Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


15.02.2010 20:41

Er ekki komin tími á uppfærslu...





Þá er komið að því að mamman á heimilinu fari aftur út á vinnumarkaðinn. Ársæll er búinn að vera í aðlögun hjá Önnu dagmömmu og gengur það svona ágætlega. Hann var reyndar bara hálfan daginn í síðustu viku og til 14:30 í dag en ætlar að vera allan daginn á morgun. Eftir að hann byrjaði í aðlöguninni er hann orðinn soldið mömmusjúkur. Ég má ekki fara úr augsýn og á helst bara að halda á honum. Ég byrja að vinna 17. feb og vona að morgundagurinn gangi vel hjá Önnu.

Ársæll er orðinn rosa duglegur og stendur upp við hvað sem er. Hann er líka aðeins byrjaður að labba meðfram. Hann er mjög varkár og snjall við að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum hehehe... Hann er aðeins byrjaður að opna skápa og skúffur en ég vona að hann verði eins og systir sín og láti þetta allt vera (bjartsýn mamma) :)

Ársæll er aðeins byrjaður að myndast við að segja orð. Hann segir datt og dudda. Svo sýnir hann hvað hann er stór, vinkar bless, réttir hendurnar út ef maður á að taka hann og setur hendurnar fyrir andlilitð og þá á maður að segja "hvar er Ársæll" hehe..

Silju Maríu og Ársæli Erni finnst rosa gaman að leika saman, þ.e. Silju finnst gaman að leika með hann hehe... Ársæli finnst reyndar ekkert skemmtilegra en að að vera inni í herbergi þegar Silja er búin að sturta úr bangsakörfunni og raða í kringum hann ;)

Janúar er búinn að vera soldill veikindamánuður. Systkinin fengu bæði augnsýkingu og ég endaði með að fara þrisvar með Silju til læknis. Þau þurftu bæði að fá sterkari dropa en venjulegt er. Svo kom kvef, hósti, hiti og þess háttar skemmtilegheit.

Ársæll var í 10 mánaða skoðun í morgun og hefur aðeins þyngst um 100g (er 8160g) síðan í 8 mánaða skoðun. Hjúkkan sagði samt að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af en vildi samt að ég kæmi með hann í 11 mánaða vigtun. Hann er náttúrulega byrjaður að hreyfa sig töluvert meira og svo var hann líka veikur nær allan janúar og borðaði lítið.

Nýjar myndir komnar inn...




Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45726
Samtals gestir: 13519
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 07:55:17


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni