
Eins og allir vita þá á heimasætan þriggja ára afmæli í dag og er óhætt að segja að dagurinn hafi byrjað glimrandi vel hjá henni. Hún skreið upp í rúm hjá mömmu sinni og pabba klukkan 5 um morguninn og fékk að kúra á milli alveg til 9 en þá fannst foreldrunum nóg komið af þessu svefnstandi og rétt að prinsessan fengi afmælisgjöfina sína... já eða gjafirnar :p
Inni í herberginu hennar biðu 3 bleikir pakkar... sú stutta saup kveljur þegar hún upplifði öll þessi bleikheit og var ekkert að tvínóna við hlutina heldur kallaði upp yfir sig "pakkarnir mínir!" og byrjaði að tæta þá upp... reyndar eftir að hafa lyft þeim öll öllum og fundið þann stærsta. Í honum var My Little Pony "skemmtigarður" og hún emjaði af gleði. Í þeim næsta var.... My Little Pony taska sem getur geymt 4 pony hesta og eitthvað meira pony dót og í þeim síðasta.... ætlið þið að giska? My Little Pony sængurverasett eða "Pony rúmið mitt" eins og Silja orðaði það...
Eftir að hafa fengið að leika sér með þetta í smá stund þá var hún drifin í leikskólann þar sem hennar beið rosa flott kóróna og þegar ég var að fara út þá heyrði ég að verið var að bjóða henni að velja sér búning, en það er víst afmælishefðin á leikskólanum að afmælisbarnið fari í búning... vonumst til að fá myndir af því sendar :o)
Okkur foreldrunum og litla bróður langar að óska stóru prinsessunni okkar innilega til hamingju með daginn, fyrstu þrjú árin voru æði og við efumst ekkert um að framhaldið verði það líka. Kossar og knús.