Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Blog records: 2006 N/A Blog|Month_12

13.12.2006 18:25

Silja María Jólaprinsessa

Hún Silja María var að ljósmyndafyrirsætast og okkur Kristínu langaði að deila með ykkur einni sætri mynd af jólaprinsessunni.

07.12.2006 10:36

Nýjar myndir...

Komnar inn nýjar myndir enda ekki seinna vænna . Á myndinni hér að ofan er Silja María að horfa á stubbana. Henni finnst þeir geðveikt fyndnir eins og sést á myndinni. Fleiri myndir í albúminu.....

 

06.12.2006 10:21

Takk fyrir myndina amma Lella

hæ hó

Það er bara allt gott að frétta af Silju Maríu. Hún er orðin ansi hreyfanleg og farin að fara út um allt. Hún snýr sér og ýtir sér aftur á bak og er fljót að því þannig að maður má ekki taka augun af henni. Hún var í myndatöku í gær og var alveg yndisleg, gerði allt sem ljósmyndarinn vildi hehehe...Svo er það nýjasta, þessi svipur eins og sést á myndinni hér að ofan, algjört rassgat . Hún er alltaf hress og kát og er farin að segja allskonar hljóð en ekki mamma . Alltaf þegar hún fær að borða segir hún namm namm, ótrúlega sætt. Hún er algjört matargat. Svo höldum við að hún geti sýnt okkur hvað hún er stór. Alla vega þegar við segjum "hvað ertu stór" þá setur hún hendurnar saman og lyftir þeim upp hehehe..Svo var síðasti sundtíminn í gær fyrir jól og nýtt námskeið byrjar í janúar, spurning hvort maður skelli sér á það. Við ætlum að reyna að fara með hana eitthvað í sund um jólin  með Ingu Bríeti og halda því við sem hún er búin að læra.

Erum búin að taka fullt af myndum og næsta albúm verður því stórt. Kemur inn fljótlega......

Svo er stóri dagurinn hjá mér á morgun. Hlakka mjög mikið til að klára þetta svo ég geti komist í jólaskap og farið að gera jólalegt heima og baka .

Það var ekki fleira í bili...

bæb

  • 1
Today's page views: 521
Today's unique visitors: 55
Yesterday's page views: 194
Yesterday's unique visitors: 19
Total page views: 94928
Total unique visitors: 22841
Updated numbers: 11.4.2025 19:55:13


Um mig

Name:

Silja María & Ársæll Örn

Birthday:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Father's name:

Kjartan Ársælsson

Mother's name:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

About:

Draumabörn í alla staði

Links

Archive