
Það er í fréttum að litli kútur er búin að fara í 6 vikna skoðun (þó
hann hafi ekki verið nema 5 vikna og 2ja daga) og er hann orðin 57cm og
4730g. Það er bara mjög fínt skv. hjúkkunni og dafnar hann vel. Það
þurfti að brenna fyrir opið í naflanum hjá honun og tók hann því með
stakri ró. Ég hef líka tekið eftir að hann er með lítnn spékopp vinstra megin og er það ótrúlega krúttlegt þegar hann brosir.
Eins og flestir vita þá skírðum við 31. maí og má allar upplýsingar um hana finna hér til hliðar. Pilturinn fékk nafnið Ársæll Örn og er því alnafni afa síns. Afinn var auðvitað voða stoltur með það. Skírnin heppnaðist vel í alla staði og viljum við þakka öllum fyrir piltinn og komuna.
Silja María er orðin stór stelpa og í tilefni af því þá hætti hún með snuð á 3ja ára afmælisdaginn sinn. Hún er nú löngu hætt að nota snuð á daginn en hefur fram að þessu fegnið að sofa með það á nóttunni. Við vorum búin að undirbúa hana og hún samþykkti að henda duddunni í ruslið á afmælisdaginn. Þegar svo að því kom þá var hún nú ekki alveg á því að hún væri orðin stór. Við tók smá bardagi fyrsta kvöldið en eftir það hefur hún ekkert beðið um dudduna. Dugleg stelpa ;).
Silja fór á fimleikanámskeið hjá Björk með Kolku Rún frænku sinni og stóð sig rosalega vel. Myndir frá því má finna í maí albúmi. Við erum einnig búin að setja hana á biðlista hjá Gerplu þar sem það er nær okkur en hann er víst rosa langur. Vonandi kemst hún á eitthvað námskeið í haust.
Fullt af myndum úr skírninni komnar inn...