Silja María er náttúrulega orðin rosalega dugleg að tala og ótrúlegt hvað hún grípur mikið af orðum sem við foreldrarnir segjum. Við skelltum okkur upp í bústað í gær og þegar við áttum svona 20mín eftir þá segir Silja "Mamma, sveitin okkar" upp úr þurru. Kannaðist greinilega við sig þarna og endurtók þetta reglulega þangað til að við komum að afleggjaranum að bústaðnum. Þá tók hún sig til og hrópaði "yes yes" og rétti krepptan hnefann út í loftið. Okkur fannst þetta frekar fyndið og jók það enn kátínuna þegar hún sagði "glæsilegt" þegar við lögðum bílnum fyrir framan bústaðinn
. Silju Maríu finnst rosalega gaman að vera í sveitasælunni og nýtir hvert tækifæri til að segja okkur það.
Þegar við vorum svo á leið heim úr bústaðnum í dag vorum við að syngja. Allt í einu segir Silja við pabba sinn "pabbi ekki syngja". Hann var eitthvað sár og sagði hún réði því ekki hvort hann væri að syngja eða ekki, að hann mætti alveg syngja eins og Silja. Þá kom smá þögn og svo sagið Silja "Silja ræður engu". Við náttúrulega sprungum úr hlátri en reyndum að láta lítið fara fyrir því hehehe...
Við stoppuðum í bakaríinu í Hveragerði á leiðinni heim og Silja þurfti auðvitað að kúka meðan við vorum þar. Ekkert skiptiborð var á baðherberginu þannig að Kjartan settist á klósettið og lét hana liggja á lærunum meðan ég skipti. Þetta var náttúrulega full bleyja og Kjartans segir svona "næs" með Borat hreim. Silja greip þetta á lofti og núna segir hún "næs" ef henni finnst eitthvað ógeðslegt eða ef henni líkar ekki eitthvað
.
Eitt að lokum...Silja var eitthvað pirruð á því að vera spennt niður í bílstólinn um daginn og náði að losaði hendurnar. Okkur þótti það nú ekki sniðugt og stoppuðum bílinn til að laga hana. Ég sagði að hún mætti ekki losa sig, að allir væru með beltin spennt þegar bíllinn væri á ferð. Hún var alveg sammála því og sagði "já mamma, ekki losa bindin" hehehehe...