
|
Dagmamma
Þann
2. maí 2007 byrjaði ég hjá dagmömmu. Hún heitir Sigurborg, kölluð Bogga
og býr í Kópavogi. Aðlögunin gekk rosalega vel og vildi ég ekkert vera
að kyssa mömmu og pabba bless heldur bara loka hurðinni. Ég
vildi bara strax fara og leika við hina krakkana og skoða allt nýja
flotta dótið. Mér finnst rosalega gaman hjá Boggu og þá sérstaklega
þegar við förum út, sem er nánast á hverjum degi. Þá förum við oftast í
göngutúr eða leikum úti í garði. Þegar ég byrjaði hjá Boggu var ég
yngst en núna í ágúst eru tvö börn hætt og tvö ný byrjuð þannig að ég
er í miðjunni. Yngst er Iðunn Ösp en hún verður 1 árs í september,
Styrmir varð 1 árs í júni, svo ég, Sölvi verður 2 ára í desember og
Magdalena varð 2 ára í apríl.
Núna er komin janúar 2008 og er
ég orðin elst hjá Boggu og búin að vera það í smá tíma. Styrmir og
Iðunn eru líka enn hjá Boggu en nýju krakkarnir eru Össur og Kristín
Gyða sem var aðeins 6 mánaða þegar hún byrjaði. Mér finnst hún voðalega
sæt og vildi fyrst leika með hana eins og dúkku. En núna er ég rosalega
góð við hana og rétti henni stundum dót þar sem hún getur ekki náð í
það sjálf.
Bogga veiktist skyndilega í febrúar 2008 og ég þurfti því að hætta hjá henni. Engin dagmamma var á lausu í Kópavogi og ekkert leikskólapláss að fá. Pabbi gerði því allt vitlaust í stjórnsýslunni hjá Kópavogi og endaði á fundi með þáverandi bæjarstjóra, Gunnari I Birgissyni, því fyrir lá að annað okkar þyrfti að hætta vinna til að vera heima með mér. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég pláss á heilsuleikskólanum Urðarhóli og byrjaði þar í aðlögun 12. mars, en meira um það í "Leikskólar"
Flettingar í dag: 23 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 82 Gestir í gær: 21 Samtals flettingar: 92132 Samtals gestir: 22562 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 10:47:24
|
|

|
 |
|
 |
|

Silja María & Ársæll Örn 12. maí 2006 og 13. apríl 2009 Kjartan Ársælsson Kristín Ósk Rúnarsdóttir Draumabörn í alla staði Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|