Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


17.10.2009 11:41

Kirtlataka

Af okkur er helst það að frétta að Silja María fór í háls- og nefkirtlatöku og fékk líka rör í eyrun. Þetta var allt gert 6. október síðastliðin. Hálskirtlarnir voru víst á stærð við golfkúlur og eyrun á henni stútfull af vökva og slími.

Við mættum með hana á Handlæknastöðina í Glæsibæ þar sem þetta var allt saman gert. Hún var rosalega róleg yfir þessu enda foreldrarnir búnir að útskýra fyrir henni hvað stæði til að gera. Hún var svolítið pirruð þegar hún vaknaði, já eða heilmikið pirruð og tók ekki í mál að borða ís - en hún mátti ekki fara fyrr en hún var byrjuð að borða. Á endanum tókst það og við fengum að fara heim. Fyrstu orð Silju Maríu þegar hún steig út úr húsi eftir aðgerðina voru "það er soldill hávaði hérna" sem við foreldrarnir tókum sem merki um að rörin væru að hjálpa til :o)

Silja María hefur ekki farið á leikskólann síðan aðgerðin var framkvæmd og er búin að vera rosalega dugleg og góð að leika sér heima með mömmu sinni og Ársæli Erni. Hann gerir ekki annað en að borða og stækka og gaman að segja frá því að hann fór í skoðun á föstudaginn var. Hann fékk sprautu og kveinkaði sér ekki einu sinni yfir því - hann er soddan jaxl að hann brosti bara. Pilturinn er núna rétt tæp 7,5 kg og mældist 68,5 cm en Silja María var 7.190gr og 68,0 cm í sinni 6 mánaða skoðun :)

Ársæll er heldur rólegri en systir sín en hún var farin að velta sér á alla kanta, komin með tvær tennur, byrjuð að sitja sjálf og farin að draga sig áfram á höndunum þegar hún var 6 mánaða - hann lætur sér nægja að velta sér yfir á magann og bregða svo upp brosi sem gæti brætt ísjaka.

Nýjar myndir koma inn fljótlega
Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45704
Samtals gestir: 13517
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:29:09


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni