
Þá eru allir komnir í sína venjulega rútínu, við farin aftur að vinna og Silja María byrjuð í leikskólanum. Hún var reyndar mjög spennt yfir því að fara aftur á leikskólann og talaði vart um annað daginn áður
. Sumarfríið lukkaðist vel og allir endurnærðir. Við byrjuðum á því að fara í eina viku upp í bústað eins og ég var búin að blogga um áður og vorum svo eina viku heima í góðu yfirlæti. Skelltum okkur svo norður í nokkra daga og gistum á Fosshóteli á Dalvík. Það var rosalega fínt og fengum við alveg bongó blíðu alla dagana. Við keyrðum til Akureyrar, Húsavíkur, Mývatns, Hóla í Hjaltadal og Sauðárkróks með viðkomu í Dimmuborgum, Námaskarði, Skútustöðum (þar sem afi hans Kjartans var prestur), Goðafossi og Ljósavatni. Fórum einnig í dýragarðinn á Krossum, Kjarnaskóg, Byggðasafnið á Dalvík, Vaglaskóg og jólahúsið svo eitthvað sé nefnt. Silja María skemmti sér konunglega og stytti sér stundir með því að horfa á Latabæ í DVD spilaranum sínum og syngja fyrir okkur
. Er búin að setja inn þrjú ný myndalabúm, þetta eru svolítið margar myndir en hægt er að velja smámyndahnappinn og sjá þær allar litlar.
Það er annað að frétta af fjölskyldunni að við erum búin að vera með húsgest síðan 1. ágúst. Siggi litli bróðir er búin að vera hjá okkur og verður líklega til 1. sept. Mamma og pabbi afhentu húsið sitt 1. ágúst og fá ekki afhent í Garðabænum fyrr en 1. sept. Siggi er því hjá okkur, Óskar hjá Kristínu sinni og mamma og pabbi hjá Erlu og Tedda. Það er því rosa fjör á heimilinu, alla vega finnst Silju það og skríður hún alltaf upp í til hans á morgnana hehehe....