Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


28.04.2007 21:05

Ekki lengur Silja litla......



Silja María fékk göt í eyrun í dag og er hún bara mjög ánægð með það (alla vega mamman heheh...). Pabbinn var soldið aumur fyrir hönd dóttur sinnar en er búinn að kaupa demantseyrnalokka handa prinsessunni sinni þannig að það var ekki seinna vænna að hún fengi göt. Hún grét smá þegar lokkunum var skotið í eyrun en svo var allt búið og eins og ekkert hafði í skorist. Hún finnur greinilega ekkert fyrir þessu því hún er ekkert að fikta í lokkunum. Hún fékk perlulokka eins og mamma sín og verður að vera með þá í 4-6 vikur. Þá getur hún farið að nota demantslokkana frá pabba .

Myndir koma inn snemma í fyrramálið (lofa....)

27.04.2007 08:35

Kannski komin tími á að skrifa eitthvað.....

Þá er Silja María að byrja í aðlögun hjá dagmömmunni á mánudaginn 30. apríl og hlakka ég til þess að hún fái að leika við önnur börn, held að hún eigi eftir að fíla sig vel . Við foreldrarnir erum búin að vera á fullu við að skoða íbúðir og ég hef eiginlega ekki tölu á því hvað við erum búin að skoða margar en erum komin inn á það að það sé best að vera í kórahverfinu í Kópavoginum. Skipulagið þar er rosalega fínt og mjög barnvænt. Silja María var upp í bústað með ömmu sinni frá 18. apríl til 22. apríl og var mjög ánægð með að vera í svetinni. Við heimsóttum hana og fórum í sund í Reykholti. Erla og Teddi komu líka, skoðuðu bústaðinn og fóru með okkur í sund.

Myndir eru á leiðinn...

Bless í bili

19.04.2007 10:41

Gleðilegt sumar!!



Nýtt albúm komið inn í tilefni sumars :o)

Af mömmu og pabba er það að frétta að þau voru að samþykkja kauptilboð í íbúðina sína þannig að ég er mjög líklega að fara flytja í nýtt og stærra herbergi í öðru póstnúmeri fyrir 1. júlí

Ég er núna upp í sumarbústað með ömmu Lellu og verð þar líklegast fram á sunnudag.

Kveðja,

Silja María "sumarskvísa"

16.04.2007 08:40

Silja í sér herbergi ;)

Silja María var sett í sér herbergi nú um helgina og svaf fyrst í því í nótt. Hún var bara alsæl með það og svaf mjög vel . Hún var farin að vakna alltaf þegar við vorum að skríða upp í á kvöldin og það fannst okkur foreldrunum ekki alveg nógu gott þar sem við vildum fara að sofa en hún ekki. Það var því ákveðið að setja hana í sér herbergi og láta reyna á það. Það gekk svona rosalega vel þannig að allir eru ánægðir.

12.04.2007 08:51

Tíminn flýgur......

Það er aldeilis hvað tíminn flýgur og daman bara orðin 11 mánaða. Ég þarf sem sagt að fara að plana afmælisveislu eftir mánuð. Hvaða þema ætti ég að hafa hehe... kannski Eurovisionþema eða stjórnmálaþema . Páskarnir fóru soldið forgörðum hjá okkur þar sem Silja María var búin að vera veik og ég var veik alla páskana. Það var því ekki mikið gert annað en að glápa á sjónvarpið, náðum meðal annars að horfa á 18 þætti að af Heros hehe... Silja er orðin voða dugleg að labba með og færir sig á milli staða. Hún sleppir sér stundum og fattar allt í einu að hún stendur á miðju gólfi og þá lætur hún sig detta á rassinn. Hún er farin að tala miklu meira og gera alls konar hljóð. Erla frænka keypti t.d. sólgleraugu á Flórída og þegar þau eru sett á hana segir hún Váááá... frekar fyndið.

Ég setti inn einhverjar nýjar myndir um daginn, endilega kíkið

bæb

03.04.2007 20:04

Fréttir :)

Þá er Silja María öll að hressast. Hún vaknaði í nótt og þá búin að gera nr. 2 upp á bak. Ég mældi hana og þá var hún með 38,8 stiga hita þannig að ég ákvað að vera með hana heima í dag. Hún er búin að vera frekar lystalítl en samt öll að koma til og var orðin hitalaus um sex leytið.

Svo vorum við að fá þær gleðifréttir að það var að losna pláss hjá dagmömmunni 1. mai þannig að Silja María kemst að þá. Dagmamman ætlar að hringja í okkur eftir páska og við förum þá að skoða aðstöðuna. Hún fer reyndar í sumarfrí frá 25. júní til 9. ágúst, sem eru alveg 7 vikur, þannig að við verðum einhvern vegin að redda því .

Bless í bili.....

02.04.2007 21:27

update...

Silja María er búin að vera með yfir 39 stiga hita í allan dag og fór mest upp í 39,6. Hún er eiginlega búin að sofa í fanginu á mér í mest allan tíman og búin að vera frekar lítil í sér. Hún hressist alltaf við þegar ég gef henni stíl en annars er hún voðalega slöpp (hálf vönkuð) og lystalítil. Hún hefur ekkert kastað upp í dag en er búin að vera með niðurgang. Hún sofnaði inni í rúmi núna kl átta en er búin að rumska nokkrum sinnum síðan þá. Vonandi sefur hún í nótt svo að við foreldrarnir fáum að sofa aðeins meira en í fyrri nótt.

02.04.2007 09:04

Silja María lasarus :/

Silja María nældi sér í gubbupest í gær og er ekki búin að halda neinu niðri . Við fórum í bíltúr í gær um eitt leytið og ætluðum niður á tjörn að gefa öndunum. Á leiðinni gubbaði hún yfir sig alla og yfir bílstólinn þannig að við þurftum að snúa við. Við héldum bara að hún hefði borðað eitthvað sem varð til þess að hún ældi (það hefur komið fyrir áður) þannig að við fórum bara heim, skiptum um föt og bílstól og fórum aftur þar sem hún var mjög hress og ekkert benti til þess að hún væri að verða lasin. Við fórum í IKEA og þar var allt í lagi. Á leiðinni heim úr IKEA ældi hún aftur yfir sig alla þannig að við brunuðum heim. Þá var hún orðin eitthvað slöpp þannig að ég mældi hana og hún var þá komin með 38,5 stiga hita. Hún gubbaði svo nokkrum sinnum eftir það og allsvakalega. Kjartan fór út í apótek og keypti sykurvatnslausn og ég gaf henni smá svoleiðis áður en hún fór að sofa. Hún sofnaði strax, enda uppgefin eftir allt ælustandið og svaf til um kl eitt. Þá vaknaði litli anginn, enda örugglega svöng og ég gaf henni meira sykurvatn. Það kom allt upp úr henni aftur og yfir mig og allt rúmið. Þannig að þá var farið í að skipta á rúminu. Þá sofnaði hún aftur og svaf til kl fimm. Þá gaf ég henni smá sykurvatn sem hún hélt sem betur fer niðri. Þá mældi ég hana aftur því mér fannst hún svo heit og var hún þá komin með 39 stiga hita. Hún er ótrúlega hress miðað við aðstæður og er búin að tala á fullu og hlæja en vill samt voða mikið vera hjá mér og kúra. Við vonum bara að þetta gangi yfir sem fyrst.

Það eru komnar nýjar myndir í myndalabúmið .

30.03.2007 13:11

Til hamingju með afmælið amma Maja ;O)


Innilega til hamingju með daginn amma og ég vona að þú hafir það gott á Kanarí.
Knús og kossar og hlakka til að sjá þig


Kv, Silja María

28.03.2007 17:24

Erla frænka og Teddi frændi...


... takk fyrir allt dótið sem þið gáfuð mér frá Flórída. Þökk sé ykkur þá verð ég aðal skvísan í bænum í sumar

p.s.
Góða ferða Amma, Afi, Siggi og Óskar... ég hefði sko alveg getað farið með ykkur... á geðveikt flott sólgleraugu í stíl við sundfötin mín...

25.03.2007 21:02

Nýjar myndir í myndaalbúminu ;O)



Allt gott er að frétta af Silju Maríu og eru foreldrarnir með myndaæði eftir að við fengum loksins lánaða myndavél eins og sést kannski á myndaalbúminu. Silja er komin með áttundu tönnina sína en hún fannst 21. mars í neðrigóm. Myndin hér að ofan er af Hring sem er 9 mánaða (sonur Maju og Bjössa), Silju Maríu sem er 10 1/2 mánaða og Ingu Bríeti sem er 13 mánaða (dóttir Herborgar og Bjössa). Held að þetta sé fyrsta myndin sem er tekin af þeim saman og það gekk nú alveg ágætlega að ná þeim öllum á mynd enda öll voðalega þæg og góð hehehehe.....

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45704
Samtals gestir: 13517
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:29:09


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni