Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Blogghistorik: 2008 N/A Blog|Month_1

30.01.2008 23:35

Loksins loksins......




Þá er síðan hennar Silju komin aftur í gang eftir mánaðar pásu . Við erum búin að breyta um "look" eins og glöggir lesendur síðunnar taka eflaust eftir og búin að uppfæra flesta flokka hér að ofan. Svo ætlum við að gera einhverja nýja og sniðuga flokka og eru hugmyndir vel þegnar en við lumum á einhverju skemmtilegu í pokahorninu. Þá ætlum við að reyna að vera duglegri að blogga oftar og setja oftar inn myndir .

Annars er allt gott að frétta af öllum fjölskyldumeðlimum. Silja María er orðin rosalega dugleg að bjarga sér sjálf og liggur ekki á skoðunum sínum. Hún talar rosalega mikið og skilst svona flest sem hún reynir að koma okkur í skilning um.

Silja María er komin með uppáhalds lag og það er "Take on me" með A-ha. Henni finnst skemmtilegast þegar það er spilað í bílnum og pabbi hennar syngur með (og helst  þá háunóturnar). Við köllum það bílalagið.

Silja María kemst líklega ekki inn á leikskóla fyrr en næsta haust og verður hún þá að nálgast 2½ árs . Vonandi verður það samt fyrr.

Fjölskyldan ætlar svo að skella sér í snemmbúið sumarfrí til Flórída ásamt ömmu Lellu og afa Billa.

Jæja þetta er nóg í bili en eins og ég var búin að segja ætlum við að reyna að vera duglegri í fréttaflutningi.....

Þrjú ný myndaalbúm komin inn...

  • 1
Antal sidvisningar idag: 798
Antal unika besökare idag: 74
Antal sidvisningar igår: 194
Antal unika besökare igår: 19
Totalt antal sidvisningar: 95205
Antal unika besökare totalt: 22860
Uppdaterat antal: 11.4.2025 20:16:32


Um mig

Namn:

Silja María & Ársæll Örn

Födelsedag:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Din pappas namn:

Kjartan Ársælsson

Din mammas namn:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Om:

Draumabörn í alla staði

Länkar

Arkiv