíðu. Fengum góða gesti og elduðum góðan mat. Annar erum við nú bara búin að vera í Reykjavíkinni og nágrenni. Silja er búin að prófa boltaland í IKEA, Veröldina okkar í Smáralind og Ævintýraland í Kringlunni ehehhehe en hún er mikill orkubolti og þurfa foreldrarnir stundum smá pásu ;)

Ársæll dafnar vel og verður 4ra mánaða í næstu viku. Þá byrjar hann einnig í ungbarnasundi og hlökkum við mikið til þess. Það er ótrúlegt hvað mikið breytist við 3ja mánaða aldurinn. Hann er farinn að fylgjast rosalega vel með öllu sem er að gerast í kringum sig, grípa í hluti og skoða, hlusta á mann, velta sér á hliðina og 2x hefur hann farið að skelli hlægja.

Smá gullmoli frá Silju Maríu:
Silja var að syngja í bílnum og þar á meðal "Í leikskóla er gaman". Hún byrjaði ííííií leik leik leik skóla skóla skóla er er er gam gam gam gaman og svo sagði hún, mamma lagið er bilað og byrjað að syngja annað lag hehehe..

Nýjar myndir komnar inn....


07.07.2009 20:10

Nýjar myndir

Við vorum að setja inn nýjar myndir af fjölskyldunni.

Annars er það að frétta að Silja María er frá og með síðasta föstudegi hætt að sofa á daginn í leikskólanum en það er stórkostlegur munur á því að koma henni í háttinn síðan að lúrinn var "tekinn af henni".

Svo vorum við Kristín og Ársæll Örn að rúnta niður í bæ á föstudaginn og lendum í því að það er keyrt á okkur emoticon  Bíllinn er í smá hönk (þarf að skipta um innri og ytri stuðara, ljós ofl.) og ég fékk hnykk á bakið sem er að pirra mig núna en Kristín slapp alveg. Ársæll Örn er aftur á móti mesti nagli í heimi því hann svaf bara í gegnum öll herlegheitin - en bíllinn sem lenti á okkur var á c.a. 50 km/klst. Við kölluðum til sjúkrabíl til öryggis (hann er nú bara 2,5 mánaða) og þeir staðfestu það sem við Kristín höfum alltaf vitað, Ársæll Örn er flottastur!

Við Kristín fórum í afmæli til Herborgar á laugardaginn var og komu þau Rúnar og María til að passa krílin okkar - það gekk svona sæmilega vel, en Ársæll er ekkert yfir sig hrifinn af pelanum, finnst náttúrulegu umbúðirnar miklu meira heillandi, lái honum hver sem vill. Næsta laugardag verður svo haldið í brúðkaup hjá Jóni Arnari og Jónu og er hann Ársæll Örn í stífri pelaþjálfun þessa dagana. Hann fer svo í þriggja mánaða skoðun í næstu viku og bíðum við spennt eftir nýjustu tölum.

Svo er fjölskyldan á leið í sumarfrí bráðlega en það verður líklega ekki farið langt að þessu sinni sökum alls og alls... vil ekki breyta þessu í kreppuvælsblogg en það er sennilega skynsamlegast að vera túristi í Reykjavík í sumar - er að panta köreisí gott veður hjá Veðurgunum, koma svo allir.. hugsa það með mér :o)

Meiri fréttir síðar.


21.06.2009 23:00

Sætustu systkinin



Ársæll Örn krúttari dafnar vel og lætur lítið hafa fyrir sér. Hann fór í 9 vikna skoðun í síðustu viku og er orðinn 60cm og 5335g. Hann er voðalega brosmildur og finnst honum mjög gaman ef einhver er að spjalla við hann. Hann er líka farinn að hjala mikið og taka mjög vel eftir.

Á 17. júní skelltum við okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn meða ömmu Maju, afa Rúnari og Sigga frænda. Það var rosa gaman enda frábært veður og hæfilega margir. Við borðuðm síðan saman í Nýhöfninni.

Kristín, Silja María og amma Maja tóku þátt í Kvennahlaupinu í Garðabæ og hlupu 2km. Silja var rosalega dugleg og hljóp næstum alla leiðina. Hér fyrir neðan er linkur á mynd sem birtist á síðu Sjóvá af Silju Maríu og ömmu Maju.

Myndin á Sjóvá.is

Einn gullmoli að lokum. Amma Lella var að spyrja Silju Maríu hvort dúkkan hennar ætti ekki nafn. Hún hefur hingað til ekki vilja gefa dúkkunum sínum nöfn og heita þær bara dúkka. Þá svaraði sú stutta "það er ekki búið að presta hana" hehehe...

Læt hér eina mynd af systkinunum fylgja með og má segja að hún sé lýsandi fyrir samskipti þeirra systkina - einnig eru nýjar myndir komnar í myndaalbúm....


11.06.2009 23:01

Skírn, fréttir, myndir og fl.



Það er í fréttum að litli kútur er búin að fara í 6 vikna skoðun (þó hann hafi ekki verið nema 5 vikna og 2ja daga) og er hann orðin 57cm og 4730g. Það er bara mjög fínt skv. hjúkkunni og dafnar hann vel. Það þurfti að brenna fyrir opið í naflanum hjá honun og tók hann því með stakri ró. Ég hef líka tekið eftir að hann er með lítnn spékopp vinstra megin og er það ótrúlega krúttlegt þegar hann brosir.

Eins og flestir vita þá skírðum við 31. maí og má allar upplýsingar um hana finna hér til hliðar. Pilturinn fékk nafnið Ársæll Örn og er því alnafni afa síns. Afinn var auðvitað voða stoltur með það. Skírnin heppnaðist vel í alla staði og viljum við þakka öllum fyrir piltinn og komuna.

Silja María er orðin stór stelpa og í tilefni af því þá hætti hún með snuð á 3ja ára afmælisdaginn sinn. Hún er nú löngu hætt að nota snuð á daginn en hefur fram að þessu fegnið að sofa með það á nóttunni. Við vorum búin að undirbúa hana og hún samþykkti að henda duddunni í ruslið á afmælisdaginn. Þegar svo að því kom þá var hún nú ekki alveg á því að hún væri orðin stór. Við tók smá bardagi fyrsta kvöldið en eftir það hefur hún ekkert beðið um dudduna. Dugleg stelpa ;).

Silja fór á fimleikanámskeið hjá Björk með Kolku Rún frænku sinni og stóð sig rosalega vel. Myndir frá því má finna í maí albúmi. Við erum einnig búin að setja hana á biðlista hjá Gerplu þar sem það er nær okkur en hann er víst rosa langur. Vonandi kemst hún á eitthvað námskeið í haust.

Fullt af myndum úr skírninni komnar inn...


09.06.2009 18:18

Nýtt lúkk

Sæl öll.

Eins og flestir taka eftir þá hefur útlitið á síðunni breyst "aðeins".

Endilega bendið okkur á það sem betur má fara en við eigum eftir að skrifa inn meira texta um Ársæl (sbr. það sem komið er inn hjá Silju), setja inn skírnarmyndirnar, uppfæra ættartréið ofl.

Allir linkar sem vísuðu á heimasíðu lítilla krútta má finna undir "Litlir vinir" á hlið síðunnar.... ítreka - allar ábendingar vel þegnar ;o)

Kristín mun henda inn fréttum og myndum í vikunni.

