Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


23.09.2008 18:07

Allt að gerast í Kópavoginum ;O)




Nýr fjölskyldumeðlimur er væntanlegur í byrjun apríl 2009 og eru allir í skýjunum með það emoticon  Silja María er mjög ánægð og veit alveg af litla barninu "okkar" sem er í bumbuni hennar mömmu. Það er hins vega ekki alveg á hreinu hjá henni hvort þetta sé strákur eða stelpa því stundum er þetta liltli bróðir og stundum litla systir. Henni fannst myndirna úr sónarnum voða spennandi og erum handviss um að hún eigi eftir að verða fyrirmyndar stóra systir hehehe.... Mamman er búin að vera bara nokkuð spræk fyrir utan smá ógleði og þreytu en vonandi fer að rætast úr því. Einnig hef ég aðeins fundið fyrir öðruvísi bragð af mat, sem er mjög skrítið, og get t.d. ekki drukkið dökka gosdrykki emoticon Það er nú reyndar bara fint þar sem pepsi max var í miklu uppáhaldi.

Sónar myndirnar eru komnar inn ...

30.08.2008 22:02

Gullmolar og fréttir


Silja María var búin að vera mikið föst í bílstólnum sínum þegar við vorum að rúnta fyrir norðan og þegar við komum aftur á hótelið fór hún heldur betur á flug. Hún gat ekki verið kyrr en mest gaman var að hoppa í rúminu. Við vorum með ferðarúmið hennar með okkur og settum hana í það og sögðum henni að nú ætti hún að fara að sofa. Hún var samt enn á fullu og var alltaf að standa upp og leggjast niður. Þegar hún var búin að gera þetta marg oft þá stóð hún upp og sagði við mig "mamma, villtu slökkva á mér". Okkur fannst þetta náttúrulega mjög fyndið en ég held að hún hafi verið að meina að ég ætti að slökkva ljósið. En miðað við hvernig hún var búin að vera þá átti þetta mjög vel við .

Silja María er að hætta með bleyju og hefur hún ekkert verið með bleyju í leikskólanum sl. tvær vikur. Það hefur gengið rosalega vel og mjög lítið um slys, var aðeins fyrstu vikuna en svo ekkert. Þær á leikskólanum eru mjög stoltaf af henni (eins og mamman og pabbinn). Það fer heldur ekki á milli mála þegar hún þarf á klósettið því þá öskrar hún "ég þarf að pissa" og þá er þotið með hana.

Við fórum í afmæli austur fyrir fjall síðustu helgi og á leiðinni heim segir Silja María við okkur "bless mamma og pabbi, ég er farin" og við náttúrulega sögðum bara bless á móti enda hefur hún oft sagt þetta áður. Haldiði ekki að mín teygji sig í hurðaopnarann og togar í. Hún náði sem betur fer ekki að opna alveg en nógu mikið til þess að við þurftum að stoppa á litlu kaffistofunni og loka og setja barnalæsinguna á. Við vorum ekki alveg búin að fatta að hún væri orðin það stór að við þyrftum barnalæsingu .

jæja nóg í bili....

17.08.2008 22:36

Sumarfríið okkar


Þá eru allir komnir í sína venjulega rútínu, við farin aftur að vinna og Silja María byrjuð í leikskólanum. Hún var reyndar mjög spennt yfir því að fara aftur á leikskólann og talaði vart um annað daginn áður . Sumarfríið lukkaðist vel og allir endurnærðir. Við byrjuðum á því að fara í eina viku upp í bústað eins og ég var búin að blogga um áður og vorum svo eina viku heima í góðu yfirlæti. Skelltum okkur svo norður í nokkra daga og gistum á Fosshóteli á Dalvík. Það var rosalega fínt og fengum við alveg bongó blíðu alla dagana. Við keyrðum til Akureyrar, Húsavíkur, Mývatns, Hóla í  Hjaltadal og Sauðárkróks með viðkomu í Dimmuborgum, Námaskarði, Skútustöðum (þar sem afi hans Kjartans var prestur), Goðafossi og Ljósavatni. Fórum einnig í dýragarðinn á Krossum, Kjarnaskóg, Byggðasafnið á Dalvík, Vaglaskóg og jólahúsið svo eitthvað sé nefnt. Silja María skemmti sér konunglega og stytti sér stundir með því að horfa á Latabæ í DVD spilaranum sínum og syngja fyrir okkur . Er búin að setja inn þrjú ný myndalabúm, þetta eru svolítið margar myndir en hægt er að velja smámyndahnappinn og sjá þær allar litlar.

Það er annað að frétta af fjölskyldunni að við erum búin að vera með húsgest síðan 1. ágúst. Siggi litli bróðir er búin að vera hjá okkur og verður líklega til 1. sept. Mamma og pabbi afhentu húsið sitt 1. ágúst og fá ekki afhent í Garðabænum fyrr en 1. sept. Siggi er því hjá okkur, Óskar hjá Kristínu sinni og mamma og pabbi hjá Erlu og Tedda. Það er því rosa fjör á heimilinu, alla vega finnst Silju það og skríður hún alltaf upp í til hans á morgnana hehehe....

28.07.2008 00:23

Sumarskvísan 2008



Henti inn nokkrum myndum úr sumarfríinu. Það eru myndir frá bústaðnum og nokkrar myndir af Silju Maríu í dansham. Hún tekur sig til daman og fer í ham og dansar út í eitt. Minnir mjög á "So you think you can dance" hehehe... enda hefur hún mjög gaman að horfa á þann þátt og herma eftir .

22.07.2008 00:27

Sumarfrí og afslöppun



Familían er komin í langþráð sumarfrí og byrjuðum við á því að eyða viku upp í sumarbústað. Við fengum góða gesti í heimsókn, Herborg, Bjössi, Inga Bríet og Kristinn Tjörvi voru hjá okkur í eina nótt og svo komu Erla, Teddi og Ásrún Eva og voru hjá okkur í tvær nætur. Það varð því ekki mikið um "skoðunarferðir" um næsta nágrenni en við skelltum okkur þó í dýragarðinn í Slakka. Það vakti auðvitað mikla lukku hjá yngri kynslóðinni en Silja María og Inga Bríet sýndu einnig góða takta í mínígolfi . Við fengum hið fínasta veður og vorum mikið úti við. Útispilið Kubb var vinsælt og einnig var borðspilið "Ticket to ride" spilað nokkrum sinnum og "Buzz". Við erum ekki búin að plana restina af sumarfríinu en ætlum líklega að ferðast eitthvað innanlands.

Við skelltum okkur í fjallgöngu um daginn á Keili. Við reyndar gegnum bara að fjallinu þar sem við vorum með Silju Maríu með okkur og hún náttúrulega vildi líka labba sjálf . Það tók okkur um 3 klst að ganga að fjallinu og til baka og ég get sagt ykkur að það er ekki auðvelt hehehe... En þetta var góður göngutúr og fengum við rosa gott veður. Myndin hér að ofan er tekin rétt áður en við brunuðum í bæinn.

Set inn nýtt myndalabúm sem er frá lok júní til byrjun júlí...

16.07.2008 13:12

Sól og stuð í sveitinni :o)


Klukkan 11 í morgun var 18 stiga hiti, sól og blíða í bústaðnum og í tilefni þess skelltu Silja og mamma sér í pottinn... Pabbi var snöggur til og smellti mynd með símanum af skvísunni sinni til að deila með ykkur.

04.07.2008 23:42

Fréttir fréttir...



Þá er búið að skíra litlu frænku og hlaut hún það fallega nafn "Ásrún Eva". Það er alveg út í loftið skv. foreldrunum en "rún" vísar kannski smá til Rúnars afa. Athöfnin var haldin hjá ömmu Maju og afa Rúnari sl. sunnudag og gekk mjög vel fyrir sig. Silja María var reyndar orðin veik og sofnaði strax eftir athöfnina og svaf alla veisluna. Ég er líka búin að vera lasin og pabbinn hálf slappur. En allir að koma til núna sem betur fer.

Á myndinni má sjá frænkurnar í eins náttfötum sem mömmurnar keyptu í verslunarferðinni til Boston fyrir jólin . Silja María er rosalega góð stróra frænka og vill knúsa og kyssa Ásrúnu Evu öllum stundum. Hún er voða dugleg að rétta henni snuðið og vill helst gera allt eins og hún. Þær verða góðar saman í framtíðinni .

Annars er allt gott að frétta. Við förum fljótlega að fara í sumarfrí og ætlum held ég bara að ferðast eitthvað innanlands. Annars er ekkert ákveðið, held að við látum veðrið bara ráða ferðinni.

Er búin að setja inn 2 ný myndaalbúm.....

Bless í bili..


08.06.2008 22:38

Gullkorn í boði Silju Maríu


Silja María er náttúrulega orðin rosalega dugleg að tala og ótrúlegt hvað hún grípur mikið af orðum sem við foreldrarnir segjum. Við skelltum okkur upp í bústað í gær og þegar við áttum svona 20mín eftir þá segir Silja "Mamma, sveitin okkar" upp úr þurru. Kannaðist greinilega við sig þarna og endurtók þetta reglulega þangað til að við komum að afleggjaranum að bústaðnum. Þá tók hún sig til og hrópaði "yes yes" og rétti krepptan hnefann út í loftið. Okkur fannst þetta frekar fyndið og jók það enn kátínuna þegar hún sagði "glæsilegt" þegar við lögðum bílnum fyrir framan bústaðinn  . Silju Maríu finnst rosalega gaman að vera í sveitasælunni og nýtir hvert tækifæri til að segja okkur það.

Þegar við vorum svo á leið heim úr bústaðnum í dag vorum við að syngja. Allt í einu segir Silja við pabba sinn "pabbi ekki syngja". Hann var eitthvað sár og sagði hún réði því ekki hvort hann væri að syngja eða ekki, að hann mætti alveg syngja eins og Silja. Þá kom smá þögn og svo sagið Silja "Silja ræður engu". Við náttúrulega sprungum úr hlátri en reyndum að láta lítið fara fyrir því hehehe...

Við stoppuðum í bakaríinu í Hveragerði á leiðinni heim og Silja þurfti auðvitað að kúka meðan við vorum þar. Ekkert skiptiborð var á baðherberginu þannig að Kjartan settist á klósettið og lét hana liggja á lærunum meðan ég skipti. Þetta var náttúrulega full bleyja og Kjartans segir svona "næs" með Borat hreim. Silja greip þetta á lofti og núna segir hún "næs" ef henni finnst eitthvað ógeðslegt eða ef henni líkar ekki eitthvað  .


Eitt að lokum...Silja var eitthvað pirruð á því að vera spennt niður í bílstólinn um daginn og náði að losaði hendurnar. Okkur þótti það nú ekki sniðugt og stoppuðum bílinn til að laga hana. Ég sagði að hún mætti ekki losa sig, að allir væru með beltin spennt þegar bíllinn væri á ferð. Hún var alveg sammála því og sagði "já mamma, ekki losa bindin" hehehehe... 

05.06.2008 22:33

Blómarós



Það var sumarhátið í leikskólanum hennar Silju Maríu í dag með tilheyrandi pompi og prakt. Krakkarnir létu rigninguna ekki á sig fá og skemmtu sér vel. Allir voru málaðir í framan og fékk Silja blóm á sitt hvora kinnina. Grillið vakti mikla lukku og spiluð var tónlist og sungið. Leikskólinn var skreyttur í tilefni dagsins með blómum og fíneríi.

01.06.2008 23:17

Hjólastelpa



Skvísan á bænum fékk hjól um daginn og var ekkert smá ánægð með það. Nú hjólar hún allan daginn og ferjar dúkkurnar sínar í "skottinu" eins og hún kallar það.

Hún er líka orðin rosalega dugleg að pissa í klósettið og við erum farin að hafa hana bleyjulausa frá því að hún kemur heim úr leikskólanum og þangað til hún fer að sofa. Hún hefur reyndar ekki enn kúkað í klósettið en það kemur . Hún er mjög dugleg að segja okkur ef hún þarf að pissa þannig að ekki hefur verið mikið um slys. Okkur finnst það stundum heldur of oft sem daman vill fara á klósettið en held að það sé betra en hitt hehehe...

Búin að setja inn 2 ný myndalabúm....

18.05.2008 22:27

Efnileg í varalitun ;)




Silja María komst aðeins í snyrtivörurnar hjá ömmu Maju og var bara ansi sátt við sjálfa sig þegar hún var búin að setja á sig varalit hehe...

 

12.05.2008 11:41

Afmælisprinsessa



Heimasætan á bænum á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 2 ára gömul (finnst eins og hún hafi fæðst í gær hehehe..).

Innilega til hamingju með daginn elsku rúsínu krúttið okkar .

Mamma og Pabbi...

11.05.2008 00:02

Pabbastelpur ;O)




Ákvað að skella inn myndum af frænkunum. Eins og sést eru þær ekki mikið líkar og greinilega fengið genin frá feðrum sínum hehehe...

09.05.2008 23:33

Nýjar myndir :)




Nýjar myndir af skvísunni komnar inn. Þar má m.a. finna myndir frá Skoppu og Skrítlu sem við fórum að sjá á Sumardaginn fyrsta ásamt Herborgu og Ingu Bríeti. Myndirnar þaðan eru ekkert sérstaklega góðar þar sem ekki mátti nota flass en ég lét þær samt flakka með.

Allt gott að frétta úr Perlukórnun og stutt í afmælisveislu prinsessunnar . Ég ætla að gera tilraun og baka Dóruköku enda er hún í miklu uppáhaldi hjá heimasætunni. 


03.05.2008 16:03

Mynd af litlu frænku


Hérna kemur loksins mynd af Theódórsdóttur .

Er einnig búin að stetja inn link á síðuna þeirra.....

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45626
Samtals gestir: 13512
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:16:34


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni