Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


21.11.2007 12:37

Duglegust...


Silja María var í 18 mánaða skoðun í morgun og var hún rosalega dugleg. Hún var 9930g og 82cm. Hún er nú frekar í léttari kantinum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún er líka alltaf á ferðinni og situr sjaldan kyrr. Silja gerði flest allt sem hjúkkan og læknirinn báðu hana um og svo söng hún og hljóp um allt. "Greinilegt að allt er í lagi hjá þessu barni" eins og læknirinn orðaði það. Hann mælti með því að við myndum svo láta kíkja í eyrun á henni eftir ca 6 vikur bara til að ath hvort það væri ekki allt í lagi út af því að hún var með byrjandi eyrnabólgu á öðru eyra þegar hún fékk sýklalyfin. Silja María fékk líka sprautu og var það nún lítið mál fyrir dömuna. Eitt "Á" og málið var dautt hehehe..... Hún gæti fengið hita og útbrot af sprautunni eftir 5-12 daga en við náttúrulega vona að svo verði ekki .

12.11.2007 20:40

Fugl í frystinum og Silja María komin á lyf....

Jæja þá er Kjartan komin heim úr veiðiferðinni og við búin að skipta um vakt. Var ekkert smá fegin að komast í vinnuna í morgun þó að ég sé eiginlega orðin lasin sjálf  . Silja María er enn lasin og fór ég með hana á læknavaktina á Smáratorgi seinnipartinn í gær því hún var enn með hita. Þar kíkti læknir í eyrun á henni, hálsinn og hlustaði hana. Hann sagði að ekkert væri að henni fyrir utan augnsýkinguna sem hún er enn með og sagði að þetta ætti lagast á næstu dögum og hitinn ætti að fara lækkandi. Í gærkvköldi rauk hitinn svo aftur upp í tæplega 39°C en var samt aðeins lægri en hann hafði verið. Hún var svo hitalaus í morgun en enn með augnsýkinguna. Ég fór í vinnuna og þar var mér sagt af reyndari mömmu að það þýddi ekkert að fara með barn á læknavaktina heldur ætti ég bara að panta tíma á vaktinni hjá barnalæknunum í Dómus. Við gerðum það og fórum með hana áðan, en þá var hún komin með 38, 5 stiga hita aftur. Þar skoðaði læknir hana og sá að hún var með vökva í báðum eyrum (sem er víst eðlilegt þegar börn eru kvefuð) og að byrja að fá bólgur í annað eyrað. Svo var hún hlustuð og viti menn hún var komin með í lungun. Lækninum fannst hún anda svo grunnt og vera móð þannig að hann vildi setja hann á astmalyf. Silja þarf því núna að fá sýklalyf 3 sinnum á dag og púst 4 sinnum. Við kviðum soldið fyrir því að gefa henni pústið af því að það þarf að setja það bæði yfir munn og nef og svo þarf hún að anda þrisvar að sér. Pabbi hennar var svo sniðugur að sýna henni hvernig hún ætti að gera og þá vildi hún endilega prófa og þetta gekk líka alveg eins og í sögu . Svo fannst henni sýklalyfið bara gott á bragðið heheheh....
En alla vega kennir þetta manni að fara bara beint til barnalæknis með ltila gríslinga....

Kjartan fer líklega aftur á veiðar næstu helgi og vona ég bara að Silja verði orðin góð (annars fær hann ekki að fara hehehe...)

Annars er Silja María 11/2 árs í dag sem þýðir að við foreldrarnir eigum 2 ára brúðkaupsafmæli . Við þökkum kærlega allar kveðjurnar.

09.11.2007 20:40

Algjör skyrgámur...



Silja María er alveg sólgin í skyr og borðar það daglega. Henni finnst bláberjar skyr.is best en stundum breyti ég til og gef henni jarðaberja eða vanillu. Eins og sést þá kemur ekkert annað til greina en að borða sjálf og er hún mjög sátt við það. Svo þegar hún er búin að fá nóg þá er sullað aðeins við mikla gleði heimasætunnar en ekki alveg eins mikla gleði foreldranna .

Silja María er búin að vera veik síðan á þriðjudag. Þá sótti ég hana til dagmömmunnar og var hún komin með sýkingu í bæði augun. Ég hringdi á heilsugæsluna og þeir vildu að ég kæmi með hana. Læknirinn kíkti á hana og sagði að þetta væri bara augnsýking sem færi á nokkrum dögum, hún væri ekki með neitt í eyrunum og ekki með hita. Ég fékk eitthvað krem til að setja í augn hennar tvisvar á dag. Á þriðjudagskvöldið var hún komin með smá hita þannig að ég var ekkert að setja hana til dagmömmunnar á miðvikudag og var heima með hana. Hún fékk svo hósta og mikið nefrennsli með þessu. Hún er búin að vera rokkandi í hita síðan á þriðjudag og er yfirleitt nánast hitalaus á morgnana en fær svo 39 stiga hita á kvöldin. Hún er annars voða hress og lætur veikindin ekki mikið á sig fá. Hún lítur mjög laslega út þar sem hún er enn með sýkingu í augnum. Hana langar mikið að fara út  og ég er líka að verða geðveik á inniverunni. En það lítur ekki út fyrir að við getum farið út um helgina. Kjartan fór til Siglufjarðar í gær að skjóta rjúpur og er núna á leiðinni á Mývatn. Hann er ekki væntanlegur heim fyrr en á sunnudaginn.

Annars er komið inn nýtt myndaalbúm ykkur til skemmtunar 

13.10.2007 12:59

Silja María engu gleymt...



Silja María er byrjuð í Litla Íþróttaskólanum og var fjórði tíminn í dag. Flestir tímarnir eru inni í íþróttasal þar sem er sungið, dansað, farið í leiki og þrautabraut. Í dag var sund og hefur Silja greinilega engu gleymt síðan úr ungbarnasundinu og kafaði eins og selur hehehe... Henni finnst rosalega gaman í Íþróttaskólanum og er mjög dugleg að hreyfa sig og gera það sem henni er sagt þó að hún sé með yngstu börnunm .

Búin að setja inn fullt af myndum en það virðist vera eitthvað að forritinu sem setur inn myndirnar því þær koma ekki inn í réttri röð eins og síðast þegar ég setti inn myndir. Laga það seinna.....

04.10.2007 23:08

Silja María Gítarsnillingur ;)



Silja María hefur greinilega erft gítarhæfileikana frá pabba sínum eins og má sjá á myndinni hér að ofan. Það líður vart sá dagur að hún grípi ekki í kassagítarinn sem er inni í stofu og slái nokkra hljóma. Svo fékk hún að prófa Gitar Hero um daginn og fannst henni það mjög gaman. Erla frænka náði þessari mynd af skvísunni og sá hún einnig um grafíska hönnun myndarinnar hehehe...

19.09.2007 10:18

Nýjar myndir ;)


Nýjar myndir eru komnar inn. Röðin á þeim er eitthvað smá í rugli en ég laga það við tækifæri :). Ef einhver er ekki búin að fá lykilorðið að myndasíðunni þá endilega sendið inn beiðni.

Læt hér fylgja með eina mynd þar sem Silja María liggur í fatboyinum sem pabbi hennar keypti handa henni að horfa á Baby TV. Henni finnst lang skemmtilegast að horfa á lögin og syngja með .

05.09.2007 22:54

Smá langloka af Silju Maríu ;)

Silja María er farin að tala ansi mikið þó að hún sé ekki farin að mynda setningar. Hún er farin að geta sagt flest nöfn í fjölskyldunni eins og Kjartan (tatan), Kristín (distín), Afi (avi), Amma, Teddi, Erla (edla), Óskar (ókkar), Siggi (iggi), Lella og auðvitað mamma og pabbi. Hún er meira að segja farin að nota pabba orðið mikið og segir varla lengur mamma hehehe...

Silja María er orðin rosalega dugleg að syngja. Hún syngur voða mikið í bílnum og þá heyrist í henni "ba búm, ba búm, tralla lalla lalla la" eða "oja oja ahaha" og þá bæti ég við og syng restina af laginu. Hún er líka farin að þekkja hrynjandann í mörgum lögum og þó að hún kunni ekki textann þá raular hún með og syngur með orðum sem hún þekkir eins og krakkar (gakkar) mamma, þramma (þamma) og kreik (geik) úr laginu "Allir krakkar" og vel, stél (dél), haf (hav) úr "Litlu andar ungunum". Hún kann líka Stubbalagið og syngur með Lala og Pó (bó). Ef ég syng "Höfuð, herðar, hné og tær", þá tekur hún utan um höfuðið og beygir sig svo niður og tekur í tærnar sem er bara krúttlegt. Svo þegar lagið er búið segir hún veiiii og klappar saman höndunum.

Um daginn lærði hún að segja meiddi. Hún klemmdi sig á einum putta þannig að það blæddi smá og ég náttúrulega sagði "má mamma sjá meiddið?" og ég skoðaði það og þurrkaði blóðið. Ef hún meiðir sig eitthvað núna og ég spyr hvort ég megi sjá meiddið þá hættir hún alltaf að gráta og sýnir mér puttan og segir meiddí heheh...

Vinsælasta orðið þessa dagana er Nei. Ef maður spyr hana að einhverju segir hún oftast nei en meinar í flestum tilfellum já. Stundum segir hún nei nei nei, sem er frekar fyndið, en ég sagði það stundum við hana þegar hún var yngri ef hún mátti ekki eitthvað. Stundum segir hún haa með voða saklausum svip sérstaklega ef verið er að segja við hana að hún megi ekki eitthvað.

Silju Maríu kítlar soldið og segi ég stundum gúllí gúllí þegar ég kítla hana aðeins. Hún er nú farin að taka upp á þessu líka og ef hún sér tásur eða bert hold þá kemur hún hlaupandi og segir gúllí gúllí gúllí. Hún gerist meira að segja svo gróf að lyfta upp bolnum hjá manni, potar í magann, segja bumba og svo gúllí gúllí hehehe...

Silja er farin að skija flest allt sem sagt er við hana. Hún þekkir flest dýrin og getur sagt bra bra (baba),voffi og kisa (disa). Hún þekkir líka allt á andlitinu og getur sagt auga (auja). Þegar hún sér klukku þá segir hún tikk takk (tik tak) en það var afi Rúnar sem kenndi henni það. Hún er farin að láta okkur vita þegar hún er búin að kúka. Þá kemur hún og tekur í bleyjuna og segir kúka. Hún kann að segja hæ, bæ og halló en notar það svona við sína hentisemi. Svo finnst henni mjög gaman að fara í bað. Ef ég segi "viltu koma í bað" þá segir hún bað bað (ba ba) og hleypur inn á bað og þá er ekki aftur snúið.

Önnur orð sem hún er farin að segja eru; taka (daka) þegar þegar hún vill láta taka sig, sitja (dita) þegar hún vill sitja eða fara í barnastólinn sinn, dudda þegar hún vill snuðið sitt, datt þegar eitthvað dettur hjá henni eða að hún kastar því í gólfið, labba þegar hún vill fara úr barnastólnum eða t.d. úr kerrunni, hérna (hénna) þegar hún er að rétta manni eitthvað, ljósið (ósi), loka (oka), laga (laja) og fram (fam) þegar hún vill fá okkur fram úr rúminu hehehe..

Svo er reyndar eitt orð sem hún notar mikið og það er nammi. Það þýðir matur og þá kallar hún nammí nammí og hleypur inn í eldhús og bendir á ísskápinn. Þá á maður að gefa henni að borða og það helst á sömu sekúndu.

Jæja ég held að þetta sé nóg í bili. Ég er örugglega að gleyma einhverjum orðum en Silja María er rosaleg dugleg að tala og er alltaf að koma eitthvað nýtt frá henni. Hún er líka orðin mjög dugleg að herma eftir manni

29.08.2007 22:07

Ný vinkona fædd :O)


Anna og Andri eignuðust prinsessu í gærkvöldi og viljum við óska þeim innilega til hamingju með litlu snúlluna. Öllum heilsast vel og hlökkum við til að kíkja í heimsókn .

Knús og kossar frá öllum í Perlukórnum...

26.08.2007 19:52

Lykilorðið inn á myndasíðuna !

Það virðist vera að sumir sem biðja um aðgang að myndasíðunni fái ekki lykilorðið sent í pósti þó að ég sé búin að samþykkja þá. Ef svo er, þ.e. að einhver er ekki búin(n) að fá lykilorðið þá endilega senda inn aðra beiðni .

19.08.2007 11:02

Silja María í stuði á Miklatúni :)



Gærdagurinn var stór dagur hjá fjölskyldunni í Perlukórnum. Silja María og Kjartan vorum bæði á leiðinni í sitt fyrsta hlaup :o)

Silja María var skráð í Latabæjarhlaupið og Kjartan í 10km í Maraþoni Glitnis.

Kjartan var að hlaupa í þágu MND félagsins og Silja María fyrir Unicef og saman náðu þau að safna 76.300 krónum. Silja María hljóp (labbaði) með mér og fékk að launum þennan fína verðlaunapening. Eftir það var farið í bæinn og rölt um í veðurblíðunni. Þegar það fór að kvölda þá fórum við ásamt Tedda, Erlu, Herborgu, Bjössa, Ingu Bríeti ofl. á Miklatún og hlustuðum á tónleikana.

Við ákváðum að læsa myndaalbúmunum þannig að þeir sem vilja kíkja á myndir endilega sendið okkur beiðni um aðgang. Fullt af myndum koma svo inn í dag...

Bless í bili

30.07.2007 13:22

Sumarfrí í Danmörku

Hæ öll.

Þá er fjölskyldan komin heim frá Danaveldi og rétt að rekja ferðasöguna (svona í grófum dráttum)...

Við fórum út á miðvikudagsmorgni og vöknuðum kl. 5 um nóttina/morguninn (eftir því hvort þið eruð A eða B manneskjur ). Silja María var í banastuði og vissi greinilega að eitthvað mikið spennandi væri framundan. Óskar frændi skutlaði okkur til Keflavíkur og allt gekk í ljómanum í Leifsstöð. Fórum í flugvélina og fengum auka sæti fyrir Silju. Henni fannst svona líka rosalega gaman í flugvélinni og hló og lék sér alla leiðina.... einu skiptin sem hún grét eitthvað var þegar við foreldrarnir vorum að reyna fá hana til að fara sofa. Komum til Köben í rjómablíðu, logn og sól. Tókum leigubíl á hótelið okkar sem var í Fredriksberg og Silja María enn vakandi. Hótelið var mjög snyrtilegt og fínt en svona helst til lítið herbergið okkar, en það var aldrei planið að hanga á herberginu... ó nei. Fórum beint út og tókum lestina á Kongsens Nytorv þar sem við hittum Herborgu, Bjössa og Ingu Bríeti. Inga Bríet var víst búin að spyrja mikið um Silju og þær féllust í faðma þegar þær hittust... hlupu um allt og léku sér.

Síðan tókum við ferðamannapakkann á þetta... H&M, Fields og Magasín tekin í gegn og kortin straujuð duglega... Fórum í Tívolí og dýragarðinn og tókum haug af myndum.

Áttum semsagt yndislega viku í landi Bauna þar sem Silja María heillaði alla upp úr skónum með því að segja "Hej" í tíma og ótíma... brosti blítt í áttina að fólki og uppskar mörg bros og "Hej" tilbaka... væri synd að segja annað en að hún væri lítið Sjarmatröll (Copyright Bubbi Morthens ehf. / Idol.is)

Búið að setja inn 3 myndaalbúm úr ferðinni. Eitt úr Tívolí, eitt úr dýragarðinum og eitt "almennt" Danmerkuralbúm ... vonum að myndirnar sýni hvað það var gaman hjá okkur.

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45704
Samtals gestir: 13517
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:29:09


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni