Um daginn þegar við vorum að kveðja á leikskólanum og ég spyr Silju hvort hún ætli ekki að segja bless, þá snýr hún sér að deildarstjóranum og segir "good bye" hehehe...
Svo í síðustu viku vorum við heima hjá ömmu Maju og afa Rúnari í nýja húsinu og allir voru að klæða sig í útifötin og fara út að borða. Silja var eitthvað orðin leið á því að bíða og kallaði "lets go".
Í gær var ég að gefa henni brauð með kæfu og þegar ég rétti henni brauðið og segi gjörðu svo vel þá segir hún við mig "thank you mamma mín". Við höldum að þetta komi algjörlega frá Dóru landkönnuði enda horfir hún mikið á þá þætti. Ótrúlegt hvað þau eru fljót að pikka svona upp og nota við rétt tækifæri
N/A Blog|WrittenBy Kristín