Ég var skírð þann 31. maí 2006 heima hjá ömmu Maju og afa Rúnari að Víkurbakka 28. Þá var ég aðeins 19 daga gömul en ástæðurnar fyrir því að mamma og pabbi völdu þennan dag eru margar. Það vill svo til að bæði mamma og pabbi eru líka skírð 31. maí, mamma ´79 og pabbi ´81. Einnig á langafi afmæli þennan dag og amma Maja og afi Rúnar eiga brúðkaupsafmæli. Þetta er sem sagt stór dagur í okkar fjölskyldu.
Skírnin var á miðvikudegi og byrjaði kl: 17. Mamma og pabbi buðu öllum helstu vinum sínum og nánustu ættingjum. Alls voru boðnir 57 gestir en þar sem margir voru erlendis voru 40 manns veislunni. Presturinn sem skírði mig heitir Sr. Sigurður Grétar Helgason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju og er sá sami og gifti mömmu og pabba. Mamma og pabbi vissu ekki hvort ég var strákur eða stelpa en höfðu það alltaf á tilfinningunni að ég væri stelpa. Þegar mamma var komin 2 mánuði á leið ákváðu þau að ef ég væri stelpa ætti ég að heita Silja María. Það er í höfuðið á ömmum mínum og þeim fannst það líka mjög fallegt nafn. Hvað varðar strákanafn þá var það voðalega lítið rætt því þau voru svo viss um að ég væri stelpa
. Skírnarvottar voru amma Lella og amma Maja en í því felst meðal annars að fara með mig í sunnudagaskóla
. Mamma hélt á mér undir skírn en skírnaskálin sem var notuð er um 130 ára gömul rosalega falleg silfurskál sem langalangamma Ida átti. Ég var voðalega ánægð með nafnið mitt og skírnina og svaf alla athöfnina og veisluna. Skírnakjóllinn sem ég var í er 90 ára gamall og sá sem Magnús, afi hans pabba, skírðist í. Hann er mjög vel með farinn og mamma setti bara bleika slaufu á hann fyrir mig. Athöfnin var stutt og laggóð og heppnaðist vel í alla staði.
Mamma og pabbi buðu upp á mikið af góðum veitingum eins og rosalega góða skírnartertu og fleira. Ég fékk líka rosalega mikið af flottum gjöfum eins og silfurkross sem amma Lella fékk sjálf í skírnargjöf, armband til að áletra, skartgripaskrín, matarstell, gríslapúða, risabangsa, bursta og greiðu, biblíu, fullt af fötum, bækur, leikföng og 130.000 í peningum (sem ég má ekki leysa út fyrr en ég verð 18 ára hehe..).
Þar sem gestabókin gleymdist
gerðu mamma og pabbi bara lista yfir þá sem komu í skírnina mína og verður hann birtur hér fyrir neðan.
Þeir sem komu í skírnina mína:
Mamma
Pabbi
Rúnar Óskarsson
María Antonsdóttir
Ársæll Örn Kjartansson
Sesselja Magnúsdóttir
Erla Dröfn Rúnarsdóttir
Theódór Ragnar Gíslason
Óskar Kristinn Rúnarsson
Sigurður Rúnar Rúnarsson
Ásdís María Ársælsdóttir
Óskar Kristinn Ólafsson
Arnheiður Jónsdóttir
Anton Svanur Guðmundsson
Óla Sveinbjörg Jónsdóttir
Ásdís Ársælsdóttir
Svava Ársælsdóttir
María Hafsteinsdóttir (og Hringur bumbubúi)
Björn Ingimundarson
Magnús Ari Björnsson
Árný Jónína Guðmundsdóttir
Dögg Guðmundsdóttir
Rakel Helena Kristjánsdóttir
Vala Frímannsdóttir
Hrafnhildur Karla Jóndóttir
Nellý Pétursdóttir
Andri Þór Jónsson
Anna Lilja Eiríkdóttir
Gunnar Snorri Þorvarðarson
Hjördís Logadóttir
Jón Arnar Óskarsson
Jóna Guðbjörg Árnadóttir
Guðmundur Svanberg
Hulda Guðrún Jónasdóttir
Jón Sigurður Ingason
Hallur Örn Jónsson
Hlín Kristbergsdóttir
Elísabet Guðrún Jónsdóttir
Ebba Þorgeirsdóttir
Ólöf Hreiðarsdóttir