Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


02.02.2007 00:38

Fullt fullt af myndum ;)

´

Jæja þá eru allar myndir komnar inni í myndaalbúmið. Ég er búin að setja inn 7 ný myndaalbúm og þar má meðal annars finna myndir úr myndatökunni hennar Silju Maríu í byrjun des, myndir frá jólum og áramótum, myndir frá Lundúnarferð okkar Kjartans og margt fleira. Endilega kíkið

31.01.2007 11:06

smá update!

hæhæ

Er að reyna að setja teljara sem telur niður í afmælið hennar Silju Maríu en það er ekki alveg að virka hehehe... Kann ekki að taka það út þannig að þetta verður bara að vera svona þangað til Kjartan kemur heim .

Silja María stóð upp tvisvar í rúminu sínu í dag og var mjög montin með sjálfa sig, brosti og skríkti hehe..

Er líka búin að setja link inn á Gumma og Hulduson. Síðan er reyndar læst en hægt er að skoða mynd af prinsinum á forsíðunni.

bæb

 

29.01.2007 12:32

Allt að gerast :O)

Hæhæ

Það er mikið að gerast hjá Silju Maríu þessa dagana. Hún er komin með tvær nýjar tennur, uppi hægra megin og tönn númer þrjú niðri vinstra megin. Daman sem sagt komin með fimm tennur . Hún er farin að geta sest sjálf upp úr hvaða stellingu sem er og svo er hún líka farin að standa upp . Eins og einhverjir vita vorum við Kjartan í London yfir helgina og það er greinilegt að sú stutta hefur haft það mjög gott hjá ömmu sinni og afa. Við keyptum eitthvað af fötum á skvísuna, en aðallega eitthvað fyrir sumarið. Svo keyptum við handa henni litla babyborn dúkku fyrir eins árs og var hún rosa glöð með hana. Tók nokkrar myndir af henni með dúkkuna og reyni að setja þær inn fljótlega (eins og allar hinar myndirnar síðan í desember hehehe....)

Silja María eingnaðist nýjan leikfélaga um helgina en Gummi og Hulda eignuðust yndislegan dreng þann 26. janúar og óskum við þeim innilega til hamingju .

Ekkert fleira í bili......

bæb

 

16.01.2007 15:42

Nýjustu tölur :)

Silja María var í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru þessar: Hún er orðin 7590g og 69cm. Hún er í léttari kantinum en það er líklega út af ælunum hennar. Svo er hún byrjuð að hreyfa sig mikið þannig að hún þyngdist ekki nema um 400g síðan í 6 mánaða skoðuninni. Vanalega er svo ekki skoðun fyrr en við 10 mánaða aldurinn en hún á að mæta í vigtun þegar hún er 9 mánaða til að fylgjast með þyngdinni. Okkur var bent á að við gætum talað við meltingarsérfræðing ef við vildum en ekkert nauðsynlegt þar sem hún er enn innan marka. Vonandi að hún verði búin að þyngjast meira þegar við förum með hana eftir mánuð. Svo er hún með einhverja þurrkubletti á líkamanum sem gæti verið út af einhverju sem hún er að borða. Við þurfum því að passa hvað við gefum henni. Hún má t.d. ekki borða tómata (þar fer lasagnae sem henni finnst mjög gott), kíwi, fisk, egg, safa og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Við erum byrjuð að gefa Silju skyr og það er eitt  af hennar uppáhalds. Hjúkkan á heilsugæslunni var nú ekki ánægð með það, fannst hún of ung til að byrja í skyrinu !!!!

Jæja, bless í bili.......

07.01.2007 11:59

Ný tönnsla ;)

Vildi bara láta ykkur vita að Silja María er búin að fá tönn númer þrjú . Hún er vinstra megin uppi. Hún er búin að vera soldið pirruð síðustu daga og er þetta vonandi ástæðan hehehe... Tönnin hægra megin fylgir svo örugglega fast á eftir . Einnig er vert að minnast á það að sú stutta er orðin ansi kræf. Ég var að baða hana í gær og hún ætlaði bara að standa upp. Hún greip í brúnina á balanum og gerði sig líklega til að standa. Það tókst svona til hálfs hehe...Hún er mjög handsterk og er örugglega ekki langt í að hún fari að standa í fæturna við hvaða tækifæri sem gefst.

03.01.2007 11:58

Prakkara - Silja

Þá er Silja María alveg að verða 8 mánaða og tíminn er búinn að fljúga áfram. Hún er á mjög skemmtilegum aldri þar sem hún er farin að skilja ýmislegt sem er sagt við hana. Hún er byrjuð að klappa, vinka, sýna hvað hún er stór, frussa og margt fleira. Svo setur hún oft upp svona prakkara svip eins og sést á myndinni. Silja er svolítil mömmustelpa núna, ef hún sér að ég er nálægt þá vill hún bara vera hjá mér. Pabbi hennar verður þá soldið sár en lætur hana ekkert komast upp með svoleiðis rugl hehehe....Hún er farin að skríða út um allt og ef hún vill láta taka sig upp skríður hún að mér og tosar í buxurnar mínar . Hún er samt voðalega góð alltaf og unir sér vel með dótið sitt. Hún er enn bara með tvær tennur en mér sýnist að það sé alveg að fara að koma tennur uppi. Hún er farin að borða hvað sem er og við erum dugleg að láta hana smakka á því sem við erum að borð. Hún fékk nú að bragða á ansi miklu um jólin eins og súkkulaði og kökum hmmmm....Silja er líka mjög dugleg að fara að sofa á kvöldin, nema þegar einhver er að passa hana heheh.....Hún er yfirleitt farin að sofa á milli 8 og 9 og vaknar ekki fyrr en um 10 á morgnana, mjög gooooottt. Svo er hún farin að leggja sig tvisvar yfir daginn, í rúmlega klst í einu sem er eiginlega betra heldur en einu sinni. Þá verður hún ekki eins þreytt um eftirmiðdaginn. Ég ætla að fara að vinna í febrúar þannig að við ætlum að senda Silju til dagmömmu þangað til hún fær inn á leikskóla. Við erum líklega komin með eina en fáum að vita það betur fljótlega. Það verður örugglega soldið skrítið að fara að vinna aftur og þurfa að setja Silju í pössun . En hún er svo góð og meðfærileg að það verður örugglega í góðu lagi. Við ætlum að byrja á nýju sundnámskeiði núna í janúar með Ingu Bríeti og það verður mikið fjör. Silja fer í skoðun 15. janúar og það verður gaman að sjá hvað hún er búin að stækka mikið á síðustu tveim mánuðum.

Fullt af myndum bíða þessa að verða settar á netið en það er búið að vera smá tölvuvesen á heimilinu. Þær koma inn mjög fljótlega.

bæb

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45807
Samtals gestir: 13522
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:15:14


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni