
Þá er fjölskyldan í Perlukórnum komin aftur í góða veðrið á Íslandi. Við vorum tvær vikur í kanaveldi ásamt ömmu Lellu og afa Billa og það verður að segjast að þetta sé besta frí sem við höfum farið í. Flogið var til Boston frá Keflavík þar sem snjóstormur tók á móti okkur og á tímabili var tvísýnt um að við myndum lenda. Þetta hafðist nú allt á endum og við eyddum fyrstu nóttinni okkar vel þreytt á Hilton hótelinu á flugvellinum í Boston. Silja María var rosalega dugleg í flugvélinni - eiginlega of dugleg, því hún fór ekki að sofa fyrr en vélin lenti, okkur foreldrunum til mikillar gleði og hamingju.
Daginn eftir var flogið til Orlando og gekk sú flugferð rosalega vel. Silja svaf alla leiðina í fanginu á mömmu sinni og vildi ekki taka það í mál þegar við reyndum að skipta.
Í Orlando gistum við á The Florida Mall hotel. Það var ekkert rosalega leiðinlegt að hafa verslunarmiðstöð á jarðhæð og mældum við gangana alla dagana sem við vorum þar.
Við fluttum svo í einbýlishúsið okkar. Með sex svefnherbergjum, sundlaug, pool borði ofl

það var æðislegt!
Fórum í Disney World, Universal, outlettin og minigolf... og gerðum þessa almennu túristahluti (drukkum bjór og lágum í sólbaði).
Myndirnar eru komnar inn og tala sínu máli.