Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


09.10.2006 23:27

Fréttir af dömunni

Hæ hó

Þá er daman búin að fara í skoðun og fékk mjög góða einkunn. Hún er orðin 6830g (búin að þyngjast um 3600g) og 65cm (búin að stækka um heila 15,5cm). Hjúkrunarkonan trúði ekki að hún væri orðin svona löng og vildi mæla hana aftur, en 65cm voru það. Hún fékk líka sprautu (sömu og síðast) og var rosalega dugleg og grét ekki neitt. Hún varð reyndar soldið viðkvæm seinna í dag og þurfti ekki mikið til svo hún færi að gráta. Mömmu tókst nú alltaf að hugga hana. Svo þegar hún átti að fara að sofa kl 20 þá grét hún bara. Ég tók hana þá fram og hún sat í fanginu hjá mér í klukkutíma og hún kjaftaði allan tíman. Hún var orðin mjög þreytt og komin með bauga niður á kinnar. Ég gaf henni því annan pela og þá steinsofnaði hún í fanginu hjá mér. Hún er búin að rumska þrisvar síðan þá og fara að gráta sem er mjög óvenjulegt. Litla skinnið er greinilega eitthvað eftir sig eftir sprautuna en ég vona bara að hún verði orðin hress á morgun þegar vinir hennar koma í heimsókn. Anna Silla frænka ætlar að koma með Kolku Rún, Herborg ætlar að koma með Ingu Bríeti og Maja ætlar að koma með Hring. Það verður örugglega rosa fjör og bókað eitthvað af myndum teknar.

Við vorum að fá okkur nýja myndavél sem er vatnsheld og er með fullt af fleiri snilldar fítusum. Þannig að í sundinu á morgun verða teknar fullt af köfunarmyndum og fl.

bæjó...

06.10.2006 09:41

Tönnsla

Þá eru það heldur betur fréttir..

Haldiði ekki að hún Silja María sé að fá tönn. Ég var eitthvað að þreifa upp í henni í gær og fann að það var eitthvað hart vinstra megin í neðri góm. Svo í morgun prufaði ég að setja skeið upp í hana og þá heyrðist lítið sætt "kling" . Það er mikið að gerast hjá dömunni núna og þannig að ég fer örugglega að skrifa meira. Hún fer í skoðun á mánduaginn en ekki 19. eins og hélt. Fleiri fréttir þá......

04.10.2006 10:49

Silja María ÖSKURAPI

Hæ hæ

Verð bara að koma þessu að...

 

Þega við Silja mættum í sundið í gær byrjaði hún að öskra af lífs og sálar kröftum. Þetta var frekar hátt og bergmálaði um allt hús. Hópurinn á undan var að reyna að syngja lokalagið en Silja öskraði svo mikið að það heyrðist ekkert í þeim. Ég hélt hún ætlaði aldrei að hætta en sem betur fer hætti hún þegar okkar tími byrjaði hehe.... Hún er stundum að æra mömmu sína og pabba en það er alltaf að heyrast hærra og hærra í henni. Kannski hún verði bara söngkona hehe..

Svo tók hún upp á því að vakna kl 05:20 í morgun. Ég vaknaði við að hún var að babla eitthvað við sjálfan sig og hélt ég hefði sofið yfir mig í ræktina. En nei mín var bara vöknuð. Ég fór á fætur og reyndi að stinga snuddunni upp í hana og breiða sængina yfir hana og láta hana fara að sofa aftur. Ég fór svo í ræktina rétt fyrir sex. Þegar ég kom heim var hún komin uppí til pabba síns og var enn vakandi. Þá hafði hún vakið hann kl 06 og heimtað að fá að borða. Ég vona nú að þetta sé einsdæmi og hún sofi til 08 eins og hún hefur alltaf gert .

Ég er búin að uppfæra "um mig" endilega kíkið...

 

29.09.2006 23:29

Uppfærsla og fréttir

Hæ hæ

Jæja er loksins búin að uppfæra "skírnin mín", "mataræði" og "í fyrsta skipti". Ætla einnig að skrifa eitthvað í "fjölskyldan mín" fljótlega.

Annars er allt gott að frétta af litlu skvísunni. Hún alltaf kát og glöð og lætur lítið fara fyrir sér þessi engill. Hún er á framhaldsnámskeiði í sundi og stendur sig eins og hetja. Henni hefur mikið farið fram síðan á síðasta námskeiði, kafar eins og hún hafi aldrei gert annað, tekur sundtök með fótunum og margt fleira skemmtilegt. Hún sefur allar nætur enn þá (7, 9, 13) eða frá 20-08 og vona ég að það breytist ekki í bráð. Þetta fyrirkomulag hentar mjög vel fyrir mig þar sem ég er byrjuð að fara í ræktina kl 06 á morgnana og er þá komin heim áður en hún vaknar .

Prinsessan fékk sér læknisskoðun í dag en við fórum í heimsókn til Drífu frænku sem er barnalæknir. Hún fékk auðvitað topp einkunn og gæti ekki verið hraustari . Annars fer hún ekki í þyngdar og lengdarmælingu fyrr en 19. október minnir mig og þá fær hún sprautu númer 2 líka .

Þar til næst......

12.09.2006 22:12

Silja Sunddrottning

Þá eru komnar inn nýjar myndir af sunddrottingunni. Einnig eru fullt af öðrum skemmtilegum myndum.

Njótið :O)

10.09.2006 20:40

Nýjar myndir ofl.

Þá er Silja María að verða 4 mánaða og orðin ansi spræk. Hún er farin að láta heyra meira í sér, babla og öskra, og ég held að það líði ekki á löngu áður en hún fer að skella upp úr . Við ákváðum að fara að gefa henni að borða og létum hana smakka bananamauk í gær. Hún iðaðist um af klíju og fannst það ekki gott  (mjög fyndið). Við gáfum henni þá gulrótarmauk sem henni leist betur á. Í dag gáfum við henni svo graut áður en hún fór að sofa og hún var sko heldur betur að fíla það hehe...

Vorum einnig að setja inn fleiri myndir af Silju Maríu sem við höfum tekið með símanum. Þær eru ekkert voðalega góðar sumar, en gaman að eiga þær.

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni