Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


07.04.2010 22:55

Veikindi á veikindi ofan...

Það hefur nú aldeilis margt gerst í lífi fjölskyldunnar í Perlukór síðan ég bloggaði síðast, þ.e. aðallega hjá Ársæli Erni. Hann er búinn að vera mikið lasinn litli kúturinn. Eins og ég talaði um í síðasta bloggi var Ársæll búinn að þyngjast lítið frá því að hann var 8 mánaða. Hann var veikur nánast allan janúar og byrjaði þá að fá niðurgang. Hann var alltaf búinn að vera með niðurgang af og til en ég var ekkert að kippa mér upp við það neitt sérstaklega því hann var alltaf svo hress. Þegar ég fór með hann í 11 mánaða vigtunina var niðurgangurinn aðeins farinn að aukast og var hann að skila af sér allt að 10 kúkableyjum á dag!(líka á nóttunni) Enda var hann ekkert búinn að þyngjast. Ég talað við lækninn okkar og hann ráðlagði okkur að taka út allar mjólkurvörur til að athuga hvort hann væri nokkuð með mjólkuróþol. Svo áttum við líka að skila þvagprufu því hann var alltaf að fá svona 38,3 til 38,5 stiga hita seinni partinn sem gæti bent til þvagfærasýkingar. Við settum hann á soyamjólk en ekkert breyttist. Þetta var á fimmtudegi.

Á fimmtudagskvöldið var hann kominn með háan hita, næstum 40°C. Hann var smeð vona háan hita alla helgina þannig að við hringdum upp á barnaspítala á sunnudags morgun og okkur var sagt að koma með hann. Þar var tekin blóðprufa, þvagprufa og saurinn var stigsaður fyrir blóði. Ekkert kom út úr þessu og við vorum bara send heim með þeim skilaboðum um að hann væri bara með einhvern vírus. Fengum samt tíma hjá Úlfi Agnarssyni barnameltingarsérfræðingi viku seinna eða 22. mars. Á þessari viku jukust kúkableyjurnar og hann var orðinn ansi slappur, hættur að brosa, hættur að leika sér og vildi bara vera í fangi. Við hittum svo Úlf og hann vildi senda okkur í aðra blóðprufu og láta okkur skila inn 5 saursýnum í ræktun. Ársæll var líka vigtaður og kom þá í ljós að hann var að léttast. Ekkert kom út úr þessum sýnum og læknirinn vissi eiginlega ekkert hvað hann átti að segja okkur. Það voru engar bakteríur sem voru að pirra hann, ekkert óþol, ónæmiskerfið virtist vera í lagi og hreinlega bara ekkert að drengnum. Við áttum að bíða og sjá fram yfir páska og fengum tíma hjá Úlfi aftur eftir páska. Einnig áttum við að halda honum frá dagmömmunni í amk 2 vikur.

Á þriðjudeginum fyrir páska byrjaði drengurinn að kasta upp sem ekki bætti ástandið. Hann hvorki borðaði né drakk, var orðinn mjög slappur, sýndi nánast engin svipbrigði og lá bara. Á miðvikudagskvöldið var hann enn að kasta upp og okkur var ekki orðið sama og hringdum upp á Hring. Okkur var skipað að koma með hann og endaði það með því að hann var með næringu í æð alla nóttina. Enn á ný voru teknar blóðprufur en ekkert kom út úr þeim. Okkur var sagt að fylgjast vel með honum og pína ofan í hann vökva. Ef hann færi ekki að taka við sér þá ættum við að koma með hann aftur. Ástandi skánaði lítið og við vorum bara orðin mjög hrædd um litla kútinn okkar og fórum með hann aftur á Hring að kvöldi föstudagsins langa. Þá hafði hann lést um 320g á tveimur sólarhringum. Þar sem deildarlæknarnir voru ekki til staðar var það sérfræðingur sem skoðaði hann og í fyrsta skipti kom einhver læknir með kenningu um hvað væri að barninu. Ársæll var líka búinn að vera með hósta og slím og vildi læknirinn meina að slímið væri að fara svona illa í hann, alla vega núna, gæti hafa byrjað með einhverjum vírus. Svo kom líka í ljós að hann var með byrjandi eyrnabólgu. Læknirinn sendi okkur heim með sýklalyf sem á að vinna á ýmsum kvillum enda var hann líka bara að skjóta út í bláinn, en það er meira en nokkur annar læknir hefur gert. Og viti menn drengurinn skánaði aðeins, þ.e. hóstinn og slímið og hægðirna urðu aðeins meira solid. Nú er hann búinn að vera á sýklalyfunum í 5 daga og á að vera í 5 daga í viðbót. Hann er langt frá því að vera góður, enn að kúka nokkrum sinnum á dag, komin með sveppasýkingu á bleyjusvæðið út af niðurgangnum, sveppasýkingu í munninn út af lyfjunum (sem hann fékk annað lyf við) , útbrot  sem eru líklega líka vegna lyfjanna og í ofanálag er hann með hlaupabólu sem systir hans smitaði hann af, úffffff... Ef hann verður enn með mikinn niðurgang eftir að hann er búinn á sýklalyfjakúrnum á að testa hann fyrir annarri bakteríu sem nefnist Clostridium difficile og kemur oft þegar um langvarandi niðurgang er að ræða.



Þannig að litli kútur er ekki hress, alveg að verða 1. árs. Hann er samt farinn að borða mjög vel og er farinn að taka gleði sína á ný. Hann má ekki fara til dagmömmunnar fyrr en í fyrsta lagi 19. apríl ef hann verður orðinn nógu hress. Við erum farin að gefa honum allar mjólkurvörur aftur þar sem hann er ekki með mjólkuróþol.

Annars er allt gott að frétta af öðrum fjölskyldumeðlimum. Silja fékk hlaupabólu og var heima í viku. Sem betur fer var hún mjög væg og fékk bara 1 bólu í andlitið. Ég er náttúrulega búin að vera mikið frá vinnu vegna Ársæls og Kjartan eitthvað líka. Silja er búinn að vera soldið hjá ömmum sínum og öfum og hefur fengið alla þá athygli sem hún vill þar.

Nú vonum við bara að snúðurinn hætti þessu kúkastandi og fari að þyngjast all verulega svo að við getum haldið ærlega afmælisveislu fyrir piltinn.

Nýjar myndir koma inn fljótlega...


Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 13
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 45610
Samtals gestir: 13510
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 05:43:45


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni