Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


17.04.2009 22:59

Vísitölufjölskyldan ;)




Þá erum við mæðginin loksins komin heim í faðm fjölskyldunnar. Prinsinn var tekinn með keisara kl: 20:39 mánudaginn 13. apríl. Þessi dagur hefur verið viðburðaríkur í fjölskyldunni en við Kjartan byrjuðum saman þennan dag fyrir 5 árum síðan og fyrir 4 árum bað hann mín og ég sagði já emoticon . Einnig á Andrea Ösp stórfrænka í DK afmæli þennan dag.

Pilturinn var aðeins stærri en við áttum vona á en hann var 3950g (16 merkur) og 54cm, veit ekki alveg hvaðan þessi stærð kemur en þess má geta að systir hans var aðeins tæp 13 merkur og 49,5cm. Hann er samt rosalega fíngerður og nettur og alveg yndislegur í alla staði emoticon . Hann er voða vær og sefur mest allan sólarhringinn. Hann gleypti smá skítugt legvatn þegar verið var að ná í hann og fékk sýkingu í annað lungað. Hann var því á vökudeildinni í 3 daga til eftirlits og sýklalyfjagjafar.

Ég hef það annars bara mjög fínt og líður miklu betur núna en eftir síðasta keisara. Veit ekki hvað það er en ég finn miklu minna til í skurðinum og get gert miklu meira. Vona því að ég eigi eftir að jafna mig fljótlega.

Silja María er í skýjunum með litla bróður og er alltaf að kyssa hann og knúsa, stundum heldur til of mikið hehehe.... Hún vill alltaf vera að sýna honum hitt og þetta og segja honum frá því sem hún er að gera, skilur kannski ekki alveg hvað hann er lítill.

Ég á svo eftir að setja inn flokkana "um mig" og " fæðingin mín" fljótlega.

Nýjar myndir komnar inn.....


14.04.2009 21:08

Örfrétt

Litli kútur og Kristín eru enn upp á spítala og verða þar næstu daga, vonandi fá þau að koma heim á fimmtudaginn en það gæti dregist fram á föstudaginn...þannig að þið sem viljið sjá piltinn verðið að láta myndirnar sem ég var að setja inn duga emoticon

Annars langar mig að þakka ykkur fyrir allar fallegu kveðjurnar algjört æði að finna hvað maður á marga góða vini emoticon

Lofa að við skrifum langa ritgerð um fæðinguna, aðdraganda hennar og afrakstur von bráðar

07.04.2009 22:17

Fyrir forvitna...

Kristín er enn ólétt og sá stutti virðist ekkert vera að flýta sér í heiminn...

Þar af leiðir vil ég benda öllum sem voru búnir að veðja á dagsetningar fyrir 8. apríl vinsamlega að gefa sig fram svo þeir geti millifært á framtíðarreikning þess stutta...

Einnig vil ég benda þeim sem vilja hafa áhrif á nafnið að hægt verður að leggja inn á sama reikning upphæð að eigin vali ásamt tillögu að nafni sem skýringu millifærslu og mun það nafn með hæsta innleggið verða valið þegar að skírnardegi kemur.

Kveðja,
Kjartan

14.03.2009 21:53

Áhugasamir athugið



Höfuð fjölskyldunnar hefur sett inn nýjar myndir á myndasíðuna... öllum heimilt að skoða gegn því að skrifa skemmtilegar athugasemdir emoticon

23.02.2009 17:09

Bolla bolla....

Samtal milli mín og Silju Maríu

Mamman: Silja eigum við að baka bollur núna?
Silja María: Nei mamma mig langar ekki í bollur
Mamman: En pabba langar svo í bollur
Silja María: En ég vill ekki bollur, ég vil bara köku
Mamman: Veistu ekki hvaða dagur er í dag Silja?
Silja María: Nei
Mamman: Það er bolludagur í dag
Silja María: Nei mamma, það er kökudagur í dag emoticon


11.02.2009 22:39

Móðureðlið...


Kjartan er byrjaður að klifra í Klifurhúsinu og hefur það skilað sér í nokkrum rifnum blöðrum á höndunum. Áðan var Silja María að skoða hendurnar á pabba sínum og sagði "Æ æ kallinn minn, varstu að meiða þig? Viltu plástur?" emoticon

Kjartan varð fyrir því óhappi í gærmorgun að það var keyrt í veg fyrir hann í hringtorgi og stuðarinn beyglaðist aðeins og ljósið brotnaði á trukknum (hefðuð samt átt að sjá hinn bílinn sem þurfti að draga í burtu). Silja var nú ekki ánægði með þetta og hafði miklar áhyggjur af pabba sínum. Hún spurði hvort bíllinn væri ónýtur og hvort pabbi ætlaði ekki að skamma strákinn. Pabbi sagði að löggan myndi sjá um það. Eftir nokkra stund sagði hún "en pabbi, þetta var alveg óvart" heheh...


01.02.2009 12:11

Fréttaupdate



Í fréttum er þetta helst....

Silja María er búin að eignast fullt af nýjum vinum á Kór. Hérna er mynd af henni með vinkonu hennar henni Sóley. Við fengum disk með myndum frá starfi Kórs í desember og við vorum að ljúka við að setja þær myndir inn.

Nýjasta trendið hjá henni Silju Maríu eru hlutverkaleikir. Hún  er farin að taka upp á því að gefa fólki nöfn eða skipta um hlutverk við það. Til dæmis er mjög vinsælt hjá henni að vera Solla Stirða, þykjast vera að detta og kalla á Íþróttaálfinn (sem er þá pabbi hennar) að bjarga sér. Henni finnst líka rosa sport að vera Mamma. Þá er Kristín látin vera Silja María og "Mamma" segir henni hvernig hún á að gera hitt og þetta, hvað hún megi borða osfrv...

Kjartan gaf henni nýjan Söngvaborgardisk um daginn og hann er búinn að vera á "repeat" síðan hann kom í hús. Silju Maríu finnst fátt skemmtilegra en að hlusta á hann syngja með og dansa... Henni finnst skemmtilegast þegar við foreldrarnir dönsum við hana en hún hoppar og skoppar upp um alla veggi hvort sem við tökum þátt eður ei... Alveg spurning um að fara setja hana í dansskóla?

13.01.2009 16:28

Myndir myndir...

Loksins komnar inn einhverjar myndir eftir langan tíma. Setti inn 3 ný albúm með myndum af skvísunni og fjölskyldunni. Ekki neinar bumbumyndir komnar enn þá en koma vonandi einhverntíman emoticon  Annars er skvísan lasin og búin að vera síðan á sunnudag. Hún er með hita, ljótan hósta og hor og verður örugglega heima á morgun líka. Hún er orðin ansi leið á því að hanga inni greyið og líka foreldrarnir.


07.01.2009 22:28

Gleðilegt nýtt ár



Vegna fjölda áskoranna þá höfum við sest niður í Perlukórnum og tekið saman hvað hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn - hérna er brot af því :o)

Silja María fór með pabba sínum í bíó í fyrsta skipti í desember. Um var að ræða hópferð með vinnunni hans Kjartans á Madagascar 2 og fengu þau feðginin sér popp og Svala og nutu THX hljómgæðanna. Silja var svo spennt að Kjartan þurfti að fara með hana á klósettið fjórum sinnum. Einu sinni rétt fyrir hlé, tvisvar í hléinu og að lokum þegar 1 mínúta var eftir af myndinni. Hún var svo rosalega ánægð með þetta allt saman að hún má ekki sjá ljón, gíraffa, flóð- eða sebrahest án þess að kalla "Madagascar!", og eitt af uppáhalds lögunum hennar núna er þegar pabbi hennar syngur "ég fíl'að dilla dilla" - það vekur mikla kátínu hjá henni og hún syngur "ég fíla fíla dilla" á móti.

Silja var ekki lengi að fatta þetta með skóinn og gluggann og fékk líka fullt af flottu dóti frá Jólasveininum. Það kom þó fyrir einu sinni að jólaspenningurinn fór alveg með hana og hún var soldið óþekk við að fara að sofa - en þá sögðum við henni einmitt að Jólasveinninn myndi fara framhjá glugganum ef hún myndi ekki vera sofandi upp í rúmi á ákveðnum tíma. Sú stutta þráaðist við og viti menn, hann kom ekki þá nóttina. Við vorum hálf fegin að hann skildi sleppa því að koma frekar en að koma með kartöflu, því við erum hrædd um að henni finnist kartöflur svo góðar að það sé bara í fínasta lagi að fá svoleiðis í skóinn ;o) Hún kippti sér ekkert upp við það að fá ekkert í skóinn, heldur sætti sig við að hún hafði farið of seint að sofa og ekki hlýtt mömmu og pabba og því hafði Jólasveinninn ekki komið - þetta lofar góðu fyrir foreldrana. Hún hafði einu sinni á undan því verið mjög tæp á að fara að sofa á réttum tíma, og við töldum að einn lítill súkkulaði moli myndi vera "smá" í skóinn...en svo reyndist ekki, hún var hæstánægð með litla súkkulaðið sitt, sem kenndi okkur foreldrunum að hlutirnir þurfa ekki að vera rosa stórir og dýrir til að gleðja lítil hjörtu.

Alveg dásamlegt hvað maður lærir mikið af litlu börnunum sínum.

Þær æðislegu fréttir eru líka að Silja María er alhætt með bleyju. Hún hætti að vera með bleyju á daginn í ágúst en var alltaf með á nóttinni, svo í kringum jólin þá var hún búin að vera þurr svo lengi að við kipptum henni af og viti menn... Silja er orðin "stór stelpa".

Svo er hún búin að læra fullt af frösum af okkur og spara ekki hrósið ef henni finnst eitthvað vel gert. Þegar maður klárar matinn af disknum þá heyrist of "Alveg búin(n), flott hjá þér! Dugleg(ur)!" og þegar maður sinnir hinum ýmsu húsverkum má oft heyra í bakgrunni, "frábært hjá þér", en þá er sú stutta búin að vera fylgjast með manni og er greinilega sátt við afraksturinn. Hún er líka rosa dugleg að þakka fyrir sig og er mjög nösk í að vita hvenær hún á að vera "stór" (þegar hún vill gera eitthvað sjálf) og hvenær hún er "lítil" (þegar hún vill láta gera hlutina fyrir sig).

Við erum að vinna í að setja inn nýjar myndir og munum svo (ef þið eruð dugleg að skrifa athugasemdir) koma með fleiri mola úr lífi fjölskyldunnar von bráðar. Læt hér fylgja með mynd sem var tekin af sætustu skvísu bæjarins á aðfangadag emoticon

03.12.2008 21:46

Öfugsnúið ;O)

Silju Maríu gengur rosalega vel í aðlöguninni á Kór og vill hún helst ekki fara heim eftir aðlögunartímann. Finnst reyndar að það mætti stytta þennan aðlögunartíma aðeins þar sem að hún er leikskólavön en það verður víst allt að fara eftir settum reglum. Hún verður til kl 14:00 á morgun og svo allan daginn á föstudag. Við ætlum svo líklega að kíkja á jólaball hjá gamla leikskólanum á laugardag og það verður gaman að sjá hvað hún segir þegar hún sér alla krakkana þaðan. Hún fór með 2 bækur síðasta daginn og gaf deildinni sinni í kveðjugjöf og voru allir mjög ánægðir með það.

Silja María er orðin duglega að reyna að klæða sig sjálf og var hún að fara í náttbuxur áðan. Þetta gekk eitthvað erfiðlega hjá henni og var hún orðin soldið pirruð. Þá sagði hún "Ohh þetta er svo öfugsnúið" hehehe... Ég hef aldrei notaði þetta orð við hana þannig að þetta hlýtur að vera eitthvað sem hún hefur heyrt á leikskólanum. Svo er náttúrulega Latibær í miklu uppháldi og Kjartan er ekki lengur pabbi heldur kallar hún hann alltaf Íþróttaálfinn. Svo á hann að koma og bjarga henni úr ýmsum aðstæðum því hún er Solla Stirða emoticon.

Setti inn nýtt albúm með myndum frá Urðarhóli. Bæði gamlar og nýjar...


24.11.2008 11:49

Til hamingju pabbi ;O)


Hann pabbi minn á afmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn emoticon. Risaaaaknússss og 1000 kossar pabbi minn í tilefni dagsins...


19.11.2008 11:06

Lítill prins á leiðinni ;O)


Eins og flestir vita er Silja María að verða stórasystir í apríl og fengum við að vita í sónar í gær að það verður strákur emoticon. Silja talaði alltaf um stelpuna í bumbunni en þegar við sögðum henni í gær að þetta væri strákur var hún alveg sátt og talaði ekki um annað en litla bróður sinn, litla krúttið. Hún var líka mjög spennt fyrir sónarmyndunum og var með þær í umslagi allan daginn og vildi helst ekki sleppa þeim, hún var með litla bróður í umslaginu hehehe... Ég leyfði henni að velja eina mynd sem hún mátti eiga. Hún var ekki lengi að því og setti hana á myndatöfluna sína þar sem hún er með nokkrar myndir af sér og fleirum. Svo í morgun vildi hún taka myndina með sér í leikskólann emoticon. Hún fékk lítinn glæran poka og setti myndina í og ætlaði svo að geyma hana í bílnum. Þegar við fórum í 12 vikna sónarinn og vorum að sýna henni myndirnar var hún ekki eins spennt en spurði hvort barnið kæmi í pósti af því að myndirnar voru í umslagi hehehehe... Hún er greinilega orðin spenntari með að eignast lítið systkini og efast ég ekki um að hún eigi eftir að verða góð og stjórnsöm stórasystir....

Silja María byrjar í aðlögun á Kór 1. des. Við erum búin að sýna henni leikskólann og alltaf þegar við keyrum fram hjá segir hún " mamma þarna er nýji leikskólinn minn". Þannig að hún veit að hún er að fara á annan leikskóla en ég veit ekki alveg hvort hún gerir sér grein fyrir að hún þurfi að hætta á Urðarhóli, það kemur í ljós.

Annars erum við bara að komast í jólaskap á þessu heimili, búin að kaupa allar jólagjafir og jólakortaframleiðslan hafin. Jólaserían fer svo líklega út á næstu dögum og bakstur að hefjast emoticon.

Kjartan verður á rjúpu alla helgina, fer á fimmtudag, svo að við verðum bara tvær í kotinu. Ætli helgin fari ekki í búðarráp, tiltekt og kannski smá bakstur þar sem húsbóndinn á nú afmæli á mánudag.

Sónarmyndirnar af prinsinum koma inn fljótlega (þegar Kjartan nennir að skanna þær inn hehe..)

06.11.2008 20:13

Skvísan flytur...



Vorum að fá það staðfest í vikunni að Silja María er komin með leikskólapláss á Kór sem er hérna rétt fyrir neðan okkur (í Baugakór). Vorum eiginlega búin að gleyma að við hefðum sótt um flutning en við gerðum það um leið og hún byrjaði á Urðarhóli þar sem hann er ekki í hverfinu okkar. Silju Maríu líkar mjög vel á Urðarhóli og okkur foreldrunum finnst hann frábær leikskóli þannig að við vorum pínu treg að taka ákvörðun um hvort við ætluðum að þyggja plássið á Kór eða ekki. Við fórum yfir alla kosti og galla og fórum að skoða Kór í dag og komumst að þeirri niðurstöðu að það yrði líklega best fyrir alla að taka plássið á Kór emoticon . Það er náttúrulega mjög hentugt að hafa leikskólann í næsta nágrenni og svo á Silja örugglega eftir að eignast vini í hverfinu. Líka þegar ég fer í fæðingarorlof verður munur að geta labbað út og sótt hana. Kór er heilsuleikskóli eins og Urðarhóll þannig að stefnan er sú sama og umgjörðin eins. Silja fer á deild sem heitir Tryggðarlundur og þar eru bara börn fædd 2006. Okkur leist mjög vel á deildina og starfsfólkið. Hún byrjar líklega í aðlögun 24. nóvember (eða 1.des).



Fleiri myndir á leiðinni inn emoticon .

20.10.2008 10:03

Nýjar myndir :)


Loksins eru komnar inn nýjar myndir. Myndaalbúmin eru samt í einhverju rugli og koma ekki í röð. Einhverra hluta vegna kemur nýjasta albúmið núna aftast og er því í flokki "myndir frá 2008" á síðu 4.

Endilega kíkið ;O)


09.10.2008 17:09

Enskuslettur...


Um daginn þegar við vorum að kveðja á leikskólanum og ég spyr Silju hvort hún ætli ekki að segja bless, þá snýr hún sér að deildarstjóranum og segir "good bye" hehehe...
Svo í síðustu viku vorum við heima hjá ömmu Maju og afa Rúnari í nýja húsinu og allir voru að klæða sig í útifötin og fara út að borða. Silja var eitthvað orðin leið á því að bíða og kallaði "lets go".
Í gær var ég að gefa henni brauð með kæfu og þegar ég rétti henni brauðið og segi gjörðu svo vel þá segir hún við mig "thank you mamma mín". Við höldum að þetta komi algjörlega frá Dóru landkönnuði enda horfir hún mikið á þá þætti. Ótrúlegt hvað þau eru fljót að pikka svona upp og nota við rétt tækifæri emoticon


Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45726
Samtals gestir: 13519
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:55:17


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni