Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


21.03.2007 14:31

Fyrsta slysið :O/

Þá er slysasaga Silju Maríu hafin og vonandi verður hún ekki lengri. Silja er orðin svo dugleg að hún vill fara soldið á undan sér. Hún var eitthvað að basla í gær og lenti með neðri vörina á horninu á stofuborðinu og sprengdi hana. Það blæddi smá en litla hetjan var ekki lengi að jafna sig. Silja er því með tvöfalda neðrivör . Hún virðist nú ekki finna mikið fyrir þessu, borðar eins og hún er vön og finnst duddan voða góð. Þetta lagast vonandi fljótlega.

Myndavélin er enn í viðgerð en Óskar var svo góður að lána okkur sína vél þannig að það ættu að fara að detta inn nýjar myndir flótlega.

bless í bili.................

09.03.2007 09:25

Nýjustu fréttir

Hæ hó

Daman fór í skoðun í gær og var öll hin kátasta. Hún sýndi lækninum öll trixin sem hún kann og lék á alls oddi, reyndi m.a. að borða hlustunarpípuna hans . Hún mældist 72,5cm og 8330g sem er bara nokkuð gott og er hún alveg að ná kúrfunni sinni í þyngd. Ælurnar hennar hafa minnkað mikið okkur foreldrunum og henni til mikillar ánægju. Silja María er ansi dugleg að hreyfa sig og getur vart verið kyrr í nokkrar sekúndur. Hún er farin að labba meðfram öllu og ýta hlutum á undan sér og labba með. Hún er búin að uppgötva DVD safnið og finnst mjög gaman að tæta þar . Hún er orðin ansi flínk við að opna skápa og skúffur og höfum við foreldrarnir bara notast við heimatilbúnar barnalæsingar eins og límband hehehe....

Myndavélin er enn í viðgerð og ég veit ekki hvenar hún verður tilbúin. Verðum helst að fá lánaða myndavél einhverstaðar hmmm...

Silja María er búin að vera í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum þegar ég er í vinnunni og líkar henni það mjög vel. Við vorum að fá að vita það að Silja kemst ekki að hjá dagmömmunni í vor eins og var búið að segja okkur heldur ekki fyrr en í haust . Veit því ekki hvernig þetta mál fer en við erum búin að hringja í nokkrar dagmömmur  sem mælt var með og alls staðar er biðlistinn langur...... Kannski verð ég bara að hætta að vinna og vera heima með Silju í sumar hehehe....

bæ í bili

06.03.2007 08:06

Til hamingju með afmælið mamma mín :o)



Hún mamma mín á afmæli í dag og mig langaði til að segja ykkur hvað hún er frábær.
Það er ekkert sem hún gerir ekki fyrir mig, sama hversu þreytt hún er þá hefur hún alltaf orku í að knúsa mig og sama hversu mikið hún er að flýta sér þá hefur hún alltaf tíma til að sinna mér. Mamma mín er sko best í heimi og ég hlakka rosalega til að sjá hana í kvöld, kyssa hana og segja henni það.

Ég vona að þú hafir það rosalega gott á afmælisdaginn þinn mamma mín, því ef einhver á það skilið þá ert það sko þú 

p.s. Pabbi elskar þig líka rosalega mikið og var eitthvað að tala um að hann vildi líka koma einhverri afmæliskveðju til þín

p.p.s Pabbi neitar að gefa mér morgunmat nema ég segi þér að hann elskar þig líka rosalega mikið og hlakkar líka til að sjá þig

01.03.2007 10:33

Til hamingju með afmælið Óskar frændi ;O)

Hann Óskar stóri frændi minn á afmæli í dag og er orðinn 17 ára . Innilega til hamingju með daginn og vonandi fæ ég að fara með þér í bíltúr fljótlega .

Knús og kossar

Silja María

24.02.2007 14:39

Myndin sem Afi Rúnar var að biðja um

Hún er gjörsamlega sætust... ekki það að ég sé hlutdrægur eða neitt svoleiðis

23.02.2007 08:18

Til hamingju með afmælið afi ;O)

Afi Rúnar á afmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn .

Sjáumst í kvöld.......

Knús og kossar

Silja María

19.02.2007 08:16

Til hamingjum með afmælið Inga :)

Inga Bríet stórvinkona mín á 1 árs afmæli í dag

Innilega til hamingju með daginn og hafðu það sem allra best í dag

Sjáumst svo næstu helgi í afmælisveislu

Knús og kossar

Silja María

13.02.2007 15:08

Fréttir...

Þá er daman orðin 9 mánaða og einum degi betur. Ég átti að fara með hana í vigtun í gær en steingleymdi því. Hún er alveg að þyngjast og ælurnar hennar hafa minnkað þannig að ég fékk bara tíma fyrir hana í 10 mánaða skoðun þann 8. mars. Silja María er orðin rosalega dugleg og er farin að standa upp við hvaða tækifæri sem gefst og er farin að fikra sig áfram á milli staða, t.d. frá sófaborðinu að sófanum. Hún kann að segja mamma, dadda, datt og eitthvað fleira sem við foreldrarnir erum ekki farin að skilja enn þá .  Svo er hún að fá 2 tennur í viðbót í efrigóm, sitthvoru megin við framtennurnar. Sem sagt komin með 7 tennur skvísan. Ég er svo að byrja að vinna 15. febrúar og verður Sillja María í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum þangað til pláss losnar hjá dagmömmunni. Það verða örugglega viðbrigði en svona er gangur lífsins....

Myndavélin okkar er orðin biluð aftur þannig að hún verður að fara í viðgerð og ekki veit ég hversu langan tíma það tekur. Það verða því engar myndir þar til við fáum hana aftur .

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45665
Samtals gestir: 13514
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:56:47


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni