
Þá erum við mæðginin loksins komin heim í faðm fjölskyldunnar. Prinsinn var tekinn með keisara kl: 20:39 mánudaginn 13. apríl. Þessi dagur hefur verið viðburðaríkur í fjölskyldunni en við Kjartan byrjuðum saman þennan dag fyrir 5 árum síðan og fyrir 4 árum bað hann mín og ég sagði já

. Einnig á Andrea Ösp stórfrænka í DK afmæli þennan dag.
Pilturinn var aðeins stærri en við áttum vona á en hann var 3950g (16 merkur) og 54cm, veit ekki alveg hvaðan þessi stærð kemur en þess má geta að systir hans var aðeins tæp 13 merkur og 49,5cm. Hann er samt rosalega fíngerður og nettur og alveg yndislegur í alla staði

. Hann er voða vær og sefur mest allan sólarhringinn. Hann gleypti smá skítugt legvatn þegar verið var að ná í hann og fékk sýkingu í annað lungað. Hann var því á vökudeildinni í 3 daga til eftirlits og sýklalyfjagjafar.
Ég hef það annars bara mjög fínt og líður miklu betur núna en eftir síðasta keisara. Veit ekki hvað það er en ég finn miklu minna til í skurðinum og get gert miklu meira. Vona því að ég eigi eftir að jafna mig fljótlega.
Silja María er í skýjunum með litla bróður og er alltaf að kyssa hann og knúsa, stundum heldur til of mikið hehehe.... Hún vill alltaf vera að sýna honum hitt og þetta og segja honum frá því sem hún er að gera, skilur kannski ekki alveg hvað hann er lítill.
Ég á svo eftir að setja inn flokkana "um mig" og " fæðingin mín" fljótlega.
Nýjar myndir komnar inn.....