Silju Maríu gengur rosalega vel í aðlöguninni á Kór og vill hún helst ekki fara heim eftir aðlögunartímann. Finnst reyndar að það mætti stytta þennan aðlögunartíma aðeins þar sem að hún er leikskólavön en það verður víst allt að fara eftir settum reglum. Hún verður til kl 14:00 á morgun og svo allan daginn á föstudag. Við ætlum svo líklega að kíkja á jólaball hjá gamla leikskólanum á laugardag og það verður gaman að sjá hvað hún segir þegar hún sér alla krakkana þaðan. Hún fór með 2 bækur síðasta daginn og gaf deildinni sinni í kveðjugjöf og voru allir mjög ánægðir með það.
Silja María er orðin duglega að reyna að klæða sig sjálf og var hún að fara í náttbuxur áðan. Þetta gekk eitthvað erfiðlega hjá henni og var hún orðin soldið pirruð. Þá sagði hún "Ohh þetta er svo öfugsnúið" hehehe... Ég hef aldrei notaði þetta orð við hana þannig að þetta hlýtur að vera eitthvað sem hún hefur heyrt á leikskólanum. Svo er náttúrulega Latibær í miklu uppháldi og Kjartan er ekki lengur pabbi heldur kallar hún hann alltaf Íþróttaálfinn. Svo á hann að koma og bjarga henni úr ýmsum aðstæðum því hún er Solla Stirða

.
Setti inn nýtt albúm með myndum frá Urðarhóli. Bæði gamlar og nýjar...