12.05.2009 10:15

Afmælisskvísa



Eins og allir vita þá á heimasætan þriggja ára afmæli í dag og er óhætt að segja að dagurinn hafi byrjað glimrandi vel hjá henni. Hún skreið upp í rúm hjá mömmu sinni og pabba klukkan 5 um morguninn og fékk að kúra á milli alveg til 9 en þá fannst foreldrunum nóg komið af þessu svefnstandi og rétt að prinsessan fengi afmælisgjöfina sína... já eða gjafirnar :p

Inni í herberginu hennar biðu 3 bleikir pakkar... sú stutta saup kveljur þegar hún upplifði öll þessi bleikheit og var ekkert að tvínóna við hlutina heldur kallaði upp yfir sig "pakkarnir mínir!" og byrjaði að tæta þá upp... reyndar eftir að hafa lyft þeim öll öllum og fundið þann stærsta. Í honum var My Little Pony "skemmtigarður" og hún emjaði af gleði. Í þeim næsta var.... My Little Pony taska sem getur geymt 4 pony hesta og eitthvað meira pony dót og í þeim síðasta.... ætlið þið að giska? My Little Pony sængurverasett eða "Pony rúmið mitt" eins og Silja orðaði það...

Eftir að hafa fengið að leika sér með þetta í smá stund þá var hún drifin í leikskólann þar sem hennar beið rosa flott kóróna og þegar ég var að fara út þá heyrði ég að verið var að bjóða henni að velja sér búning, en það er víst afmælishefðin á leikskólanum að afmælisbarnið fari í búning... vonumst til að fá myndir af því sendar :o)

Okkur foreldrunum og litla bróður langar að óska stóru prinsessunni okkar innilega til hamingju með daginn, fyrstu þrjú árin voru æði og við efumst ekkert um að framhaldið verði það líka. Kossar og knús.

07.05.2009 19:30

Einn stuttur

Silja María var að koma með eitt gullkorn sem er of gott til að sleppa að deila með ykkur...

Hún var að koma af klósettinu áðan og var með allt niðrum sig þegar ég sagði við hana :
"Hvað ertu að gera Silja María?!?"

Hún beygði sig niður og svaraði um hæl :
"Ég er að NÆRA mig" og tók upp nærbuxurnar :o)

06.05.2009 23:14

Systkinin í Perlukórnum



Allt er gott að frétta af systkinunum í Perlukórnum og gengur allt rosalega vel. Silja María er bara hæstánægð með litla bróður sinn og er besta stóra systir í bænum. Krúttmundur  Kjartansson er mjög vær og sefur allar nætur fyrir utan 2x 30 mín þegar hann vaknar til að láta skipta á sér og fá sér að drekka. Hann er reyndar búinn að vera með soldinn niðurgang út af pensillíninu sem ég þurfti að fara á, en núna er það búið og vonandi lagast snúllinn í maganum. Hann var vigtaður í dag og var búinn að þyngjast um heil 340g á einni viku og telst það nú nokkuð gott. Mamman er greinilega að framleiða betur núna en síðast emoticon. Kjartan nýtur góðs af því og þarf ekki að fara fram (þarf ekki að vakna) og blanda í pela í hvert skipti sem kútur verður svangur. Hann er mjög duglegur að halda haus og finnst rosa gaman að láta spjalla við sig. Hjúkkan sagði okkur í dag að við mættum alveg setja hann út í vagn þar sem hann væri svona duglegur að drekka og veðrið væri að batna. Hlakka líka til að geta farið út í göngutúra.

Silja er vakin á hverjum morgni kl 7 til að fara á leikskólann. Kjartan fer alltaf með hana og hefur verið rosa duglegur að fara ekki aftur að sofa þegar hann kemur heim heldur sinna heimilisstörfum  á meðan ég legg mig aðeins hehehe.... Silja er líka búin að vera á balletnámskeiði með Kolku frænku og Kristínu Maríu frænku. Hún var fyrst soldið feimn og vildi ekki taka þátt, sem er reyndar ekki líkt henni, en hún er öll að koma til og var rosa dugleg í tímanum í dag. Veit ekki alveg hvort ballet er fyrir hana en hún er líka búin að vera að fara með pabba sínum í klifurhúsið og er mjög aktív þar og klifrar eins og hún hafi aldrei gert annaðemoticon. Svo á prinsessan á heimilinu náttúrulega afmæli í næstu viku og þá verður sko fjör á bænum...

Búin að setja inn nýjar myndir af familíunni....


Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni